Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 67

Fréttablaðið - 05.01.2006, Side 67
FIMMTUDAGUR 5. janúar 2006 51 HANDBOLTI Baldvin Þorsteinsson, hornamaðurinn knái úr Val, hefur neyðst til að draga sig úr íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í Sviss vegna veikinda. Baldvin hefur greinst með einkirningssótt og þarf að taka sér frí frá æfingum í að minnsta kosti tvær til fjórar vikur. Viggó Sigurðsson lands- liðsþjálfari hefur þegar valið Fylkismanninn Heimi Örn Árnason í hópinn í stað Baldvins en hann hefur leikið mjög vel með Árbæjarliðinu í vetur og hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins. „Baldvin hefur verið slappur í mjög langan tíma og við vissum það þegar hann var valinn upphaflega. Hann hélt að hann væri að hressast en svo kemur í ljós að hann er með þennan alvarlega vírus,“ segir Viggó. Fjarvera Baldvins hefur það í för með sér að Guðjón Valur Sigurðsson er eini náttúrulegi vinstri hornamaðurinn í hópnum og fari svo að Jaliesky Garcia verði ekki orðinn leikfær fyrir mótið er fyrirhugað að Guðjón Valur muni spila nokkuð í skyttustöðunni. „Það er augljóst að það borgar sig ekki að vera valinn í vinstra hornið,“ sagði Viggó í léttum túr í gær. Sigurður Eggertsson, Arnór Atlason og jafnvel Snorri Steinn Guðjónsson eru allt leikmenn sem geta leyst stöðu vinstri hornamanns. „Hornið er ekki þeirra staða en þetta er viðunandi mannskapur og vel það. Viggó vill ekki útiloka þann möguleika að velja Loga Geirsson fari svo að Garcia verði ekki með en hann er á 24 manna lista sem HSÍ skilaði til mótstjórnar EM og kemur því til greina. „En hann má ekki byrja að æfa aftur fyrr en 16. janúar svo að það er hæpið.“ - vig Landsliðið í handbolta verður fyrir enn einu áfallinu: Baldvin dregur sig út úr hópnum HEIMIR ÖRN ÁRNASON Er á leið á EM í Sviss. FÓTBOLTI Milan Baros, tékkneski framherjinn sem fór til Aston Villa frá Liverpool í sumar, segist óðum vera að nálgast sitt besta form eftir erfiða byrjun á tíma- bilinu. Baros átti við ökklameiðsli að stríða í haust en hefur í síðustu leikjum náð vel saman við Juan Pablo Angel í framlínunni. „Þetta var ekki auðvelt fyrir mig í upphafi því maður vill sanna sig hið fyrsta þegar komið er til nýs félags. Það gerði ég ekki og ég var ekki ánægður með formið sem ég var í. En nú líður mér vel og ég held að það sjáist í leikjum.“ - vig Milan Baros: Ég er að komast í gott form MILAN BAROS Hefur spilað vel að undan- förnu. FÓTBOLTI Jose Mourinho, knatt- spyrnustjóri Chelsea, segir að Michael Essien muni ekki fara á Afríkumót landsliða síðar í mán- uðinum eins og til stóð vegna meiðslanna sem hann hlaut í leikn- um gegn West Ham um helgina. „Essien fer ekki. Hann þarf á meðferð að halda og fyrst svo er þá er betra fyrir hann að vera hjá okkur en ekki í Egyptalandi,“ segir Mourinho en Essien verð- ur frá keppni í að minnsta kosti mánuð. - vig Michael Essien: Fer ekki á Afríkumótið FÓTBOLTI Martin Jol, knatt- spyrnustjóri Tottenham, er viss um að framherji liðsins Jermain Defoe muni komast í enska lands- liðshópinn fyrir heimsmeistar- amótið í Þýskalandi en hann hefur að undanförnu þurft að sætta sig við að sitja á varamannabekknum hjá Tottenham. Jol vonast til þess að Defoe sýni sitt rétt andlit í næstu leikj- um. „Defoe er frábær leikmaður sem hefur verið í svolítilli lægð að undanförnu. Hann hefur hins vegar staðið sig vel á æfingum og á eflaust eftir að tryggja sér sæti í landsliðshópnum fyrir HM í Þýskalandi.“ - mh Martin Jol: Defoe verður í landsliðinu JERMAIN DEFOE Defoe byrjaði leiktímabilið vel en hefur ekki fundið sig nógu vel að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SKJÁREINN á fimmtudögum E N N E M M / S ÍA / N M 19 8 6 2 Fimmtudagskvöld eru pottþétt sjónvarpskvöld á SKJÁEINUM. Family Guy kl. 20.00 Malcolm in the Middle kl. 20.30 Will & Grace kl. 21.00 King of Queens kl. 21.30 House kl. 22.00 Sex inspectors kl. 22.50 fim

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.