Fréttablaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
����������
����������
Okkur sem erum foreldrar ber að vernda börnin okkar. Við
þurfum að vernda þau fyrir öllu
sem við óttumst að gæti skaðað
þau. Að vernda krefst tíma og
athygli.
TÖLVULEIKIR, bíómyndir og
rokktónlist skaða ekki börn. Lélegt
uppeldi gerir það. Sumt fólk nenn-
ir ekki að ala upp börnin sín og
vonar að skólinn geri það eða
félagar barnanna eða börnin sjálf.
Foreldrar eru helstu fyrirmynd-
ir barna sinna. Ef foreldrarnir
hanga á börum allar helgar fara
krakkarnir fljótt að gera eitthvað
svipað.
MARGIR þora ekki að setja börn-
um sínum mörk. Of mikil eftirgjöf
gerir börnin frek og stjórnlaus og
býr til tæfur og tudda framtíðar-
innar. Við sjáum það greinilega í
þáttunum um Super Nanny. Hún
hjálpar foreldrum að takast á við
freka krakka. Og það fyrsta sem
hún gerir er að byrja á að setja
krökkunum mörk.
FÓLK er með móral og samvisku-
bit út af alls konar hlutum; að
hafa ekki alltaf gert rétt, að
hafa ekki alltaf verið til staðar
eða hafa gert eitthvað rangt.
Fjölskylduráðgjafar reyna yfirleitt
að einbeita sér að foreldrunum.
Þeir vita sem er að ef foreldrarnir
lagast, lagast börnin í kjölfarið.
AÐ vera uppalandi krefst þess að
þurfa að taka óvinsælar ákvarðan-
ir. Uppalandi þarf að banna. Hann
þarf að geta verið strangur. Hann
þarf að hafa vit fyrir. Og hann þarf
að skammast. Og hann þarf að
vera vakandi. Hann þarf að vera
þessi „leiðinlegi“ sem bendir á það
sem allir eru að reyna að horfa
framhjá.
TÍÐARANDINN krefst þess að
allt sé skemmtilegt. Allt sem er
leiðinlegt er out. En það er ekki allt-
af skemmtilegt að vera uppalandi.
Eitthvað það leiðinlegasta sem ég
sé er þegar athyglissjúkt fólk er
að draga börnin sín í fjölmiðla til
að vekja athygli á sjálfu sér. Mér
finnst að það ætti að banna það.
Mér finnst það siðlaust. Hvað ætli
mörg börn hafi þjáðst fyrir athygl-
issýki og heimsku foreldra sinna
og ábyrgðarleysi fjölmiðla?
FORELDRAR eiga að standa vörð
um börnin sín en jafnframt að
kenna þeim að axla ábyrgð þannig
að þau geti vaxið og þroskast upp
í að vera ábyrgir fullorðnir ein-
staklingar. Margt fullorðið fólk
líður fyrir það að hafa ekki fengið
uppeldi. Sannur kærleikur er ekki
alltaf tóm gleði. ■
Verndum
bernskuna
Láttu bankana ekki binda hendur þínar
Njóttu frelsis í viðskiptum
– kynntu þér opin íbúðalán SPRON á www.spron.is.
Opin íbúðalán
AR
G
US
/
05
-0
84
8