Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 60

Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 60
 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR44 TAJ MAHAL PÍRAMÍDARNIR Í EGYPTALANDI KREML Í MOSKVU STYTTURNAR Á PÁSKAEYJUM Nýja árið er varla hafið en samt hafa vestrænar velmegunarþjóðir upplifað „erfiðasta dag ársins“. Ástæðan er einföld: Það er nánast óbærilegt að snúa aftur til vinnu eftir óhóf jólanna, það þarf að semja við bankana um jólainnkaupin, glíma við tóma buddu og heil eilífð virðist vera þar til sumarfríið verður tekið út. Haft er eftir Daily Mail að í skoðanakönnun bresku ráðningarstofunnar Office Angels hafi þrír fjórðu hlutar hins stritandi almúga nefnt 3. janúar sem „dómsdag“ í dagbókum sínum. Þar liggja að baki samverkandi þættir eins og fjárhagsáhyggjur, ofþreyta og útblásinn kroppur eftir ofát jólahátíðarinnar. Og eins og það sé ekki næg áþján er tilhugsun um margra mánaða vist í líkamsræktinni til að endurheimta fyrra líkamsform harla slæm, auk þess sem sumarleyfið virðist svo órafjarlægt í vetrarmyrkrinu. Þessar staðreyndir má setja upp í eftirfarandi jöfnu: tóm budda x þrír mánuðir af sólarleysi x ofneysla áfengis + aukið mittismál = erfiðasti dagur ársins 2006. En framkvæmdastjórinn Paul Jacobs segir ýmsar leiðir til að losna við vonleysi og depurð. Hann leggur til að fólk snúi sér af fullum krafti að nýjum verkefnum og skyldum, sem hjálpi fólki að dreifa huganum. „Einblínið frekar á ferskt upphaf og það hvað þið viljið að hafi áunnist um næstu áramót,“ segir hann í Daily Mail. Erfiðasti dagur ársins yfirstaðinn ERFIÐUR HVUNNDAGUR Óhóf jólanna kemur okkur í koll þegar hátíðahöldunum linnir. Við getum þó andað léttar því strembnasti dagur ársins var 3. janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FRÉTTIR AF FÓLKI Unglingastjarnan Lindsey Lohan varð lögð inn á sjúkrahús á dögunum eftir að hún fékk kröftugt astmakast. Lohan, sem hefur átt við ýmis veikindi að stríða undanfarna 18 mánuði, var stödd í Miami á Flórída til að halda upp á áramótin ásamt móður sinni þegar hún fékk kastið. Lohan verður á sjúkrahúsinu næstu daga til að jafna sig en hefur síðan störf við sína nýjustu mynd, Chapter 27. Kærastinn hennar Jared Leto leikur á móti henni í myndinni. Útgáfa Jennifer Lopez á söngleiknum Carmen mun víst ekki líta dagsins ljós á næstunni. Ástæðan er sú að peningamenn í Hollywood vilja ekki að aðalsöguhetjan deyi í lok myndarinnar. „Það er mikill ótti í Hollywood því svo mörgum myndum hefur gengið illa. Við viljum búa til harða útgáfu af myndinni en Hollwood- iðnaðurinn heldur að bara 13 ára stúlkur vilji horfa á Jennifer Lopez,“ sagði leikstjórinn Taylor Hackford. Viðskiptajöfurinn Donald Trump segist ekki ætla að bjóða sig fram sem ríkisstjóra New York á þessu ári fyrir hönd Repúblikanaflokksins. Hann segist vilja einbeita sér að öðrum verkefnum sem eigi hug hans allan um þessar mundir, þar á meðal þættinum vinsæla The Apprentice. Í kvikmyndinni um King Kong var apinn ofvaxni kynntur sem áttunda undur veraldar. Fjölbragðaglímukappinn André the Giant notaði einnig titilinn, og fyrir tveimur árum gerði American Idol-söngkonan lagið 8th World Wonder vinsælt. Ýmsar byggingar hafa einnig hlotið nafnið áttunda undur heims, svo sem óperuhúsið í Sydney, og var óperan Eighth Wonder samin um byggingu þess. En hver eru hin sjö undur veraldar? „Hinn nýi sjöundra sjóður“ (N7W) er að reyna að komast að endanlegri niðurstöðu. Hann var stofnaður af svissneska milljónamæringnum Bernard Weber árið 2001. Honum hefur síðan borist umtalsverður liðsauki frá öðrum áhugamönnum, og meðal verkefna sjóðsins er að endurbyggja Búddastytturnar í Afganistan, sem talíbanar sprengdu í loft upp fyrir aug- um heimsins, og fer um helmingur tekna sjóðsins í slík verkefni. En hinn helmingurinn mun fara í að velja hin sjö undur veraldar, og til að koma til álita þurfa þau að vera manna verk og gerð þeirra lokið í síðasta lagi árið 2000. Fyrst var almenningi um heim allan leyft að kjósa hver væru 77 mestu furðuverkin, og var hópur sérfræðinga svo fenginn til að velja úr þau 21 sem oftast voru nefnd. Val sérfræðinganna var tilkynnt annan janúar, en nú fær almenningur aftur að kjósa og verður endanleg niðurstaða tilkynnt 1. janúar 2007. Meðal þeirra undra sem komu til greina var Kínamúrinn, Hringleikahúsið í Róm og hin forna borg Petra í Jórdaníu, en einnig yngri mannanna verk eins og Eiffel-turninn, frelsisstyttan og svo óperuhúsið í Sydney. Hin upprunalegu sjö undur veraldar voru valin af Antipater frá Sídon á annarri öld fyrir Krist, og ku listinn vera byggður á ferðamannabókmenntum þess tíma. Undrin voru nær öll staðsett við Miðjarðarhaf, enda þar miðpunktur heimsmyndar Forn-Grikkja á þeim tíma. Meðal undranna var vitinn í Alexandríu og risastyttan í Rhódos, sem var álíka stór og frelsisstyttan er. Því miður eru öll þessi mannvirki nú hrunin utan eitt, píramídarnir miklu í Giza, sem voru elsta undrið á listanum þá sem nú. Sjö undur nútímans JESÚS Í RÍÓ Eitt af undrum veraldar. ��������������� ������������������������� ������������� ���������� ������ ����������������������� ���������������� ������ ������ ��������� ��������� ������ ����������������������� ����������������������������� ��������������������� ���������������������������������� �� �� �� �

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.