Fréttablaðið - 28.01.2006, Page 34

Fréttablaðið - 28.01.2006, Page 34
 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI PCI YUKON Full Lid 22 28 / T ak tik 2 7. 01 .0 6 Fax: 535 9090 • www.bilanaust.is Bíldshöfða 9 • 110 Reykjavík • Sími: 535 9000 PCI YUKON Gull Wing PCI YUKON Full Lid Mikið úrval af geymslukistum á flestar tegundir pallbíla Nýtt! WeatherTech Koma má í veg fyrir ryðmynd- un á bílum með uppbyggjandi viðhaldi. Allir bílar munu þó á endanum ryðga. Ryð á bílum er hvimleitt vanda- mál. Það er hins vegar ferli sem hægja má verulega á sé því gefinn gaumur og viðhaldi sinnt. Til þess að útskýra hvað ryð er í raun og veru þarf að fara í smá efnafræði. Sé ryðmyndun útskýrð með einföldum hætti má segja að hún sé efnahvarf þar sem súrefni í andrúmsloftinu og vatn í lofti eða öðru umhverfi ganga í samband við járn og mynda járnhýdroxíð, nánar tiltekið hið umrædda ryð. Þetta þýðir að bíllinn þarf einungis að komast í tæri við andrúmsloft og bleytu til að ryðga. Saltið sem dreift er á götur höfuðborgarsvæð- isins og víðar hefur svo enn verri áhrif á bílana okkar því það flýtir fyrir ryðmyndununni með því að gefa bleytunni aukna rafleiðni. Jóhann Oddgeirsson hjá Ryð- vörn og bóni í Kópavogi segir að það stoppi ryðmyndun að miklu leyti að láta ryðverja bílinn. ,,Yfir- leitt þarf að fara yfir undirvagn- inn á tveggja til þriggja ára fresti og allan bílinn á fimm ára fresti. Þannig er alveg hægt að halda bílnum við. Ég er til dæmis með Volvo, árgerð 1978, sem var ryðv- arinn nýr og síðan hefur hann verið ryðvarinn þrisvar og í dag er hann algjörlega óskemmdur af ryði.“ Það sem ryðvörnin gerir er að hún verndar og lokar járninu þannig að það kemst síður í sam- band við bleytu og andrúmsloftið. Jóhann segir að allir bílar muni á endanum ryðga. ,,Það er orðið miklu betra járn í nýju bílunum. Þeir ryðga samt allir að lokum.“ Jóhann bendir á nýlega sænska rannsókn sem leiddi í ljós að fjöl- margar bílategundir hafi komið mjög illa út úr ryðvarnarprófi, tegundir sem áður þóttu sterk- byggðar og nærri ryðfríar. Jóhann segir að versta sem hægt sé að gera við bílinn sé að láta hann standa óhreinan. Umgengni er höfuðatriði og passa þarf að bíllinn sé reglulega þveg- inn. Þannig má með litlu tilstandi koma í veg fyrir ótímabæra ryð- myndun á bílum. steinthor@frettabladid.is Mikilvægt að vernda bílinn með ryðvörn AÐALBÍLASALAN BÝÐUR UPP Á MIK- INN AFSLÁTT AF NOTUÐUM BÍLUM NÆSTU DAGA. Þessa dagana stendur yfir dúndurút- sala hjá Aðalbílasölunni við Eirhöfða. Bílasalan mun bjóða upp á margar gerðir notaðra bíla með allt að 45 prósenta afslætti og auk þess mun Lýsing bjóða upp á allt að 100 pró- senta fjármögnun. Í fréttatilkynningu segir að tilboðsdagarnir muni standa yfir í rúma viku og er því kjörið tæki- færi til að gera góð kaup á notuðum bílum hjá Aðalbílasölunni, sem er elsta bílasala landsins. Dúndursala hjá Aðalbílasölunni Ryðblettir mynda oft mjög ljót sár á bílum og draga mjög úr verðgildi hans. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Elsta bílasala landsins, Aðalbílasalan, mun í rúma viku standa fyrir sérstökum tilboðsdögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KI-umboðið verður með bíla- sýningu nú um helgina þar sem meðal annars verða frumsýnd- ir tveir nýir bílar. Sportjepplingurinn KIA Sportage með nýrri 140 hestafla dísilvél og nýr KIA Rio með 110 hestafla dís- ilvél verða frumsýndir hjá KIA- umboðinu á Laugavegi. Auk þess verða KIA Sorento, KIA Picanto og KIA Cerato til sýnis. Einnig verður sérstök þjón- ustukynning fyrir KIA-eigend- ur. ASKJA, sem sér um þjónustu fyrir KIA, mun bjóða KIA-eig- endum ókeypis bremsu- og högg- deyfaskoðun í dag, auk þess sem farið verður yfir allar perur og frostlögur mældur. Þeir sem kaupa nýjan KIA-bíl, eða koma með KIA-bílinn sinn í þjónustuskoðun fyrir 15. júní, eiga einnig kost á að vinna miða fyrir tvo á úrslitaleik heimsmeistara- mótsins í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Sýningin er eins og áður segir í sýningarsal KIA að Laugavegi 172 og verður opin í dag frá klukkan 10 til 16 og á morgun frá klukkan 12 til 16. KIA-sýningar verða einnig hjá söluumboðunum í Reykjanes- bæ, á Selfossi, Reyðarfirði, Ísa- firði og hjá Höldi á Akureyri. Stórsýning hjá KIA Nýr jepplingur frá Kia, Sportage, verður frumsýndur í dag hjá KIA-umboðinu. 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.