Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 59

Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 59
FIMMTUDAGUR 5. janúar 2006 43 Eins og Íslendingar vita, sem hafa ferðast mikið erlendis, og þá einkum til Austurlanda, hefur hrár fiskur löngum þótt sælkerafæða í þeim heimshluta. Þessi framreiðsla á fiskmeti hefur breiðst út á undanförnum áratugum og í dag er væntanlega ekki það land til í heiminum sem ekki býr svo vel að hafa veitingastað sem býður upp á sushi. Nú hefur nýr sushi staður opnað í miðbæ Reykjavíkur. Veitingastaðurinn Osushi var opnaður þann 2. desember síðastliðinn á annarri hæðinni í Iðu við Lækjargötu. Að því er framkvæmdastjórinn, Kristján Þorsteinsson, segir hafa viðtökurnar verið framar vonum. ,,Við ráðum í raun ekki við meira, það hefur verið allt fullt hjá okkur síðan við opnuðum og við höfum ekkert auglýst okkur þannig að það er góðs viti. Við tökum um 30 manns í sæti og staðurinn er þannig að þú kemur og sest við borðið. Síðan er færiband sem kemur með matinn til þín og þú tínir á diskinn það sem þú vilt.“ Eigendur að þessum stað eru þeir sömu og eiga Humarhúsið hér í bænum. Kristján segir að matreiðslan á Osushi fari eftir mjög ströngum gæðakröfum. ,,Við gerum þetta alveg eins og á að gera þetta. Grjónin okkar fara aldrei í kæli eftir að búið er að elda þau. Maturinn á færibandinu hefur einungis fjögurra klukkustunda líftíma og eftir það er honum hent. Þannig er okkar matur alltaf eins ferskur og völ er á. Það er líka nauðsynlegt þar sem þetta er mjög vandmeðfarið hráefni.“ Kristján segir að staðurinn bjóði einnig upp á aðra möguleika fyrir þá sem vilja ekki hrámeti. ,,Það er eitt og annað sem við erum með líka. Þar má nefna andarsalat, nautasalat, krabbasalat og kjúklingasúpur og sjávarréttasúpur en allt er þetta með japönsku ívafi,“ segir Kristján að lokum. Sushi á færibandi Hrámetið rennur ljúflega í gegn. Um áramótin lækkaði verð á danska bjórnum Slots í vínbúðum. Hann er nú langódýrasti bjórinn. Næstur í verði er frændi hans Thor sem kostar 99 kr. og vakti frétt í Ríkissjónvarpinu á dögunum um hann mikla athygli en þar var borið saman verð á honum og 33 cl kókdós sem fréttamaður fann í búð á sama verði. Fyrirtækið HOB vín ehf. flytur inn þessar ódýru tegundir, en fyrirtækið var leiðandi í lækkun bjórverðs til neytenda fyrir þremur árum þegar það hóf að flytja inn Faxe. Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri HOB, segist stefna að því að bjóða neytendum upp á verð sem liggi eins nálægt því verði sem bjóðist í nágrannalöndum okkar og mögulegt sé, að teknu tilliti til ofurgjaldanna sem séu lögð á áfenga drykki hérlendis. „Enda eru íslenskir neytendur að kikna undan okrinu og ég hef mjög gaman af því að benda á hversu há álagning á þessari matvöru hefur verið hér á landi. Sem dæmi þá er Slots Guld núna heilum 40 krónum ódýrari en sambærilegur bjór frá Víking, báðir eru þeir 5,6% að styrkleika. Slots er þó fluttur um langan veg frá Danmörku. Annar sambærilegur danskur bjór, Prins Kristian, er einnig 40 krónum dýrari. Ég vil þó alls ekki leggja dóm á gæði þessara bjóra sem ég nefni í þessu samhengi, neytendur eru fullfærir um það,“ segir Sigurður sem einnig bendir á hátt verð á bjór í Fríhöfninni. „Þar er danskur bjór, 5,5% í 33 cl dósum á boðstólum á 99 krónur og renna þó engin gjöld af honum til samneyslunnar. Samanburðurinn verður ennþá óhagstæðari þegar kemur að Slots-pilsner en hann er núna ódýrari í vínbúðum en sambærilegur danskur bjór í Fríhöfninni. Með öðrum orðum geta neytendur keypt sér Slots-bjór á „duty free“ -verði í vínbúðum þó að sjáfsögðu séu greidd af þeim öll gjöld og virðisaukaskattur sem rennur í sameiginlega sjóði landsmanna. Slots-bjórinn er bruggaðir samkvæmt dönskum brugghefðum, inniheldur maís og bygg. Bjórinn er frísklegur og bragðgóður í alla staði. Danir kaupa Slots í miklum mæli í Þýskalandi, en þar er danskur bjór ódýrari en í Danmörku. Danir hafa landfræðilegan og pólitískan kost á að gefa gjaldastefnu stjórnvalda langt nef, ólíkt Íslend- ingum sem eru í gíslingu af pólitískum og landfræðilegum orsökum og komast hvergi.“ Verð í vínbúðum: Slots-pilsner kostar 89 krónur og Slots Guld 119 krónur. Kassi af Slots- Pilsner kostar 2.136 kr. SLOTS: Fríhafnarverð á bjór í vínbúðum AF SL ÁT TU R 10% 20%30% 40 % 50 % 60% 70% Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 591 5340 KOMIÐ OG GERIÐ FRÁBÆR KAUP. ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR! GÍTARAR, TROMMUSETT, UPPTÖKUBÚNAÐUR, NÓTUR, STATÍF, TÖSKUR OG MARGT FLEIRA Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.