Fréttablaðið - 28.01.2006, Qupperneq 72
52 28. janúar 2006 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Valsmaðurinn Baldur
Aðalsteinsson fær ekki samning
hjá norska liðinu Lyn en hann var
við æfingar hjá liðinu í síðustu
viku.
„Hann fær ekki samning hjá
okkur að svo stöddu, sagði Henn-
ing Berg, þjálfari Lyn, við Frétta-
blaðið í gær. „Við erum alltaf að
leitast við að styrkja liðið og við
fengum veður af því að Baldur
væri góður leikmaður og ákváð-
um því að skoða hann,“ sagði Berg
en Baldur lék æfingaleik með
liðin í fyrradag en kom aftur til
landsins í gær.
„Hann er góður leikmaður en
ekki betri en þeir sem við höfum
fyrir. Þegar við kaupum leikmenn
verða þeir að vera betri en þeir
sem við erum með fyrir. Hann
er fínn leikmaður en við ætlum
okkur ekki að fá hann til okkar.“
Stefán Gíslason er einnig á
mála hjá Lyn en hann hefur gegnt
lykilhlutverki í liðinu síðan hann
gekk til liðs við Lyn fyrir tæpu
ári.
„Hann er mjög góður leikmað-
ur og hefur staðið sig virkilega
vel fyrir liðið,“ sagði Berg um
Stefán. „Hann spilar ávallt á miðj-
unni fyrir okkur þrátt fyrir að
spila sem miðvörður með íslenska
landsliðinu en það fer auðvitað
eftir því hvaða leikmenn eru í
boði. Ég er mjög ánægður með
Stefán og hans spilamennsku,“
segir Berg sem kveðst alltaf vera
með augun opin fyrir íslenskum
leikmönnum.
„Mér líkar viðhorfð þeirra til
leiksins. Íslendingar eru ávallt
baráttuglaðir leikmenn sem
leggja sig 100% fram og þannig
leikmenn er alltaf hægt að nýta í
norska boltanum.” - hþh - vig
Henning Berg, þjálfari norska liðsins Lyn og fyrrum leikmaður Man. Utd:
Baldur fær ekki samning hjá Lyn
HENNING BERG
Ætlar ekki að fá Baldur til sín.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
KR hefur ákveðið að segja upp
samningnum við Omari Westley sem
leikið hefur frábærlega með liðinu
í vetur. Í leiknum gegn Keflavík um
síðustu helgi gerði Westley sig sekan
um mjög ljótt brot þegar hann gaf
einum leikmanni Keflavíkur olnbogaskot
og fékk fyrir vikið fjögurra leikja bann.
Átta leikir eru eftir af deildarkeppninni í
körfubolta en KR er í harðri toppbaráttu
og sá sér einfaldlega ekki fært að vera
án jafn sterks leikmanns í fjóra leiki.
„Við töldum að á þessum tímapunkti
á tímabilinu þá yrði of erfitt fyrir okkur
að fara Kanalausir í næstu fjóra leiki þar
sem baráttan á toppnum er gríðarlega
hörð og við urðum að grípa til þessara
aðgerða,“ sagði Böðvar Guðjónsson,
formaður körfuknattleiksdeildar KR, við
Fréttablaðið í gær. „Það er mjög leiðin-
legt fyrir okkur að láta hann fara
þar sem Omari hafði staðið
sig frábærlega og fallið
vel inn í hópinn. Það er
mikið áfall fyrir okkur
að lenda í þessu en
þegar atvik á borð við
þetta gerist urðum við
að leita lausna til að
halda áfram af sama
krafti og við höfum
gert.“
KR hefur fengið tvo
leikmenn til liðsins í
staðinn, Melvin Scott, sem
lék með B-liði KR í bik-
arkeppninni gegn
Grindavík
þar sem hann fór á kostum, og Serbann
Ljubodrag Bogavac. „Melvin Scott er
skráður í KR þar sem hann spilaði með
B-liðinu okkar og er því enn skráður
í klúbbinn,“ sagði Böðvar um
Scott. „Það er mikill happafengur
að fá hann enda hefði Melvin
alveg eins getað verið kominn
í eitthvert annað lið. Ég hefði
ekki verið spenntur fyrir því að
fara út í hið eilífa lotterí með
að finna Bandaríkjamann og
fá hann til landsins án þess að
sjá hann spila. Það er einfaldlega
of mikil áhætta fyrir okkur.“
KR-INGAR SEGJA OMARI WESTLEY UPP: TVEIR ERLENDIR LEIKMENN KOMA Í STAÐINN
Urðum að grípa til þessara aðgerða
FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu dróst í F-riðil undankeppni
EM með sterkum þjóðum en dreg-
ið var í Sviss í gær. Í riðli með
Íslendingum er Svíþjóð, Spánn,
Danmörk, Lettland, Norður-
Írland og Liechtenstein. Eyjólfur
Sverrisson landsliðsþjálfari bíður
spenntur eftir sínu fyrsta verk
efni með A-landsliðið en ljóst er að
um sannkallaða Norðurlandaslagi
verður að ræða.
„Mér líst bara vel á þetta. Þetta
er nágrannaslagur og ekki mikil
ferðalög sem er mjög þægilegt
en riðillinn er mjög erfiður. Við
höfum ekki riðið feitum hesti frá
viðureignum okkar við Svía og
Dani og höfum fengið skelli frá
báðum þjóðum í okkar síðustu
leikjum gegn þeim. Spánverjar
eru svo að sjálfsögðu með ógn-
arsterkt lið og það er ljóst að við
ramman reip verður að draga í
þessum erfiða riðli. En þetta er
spennandi verkefni,“ sagði Eyjólf-
ur við Fréttablaðið í gær.
Eins og margir vonaðist Eyj-
ólfur til þess að Ísland yrði loks-
ins með Englandi í riðli en honum
varð ekki að ósk sinni að þessu
sinni. „Því miður þá forðumst við
England enn einu sinni. Það verð-
ur þá bara að gerast næst,“ sagði
Eyjólfur bjartsýnn á dráttinn fyrir
heimsmeistaramótið árið 2010.
Eyjólfur játaði því að mögu-
leikar Ísland á að komast upp úr
riðlinum væru hverfandi. „Já,
þeir eru það. Við ætlum okkur
bara að safna stigum og reyna að
ná hagstæðum úrslitum úr leikj-
unum okkar. Lykilatriðið er að
komast upp um styrkleikaflokk og
það leggjum við höfuðáherslu á.
Við vorum neðstir núna í fimmta
styrkleikaflokki og það má ekki
mikið út af bera til að við föllum
niður í þann sjötta. - hþh
Katrín aftur í Val
Valsstúlkur hafa fengið góðan liðsstyrk
fyrir komandi átök í Landsbankadeild
kvenna en Katrín Jónsdóttir hefur
gengið til liðs við félagið. Katrín hefur
áður leikið með Val og snýr nú aftur eftir
dvöl í Noregi. Auk þess hafa Dóra María
Lárusdóttir og Pála Marie Einarsdóttir
skrifað undir nýja samninga við félagið.
Við ramman reip að draga
Íslendingar duttu heldur betur í lukkupottinn í gær þegar dregið var í und-
anriðla EM. Ísland er með þremur gríðarlega sterkum þjóðum í riðli og geta
forráðamenn KSÍ gengið að því vísu að fá góða aðsókn á heimaleiki liðsins.
KÁTIR Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska landsliðsins, og Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, mega leyfa sér að brosa yfir frábærum andstæðingum íslenska liðsins í komandi und-
ankeppni EM í Sviss og Austurríki. Andstæðingarnir eru afar áhugaverðir og flest ferðalög
eru viðunandi stutt svo að drátturinn hefði í raun ekki getað farið betur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
A-RIÐILL
Portúgal
Pólland
Serbía/Svartf.land
Belgía
Finnland
Armenía
Aserbaídsjan
Kasakstan
B-RIÐILL
Frakkland
Ítalía
Úkraína
Skotland
Litháen
Georgía
Færeyjar
C-RIÐILL
Grikkland
Tyrkland
Noregur
Bosnía/Herseg.
Ungverjaland
Moldóva
Malta
D-RIÐILL
Tékkland
Þýskaland
Slóvakía
Írland
Wales
Kýpur
San Maríno
E-RIÐILL
England
Króatía
Rússland
Ísrael
Eistland
Makedónía
Andorra
F-RIÐILL
Svíþjóð
Spánn
Danmörk
Lettland
Ísland
Norður-Írland
Liechtenctein
G-RIÐILL
Holland
Rúmenía
Búlgaría
Slóvenía
Albanía
Hvíta-Rússland
Lúxemborg
> Ólafur með á sunnudag
Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson verður að
öllum líkindum með Íslandi í lokal-
eik C-riðils á Evrópumótinu í Sviss á
morgun þegar leikið er
gegn Ungverjum. Óttast
var að Ólafur væri með
brákað rifbein eftir
slagsmálin gegn Serbum
á fimmtudag en svo er
ekki og mun hann ætla að
gera allt sem í sínu valdir
stendur til að spila þrátt
fyrir að vera hrakaður
vegna meiðslanna.
Hugsanlegt er að hann
þurfi sprautu til að lina
sársaukann fyrir leikinn en
Ólafur átti stórleik gegn
Serbum í fyrsta leik Íslands
á mótinu.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
JANÚAR
25 26 27 28 29 30 31
Laugardagur
■ ■ SJÓNVARP
10.50 Ítölsku mörkin á Sýn. Öll
mörkin úr leikjum síðustu helgar.
11.20 Spænsku mörkin á Sýn. Öll
mörkin úr leikjum síðustu helgar.
14.30 Enski bikarinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Everton og
Chelsea.
15.10 EM í handbolta á Rúv. Bein
útsending frá leik Spánverja og
Frakka.
16.50 Ensku mörkin á Sýn. Mörkin
úr ensku 1. deildinni.
17.20 Enski bikarinn á Sýn.
Bein útsending frá leik Bolton og
Arsenal.
19.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik úr umferð dagsins.
19.20 Spænski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik úr umferð dagsins.
15.10 EM í handbolta á Rúv. Bein
útsending frá leik Spánverja og
Frakka.
FÓTBOLTI Ungmennalandslið
Íslands mætir Andorra í tveimur
leikjum í undankeppni riðlakeppni
Evrópumótsins árið 2007. Leik-
dagarnir hafa ekki verið ákveðnir
en báðum leikjunum þarf að vera
lokið fyrir 15. júlí.
Það lið sem vinnur í umspil-
inu fer svo í riðlakeppnina þar
sem það mætir Ítölum og Austur-
ríki en þar verður leikin einföld
umferð og fær hver lið einn leik á
útivelli og einn á heimavelli. Ítalir
eru mjög sterkir í þessum aldurs-
flokki og hafa meðal annars orðið
Evrópumeistarar í fimm af síð-
ustu sjö keppnum.“ - hþh
Ungmennalandsliðs Íslands:
Undanleikir
gegn Andorra
U-21 ÁRS LANDSLIÐIÐ Gæti mætt Ítölum.
FÓTBOLTI Djibril Cisse framherji
Liverpool var handtekinn og yfir-
heyrður af lögreglunni í Liverpool
eftir að hann réðst á eiginkonu
sína á fimmtudagskvöldið. Kona
Cisse er ófrísk en þetta er í annað
sinn á skömmum tíma sem Cisse
er handtekinn en hann viður-
kenndi að hafa slegið fimmtán ára
gamlan dreng í október síðastliðn-
um.
Liverpool hefur ekki tjáð sig
um málið að svo stöddu en Cisse
er sterklega orðaður við brottför
frá Evrópumeisturunum innan
skamms. - hþh
Djibril Cisse handtekinn:
Réðst á eigin-
konu sína
FÓTBOLTI Grétari Rafni Steinssyni
er hrósað sérstaklega í dálki sem
birtist á heimasíðunni Soccernet í
gær en þar er talað um byltinguna
sem Louis van Gaal hefur staðið
að með AZ Alkmaar í Hollandi.
Van Gaal hefur verið lunkinn á
leikmannamarkaðnum og meðal
annars fengið menn á borð við
Shota Arvaladze og Grétar Rafn
frítt til liðsins.
Þetta er rós í hnappagat Grétars
sem vakið hefur athygli í Hollandi
með stöðugum og góðum leik en
hann var fenginn til liðsins til að
fylla í skarð eins besta leikmanns
liðsins í fyrra, Jan Kromkamp
sem nú leikur með Liverpool.
- hþh
Grétar Rafn vekur athygli:
Frábær kaup