Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 4
4 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR LÓÐAÚTBOÐ Aðeins verður gengið að einu tilboði verktakanna sem áttu hæstu kauptilboð í eigin nafni í par- og einbýlishúsalóðirnar í Úlfarsfelli. Borgarráð samþykkti það í gær með fjórum atkvæðum. Sjálfstæðismenn sátu hjá. Benedikt Jósepsson, sem átti hæsta tilboð í 39 af 40 einbýlis- húsalóðir, fundaði með borgar- stjóra um málið í fyrradag. Hann segir að á fundinum hafi hann lýst því yfir að hann færi yfir réttar- stöðu sína. Hann hefur þegar leit- að ráða lögfræðings. „Ég þarf að fara betur í gegn- um málið. Ég er til dæmis ekki búinn að sjá hvað lóðirnar koma til með að kosta á endanum. Sá sem býður hæst fær að velja fyrst, en þarf hann að borga það sem hann bauð? Það væri á skjön við upp- boðið því hæstbjóðandi hefði átt að fá allar lóðirnar en nú er búið að breyta skilmálunum. Því finnst mér að þeir ættu að láta eitt verð yfir alla ganga,“ segir Benedikt og veltir fyrir sér fleiri vafaatriðum sem komin séu upp: „Þetta er flók- ið mál og ég þarf því að sjá hver niðurstaðan verður áður en ég ákveð framhaldið.“ Bjarni Tómasson, sem átti hæsta tilboð í 28 af 43 parhúsalóðum, er undrandi á ákvörðun borgaryfir- valda. „Þó borgarstjóri hafi talað um að takmarka lóðirnar trúði ég því ekki fyrr en af því varð. Við erum að skoða okkar mál,“ segir Bjarni. Honum hafi ekki verið til- kynnt formlega um ákvörðunina. „Þetta er allt hið mesta klúður hjá R-listanum,“ segir Bjarni og tekur fram að hann styðji flokkinn en enginn sé fullkominn. Steinunn segir að þó hægt sé að fara með málið fyrir dómstóla og fá lögfræðilega niðurstöðu sé það ekki meginkjarni málsins. „Þetta snýst ekki um lögfræði heldur rétt- læti og að við stöndum við það sem við ætluðum okkur,“ segir Stein- unn. Meirihlutinn telji að samning- ur milli borgarinnar og lóðabjóð- enda sé ekki kominn á fyrr en tillögur um hvaða tilboðunum eigi að taka séu lagðar fram. Enginn hafi skaðast af málinu. Hún hafi því lagt fram tillöguna á borgar- ráðsfundinum í gær svo það markmið næðist að hver fengi aðeins eina lóð. gag@frettabladid.is Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, ábyrgð stjórnenda o.fl. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og geta þátttakendur valið um: 1. Síðdegisnámskeið Kennt þriðjud. 28. feb., 7. og 14. mars kl. 17-20 að Hallveigarstíg 1, Reykjavík 2. Morgunnámskeið Kennt 2., 7. og 9. mars kl. 8:30-11:30 í Húsi verslunarinnar, 2. hæð, Reykjavík Boðið verður upp á léttar veitingar í hléi. Verð 25.000 kr. Leiðbeinandi er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M VR og fleiri félög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu. Sjá námskeiðslýsingu á www.isjuris.is Nánari upplýsingar og skráning í símum 520-5580, 520-5588, 894-6090 eða á alb@isjuris.is Viltu stofna fyrirtæki? LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald tveggja manna frá Litháen sem sitja inni vegna rannsóknar lög- reglu á tilraun til smygls á amfetamíni í fljótandi formi renn- ur út í dag. Annar þeirra var tek- inn með efnið á Keflavíkurflug- velli, en hinn er búsettur hér. Rannsókn hefur samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins meðal annars beinst að því hvort sá síð- arnefndi hafi átt að taka við amfet- amínbasanum af burðardýrinu. Basinn var á lokastigi fyrir neysluhæft form af amfetamíni. Það magn sem maðurinn reyndi að smygla til landsins hefði gefið enn fleiri kíló af amfetamíni hefði það komist í sölu hér. Í gæsluvarðhaldi situr einnig Mikael Már Pálsson, sem reyndi að smygla rúmlega 3,5 kílóum af amfetamíni til landsins. Rannsókn á hans máli er langt komin, að sögn lögreglu. Hún hefur meðal annars leitt í ljós að hann útvegaði þrjá átján ára unglinga sem burð- ardýr til smygls á fíkniefnum hingað til lands. Hann fjármagn- aði hins vegar ekki þau fíkniefna- kaup sjálfur. Piltarnir voru hand- teknir við komuna til landsins og voru þá með hálft kíló af kókaíni. Mikael Már situr í gæsluvarð- haldi til 31. mars. Þetta langa gæsluvarðhald vekur athygli og ætla má að hann þurfi að sitja inni þar til dómur gengur yfir honum. - jss HÆSTIRÉTTUR Staðfesti úrskurð héraðs- dóms um gæsluvarðhald yfir Litháa. Litháar sem sitja inni vegna gruns um amfetamínsmygl: Varðhald rennur út í dag AFGANISTAN, REUTERS Afganskur kaupmaður lést og þrettán særð- ust, þar á meðal þýskur friðar- gæsluliði, í sprengjutilræði í norð- urhluta Afganistans á miðvikudag. Sprengjan, sem tengd var fjar- stýringu á reiðhjóli, sprakk þegar hópur friðargæsluliða var að versla á markaði í Kunduz í norðurhluta landsins, að sögn lög- reglu. Um 9.000 manns eru í ISAF, alþjóðlega friðargæsluliðinu sem NATO fer fyrir í Afganistan, þar á meðal á annan tug Íslendinga. ■ Árás á friðargæslulið NATO: Afgani fórst og þrettán særðust ORKUMÁL „Við höfum reynt þetta áður án árangurs en nú ætlum við að reyna aftur,“ segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfells- bæ. Bæjarfélagið ætlar í samvinnu við nokkra aðila að freista þess að leita að heitu vatni að nýju en öll hús í bænum eru hituð með raf- magni og segir Kristinn það slæmt með tilliti til hækkandi orkuverðs. „Aðgangur að heitu vatni er betri og ódýrari kostur en rafmagn auk þess sem við getum ekki í dag leyft okkur ýmsan þann munað sem margir líta á sem eðlilegan hlut eins og að hafa heita potta eða hita í gangstéttum og bílaplön- um.“ - aöe SNÆFELLSBÆR Enn á ný verður látið reyna á hvort ekki finnist heitt vatn í nágrenninu. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar: Heitt vatn í stað rafmagns SÁDI-ARABÍA, AP Ritstjóri sádi-arab- ísks dagblaðs sem yfirvöld bönn- uðu í vikunni varði þá ákvörðun að endurbirta þrjár af Múhameð- steikningunum tólf sem uppruna- lega birtust í Jótlandspóstinum og valdið hafa múgæsingarreiði um gervallan heim múslima. „Blaðið birti teikningarnar eftir að æðstiklerkur Sádi-Araba gaf út fatwa, trúarlega tilskipun, þar sem hann hvatti til endurbirt- ingar teikninganna til að „sýna ljótleika þeirra og kynda undir reiði múslima“,“ sagði ritstjórinn. Rakti hann ákvörðunina um að loka blaðinu til ofsatrúarmanna í stjórnkerfi landsins. ■ Múhameðsteikningamálið: Dagblaði lokað í Sádi-Arabíu GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 23.2.2006 Gengisvísitala krónunnar HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 110,9776 Bandaríkjadalur 66,14 66,46 Sterlingspund 115,89 116,45 Evra 78,98 79,42 Dönsk króna 10,582 10,644 Norsk króna 9,81 9,868 Sænsk króna 8,377 8,427 Japanskt jen 0,5644 0,5678 SDR 95,2 95,76 Verktakarnir íhuga málsókn vegna lóða Bjarni Tómasson byggingameistari, sem átti hæsta tilboð í 28 af 43 parhúsalóð- um í Úlfarsfelli, er undrandi á þeirri ákvörðun borgarinnar að taka aðeins einu tilboðanna. Hann skoðar réttarstöðu sína rétt eins og Benedikt Jósepsson. Á BORGARRÁÐSFUNDI Sjálfstæðismenn sátu hjá þegar R-listamenn samþykktu að framfylgja markmiðum sínum um eina lóð á mann í Úlfarsfelli á borgarráðsfundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MEXÍKÓ, AP Ekkert hefur gengið að ná til 65 námuverkamanna sem lokuðust inni í kolanámu í Norður- Mexíkó þegar sprenging varð í henni aðfaranótt sunnudagsins. Óttast er um afdrif mannanna, sem höfðu um sex klukkustunda forða af súrefni með sér. Var von- ast til að þeir hefðu komist í súr- efniskúta sem geymdir eru víða um námuna, eða fundið loftop. Ætt- ingjar mannanna hafa dögum saman setið utan við námuna og beðið frétta af ástvinum sínum. ■ Námuslys í Mexíkó: Ekkert frést af mönnunum MILLI VONAR OG ÓTTA Ættingjar 65 kolanámumanna sem lokuðust inni í mexíkóskri námu hafa beðið fregna af þeim í fimm daga samfleytt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÍKNIEFNAMÁL Tollgæslan á Kefla- víkurflugvelli stöðvaði í fyrradag franskan karlmann sem hafði í fórum sínum rúm sextíu grömm af hassi. Maðurinn var að koma frá Frakklandi og fannst efnið á honum við hefbundna leit en hann var með það innan klæða. Annríkt hefur verið hjá toll- gæslu og lögreglu á Keflavíkur- flugvelli það sem af er ári en mun fleiri mál hafa komið upp á vellin- um miðað við á sama tíma í fyrra. Mál franska mannsins er enn í rannsókn en lögreglan á Keflavíkurflugvelli yfirheyrði hann í gær. - mh Tekinn á Keflavíkurflugvelli: Með sextíu grömm af hassi ÚLFARSFELL Einbýlishúsin gul. Parhúsin blá. Raðhúsin græn. Stofnanir appelsínugular og fjölbýlin fjólublá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.