Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 64
48 5. janúar 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 2 3 4 5 6 7 8 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 Skallagrímur og Njarðvík mætast í Iceland-Express deild karla í körfubolta í Borgarnesi.  19.15 Haukar og Grindavík mæt- ast í Iceland-Express deild karla í körfubolta á Ásvöllum.  19.15 Hamar/Selfoss og Snæfell mætast í Iceland-Express deild karla í körfubolta í Iðu.  19.15 Þór Ak. og Höttur mætast í Iceland-Express deild karla í körfu- bolta á Akureyri.  19.15 Keflavík og ÍR mætast í Iceland-Express deild karla í körfu- bolta í Keflavík.  19.15 KR og Fjölnir mætast í Iceland-Express deild karla í körfu- bolta í Frostaskjóli. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Íþróttaspjallið á Sýn.  18.12 Sportið á Sýn.  20.00 USA PGA Tour á Sýn.  21.00 NFL-tilþrif á Sýn. FÓTBOLTI Ian Andersson, þjálfari Halmstad í Svíþjóð, telur að best sé fyrir Gunnar Heiðar Þorvalds- son að leika áfram með félaginu í að minnsta kosti eitt ár til viðbót- ar. Andersson kveðst hafa mikla trú á að Gunnar Heiðar geti spjar- að sig vel í sterkari deildum Evr- ópu en segir jafnframt að það sé skref sem hann megi ekki taka of fljótt. „Hann hefur aðeins spilað á Íslandi og eitt ár í Svíþjóð og í atvinnumennsku verða leikmenn að fara varlega. Það gerist svo oft að leikmenn fara frá Norðurlönd- unum til stærra félags þar sem þeir fá síðan ekki að spila neitt. Að því leyti tel ég að Gunnar Heiðar ætti að vera áfram í Svíþjóð og þá vonandi með Halmstad,“ sagði Andersson við Fréttablaðið í gær, en fullyrt hefur verið að m e i s t a r a l i ð D j u r g a r d e n sé eitt af þeim f j ö l m ö r g u liðum sem líti hýru auga til Gunnars Heið- ars sem annars koma frá Eng- landi, Frakklandi, Þýskalandi og Spáni. Andersson segir hugsanlega sölu á Gunnari Heiðari ekki vera í sínum höndum en sem þjálfari vilji hann að sjálfsögðu ekki missa sinn helsta sóknarmann. „Ég vill ég ekki missa minn helsta marka- skorara. Að sjálfsögðu ekki,“ segir Andersson. „En ég skil samt ef félagið telur sér hag í því að selja hann. Þetta eru náttúrulega bara viðskipti á endanum.“ Bengt Sjöholm, forseti Halm- stad, sér um öll leikmannamál hjá félaginu og hann sagði við Frétta- blaðið í gær að eins og staðan væri í dag væri Gunnar Heiðar líklega ekki á förum frá félaginu. „Við höfum aðeins fengið eitt form- legt tilboð í Gunnar Heiðar frá frönsku neðri deildar félagi sem var „hlægilegt“ og langt frá því að vera ásættanlegt,“ sagði Sjöholm. Sænska dagblaðið Aftonbladet segist í grein um Gunnar Heiðar, sem birtist í gær, hafa heimildir fyrir því að Halmstad vilji fá 80 milljónir fyrir sóknarmanninn. Sjöholm segir það ekki rétt en vill þó ekki segja hver verðmiðinn á Gunnari Heiðar sé. „Hann er góður leikmaður og ef við viljum halda stalli okkar í sænsku úrvalsdeildinni verðum við að halda okkar bestu leik- mönnum. Þetta snýst ekki bara um peninga. Ef við eigum að selja hann verður tilboðið að vera gott,“ segir Sjöhjolm. „Halmstad er knattspyrnufélag og við spilum ekki knattspyrnu með peningum. Við þurfum á góðum leikmönnum að halda og þess vegna erum við ekkert æstir í að selja Gunnar Heiðar. Að því leyti tel ég líklegast að hann verði áfram hjá Halmstad.“ vignir@frettabladid.is Gunnar Heiðar ætti að vera áfram hjá Halmstad Þjálfari Halmstad segir að best sé fyrir sóknarmanninn Gunnar Heiðar Þor- valdsson að spila áfram í Skandinavíu í 1-2 ár til viðbótar. Forseti félagsins segir allt benda til þess að Eyjamaðurinn sé ekki á förum frá félaginu. HEITUR Gunnar Heiðar Þorvaldsson er sagður mjög eftirsóttur en hins vegar hefur forráða- mönnum Halmstad aðeins borist eitt formlegt tilboð í hann enn sem komið er. Hér sést hann í landsleik Íslands og Króatíu í sumar.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handknattleik kemur saman í dag og hefst þá formlega undirbúning- ur liðsins fyrir Evrópukeppnina sem fram fer í Sviss. Viggó Sigurðsson lands- liðsþjálfari segist finna fyrir miklum spenningi og tilhlökkun fyrir mótinu. „Það kominn mikill spenningur í mannskapinn. Það virðist vera mikill áhugi fyrir mótinu erlendis. Ég mun fyrst og fremst leggja áherslu á að efla samæfingu liðsins og viðhalda lík- amlegu formi leikmanna á þessum undirbúningstíma.“ Jalesky Garcia, leikmaður Göppingen í Þýskalandi, mun koma til landsins á laugardaginn og fara í læknisskoðun hjá lækn- um landsliðsins. Viggó hefur mikla trú á liði sínu en telur Dani og Króata líklega til afreka í Sviss. „Króatar eru með virkilega sterkt lið og Danir einn- ig. En ég tel okkur vera með sterkt lið sem getur staðið sig vel gegn hvaða liði sem er. Dagsformið mun skipta miklu máli þegar á hólminn er komið og við ætlum okkur stóra hluti á mótinu,“ segir Viggó. Landsliðið mun æfa í Hafnarfirði en fyrsta æfing liðsins er á Ásvöllum klukkan fjögur í dag. - mh Undirbúningur íslenska landsliðsins í handknattleik karla fyrir EM í Sviss: Landsliðið kemur saman í dag JAN ANDERSSEN HANDBOLTI Portúgalinn Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur fulla trú á því að port- úgalska liðið Benfica geti slegið Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu en liðin mætast í sextán liða úrslitum keppninnar. Mourinho var til skamms tíma knattspyrnustjóri Benfica en hann færði sig fljótlega til Porto þar sem hann náði frábærum árangri. „Benfica er með sterkan leikmannahóp og ég hef fulla trú á því að liðið nái góðum árangri í keppninni. Til þess að vinna Liverpool þarf að spila með höfðinu en ekki bara hjartanu. Vörn Liverpool er afar sterk og það þarf þolinmæði til þess að skora mörk á móti liðinu.“- mh Jose Mourinho: Benfica getur lagt Liverpool JOSE MOURINHO Mourinho vonast til þess að landar sínir standi sig vel gegn Liver- pool.FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY GOLF Helsti golfspekingur breska ríkisútvarpsins, Peter Allis, hefur ekki mikla trú á því að Tiger Woods slái met Jack Nicklaus en hann vann átján stórmót á ferli sínum. Woods hefur unnið tíu stórmót á ferli sínum, þrátt fyrir að vera aðeins þrítugur að aldri sem er tiltölulega lítið miðað við kylfing í fremstu röð. „Woods hefur gríðarlega mikla hæfileika en það eru margir góðir kylfingar sem hafa sýnt mikinn stöðugleika að undanförnu. Ég reikna ekki með því að Woods nái metinu hans Nicklaus. Nicklaus varð betri með aldrinum en ég held að Woods sé búinn að ná toppnum.“ - mh Tiger Woods: Nær aldrei Nicklaus TIGER WOODS Er sagður vera búinn að ná toppnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI ÍTALSKI SÓKNARMAÐURINN PAULO DI CANIO HJÁ LAZIO HEFUR LOFAÐ AÐ HÆTTA NASISTAKVEÐJUNUM SEM HANN HEFUR VERIÐ SVO HARKALEGA GAGNRÝNDUR FYRIR Á UNDANFÖRNUM VIKUM. DI CANIO HEFUR HLOTIÐ LEIKBANN OG FJÁRSEKTIR FYRIR AÐ HEILSA STUÐNINGSMÖNNUM AÐ SIÐ NASISTA, MEÐ BEINA HENDI UPPRÉTTA. „ÉG HEF NOTAÐ TÍMANN YFIR JÓLIN TIL AÐ HUGSA MINN GANG OG ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ TAKA HAGSMUNI LAZIO FRAM YFIR MÍNA EIGIN. ÉG MUN FORÐAST AÐ SÆRA BLYGÐUNARKENND FÓLKS Á OPINBERUM VETTVANGI,“ SAGÐI DI CANIO Í GÆR. - vig Paulo Di Canio: Hættur með nasistakveðjur FÓTBOLTI GRAEME SOUNESS, KNATT- SPYRNUSTJÓRI NEWCASTLE, VONAST TIL ÞESS AÐ GETA BÆTT VIÐ SIG FRAMHERJA NÚNA Í JANÚAR EFTIR AÐ ENSKI LANDSLIÐSFRAMHERJINN MICHAEL OWEN MEIDDIST ILLA. NICOLAS ANELKA HEFUR VERIÐ ORÐAÐUR VIÐ NEWCASTLE OG HEFUR SJÁLFUR MIKINN ÁHUGA Á ÞVÍ AÐ SNÚA AFTUR TIL ENGLANDS EN HANN LEIKUR NÚ MEÐ FENERBAHCE Í TYRKLANDI. „ÞAÐ HEILLAR MIG AÐ SNÚA AFTUR Í ENSKU KNATTSPYRNUNA. ÞAÐ VORU VONBRIGÐI AÐ KOMAST EKKI ÁFRAM Í MEISTARADEILDINNI MEÐ FENERBAHCE. VONANDI FER ÉG AFTUR TIL STÓRLIÐS Á ENGLANDI.“ - mh Souness vill kaupa: Anelka vill til Englands á ný JAN ANDERSSEN Gamla körfuknattleikskempan Guðjón Skúlason er byrjaður að leika með Keflavík á nýjan leik en hann hætti að spila körfubolta eftir síðasta leik í úrslitakeppninni vorið 2003. „Það vantar menn og mér finnst ég geta hjálpað til. Ég er í ágætu líkamlegu formi og meðan svo er statt fyrir mér þá finnst mér sjálf- sagt að spila með.“ Guðjón hefur um árabil verið einn sigursælasti leikmaður íslensks körfu- bolta en hann hefur allan sinn feril leikið með Keflavík, fyrir utan eitt keppnistíma- bil þegar hann lék með Grindvíkingum. Guðjón mun áfram sinna stöðu sem aðstoðarþjálfari Sigurðar Ingimundar- sonar. „Ég hef spriklað með allt tímabil- ið og smám saman komist í gott form. Það vantar leikmenn í hópinn hjá okkur og mér finnst eðlilegt að ég bjóði fram krafta mína fyrst ég hef heilsu til. Ég verð nú líklega ekki að skora 20 stig í leik en svo lengi sem ég hjálpa eitthvað til þá er ég til í að spila með.“ Gengi Keflvíkinga hefur verið frekar sveiflukennt í vetur en Guðjón reiknar með því að Keflavík rétti úr kútnum seinni parts móts. „Ég er þokkalega sáttur við hvernig okkur hefur gengið í vetur en ég er viss um að við munum ná fram okkar besta seinni part móts. Við höfum iðulega náð að toppa á réttum tíma og ég held að það muni gerast í vor. Það hefur trufl- að stundum fyrri part móts að vera í Evrópukeppninni en okkur hefur yfir- leitt gengið vel seinni part móts. Við þurfum að slípa okkur aðeins betur saman þá hef ég fulla trú á því að vel muni ganga.“ GUÐJÓN SKÚLASON: LANDSLIÐSÞJÁLFARI KVENNA Í KÖRFUBOLTA Guðjón kominn á ról á nýjan leik Meistaramörk eða tölt? Mistök urðu við vinnslu á DVD-diski FH- inga, Meistaramörk 2005, en á nokkrum seldum diskum er þáttur um Ístölt. Vakti töltið víst litla hrifningu stuðningsmanna FH sem geta skilað töltspólunni og feng- ið mörkin í staðinn. > Við finnum til með... ... handknattleiksmanninum Baldvini Þorsteinssyni sem neyddist til þess að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum í handbolta vegna veikinda. Vonandi verður hann kominn á fulla ferð sem fyrst. Svo er spurning hvað verður með Jaliesky Garcia en hans ástand verður metið um helgina. Ef hann gengur úr skaft- inu verður áhugavert að sjá hver kemur i staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.