Fréttablaðið - 24.02.2006, Side 8

Fréttablaðið - 24.02.2006, Side 8
8 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir danska kvikmynda-húsakeðjan sem Sambíóin hafa fest kaup á? 2 Hver er aðalritari stríðsglæpadóm-stóls SÞ í Haag? 3 Hverjar urðu lokatölur í leik Chelsea og Barcelona sem fram fór í fyrra- kvöld? SVÖR Á BLS. 50 RÚSSLAND, AP Að minnsta kosti 49 menn fórust og 29 særðust þegar snævi þakið íhvolft þak hrundi á markaði í Moskvu í Rússlandi snemma í gærmorgun. Unnið var að því hörðum hönd- um að losa fórnarlömbin úr rúst- unum með járnklippum og vökva- stýrðum lyfturum. Auk þess blésu björgunarsveitir heitu lofti inn í rústirnar til að koma í veg fyrir að þeir sem fastir sátu ofkældust, því hitastig var nærri frostmarki í Moskvu í gær. Margir þeirra sem fastir sátu notuðu farsíma sína til að hringja í ættingja og auðveldaði það mjög leit að fólk- inu, að sögn yfirvalda. Öll fórnarlömbin voru starfs- menn borgarinnar og markaðar- ins, en ekki var búið að opna sölubásana þegar þakið hrundi. Að sögn borgarstjóra Moskvu, Júrí Luzhkov, voru hinir látnu allir utanbæjarmenn sem störf- uðu í markaðinum. Talið var að þeir hefðu eytt nóttinni í bygg- ingunni. Húsið var byggt fyrir um þrjá- tíu árum og líklegast þótti að ástæða hrunsins væri galli í hönnun þess. Rúmlega hálfs metra þykkt snjólag hafði safnast saman ofan á þakinu, sem var hannað þannig að ekki þyrfti að losa snjó af því. - smk Þak á markaði hrundi í Moskvu í gær: Fjörutíu og níu fórust og margir slösuðust ÞAKIÐ HRUNDI Tugir manna fórust og enn fleiri slösuðust þegar þak hrundi á markaði í Moskvu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1 dálkur x 100mm Allt til flutninga ���������������������������� Kerrur ����������� LONDON, AP Vopnaðir menn dul- búnir sem lögreglumenn réðust inn í miðstöð öryggisfyrirtækisins Securitas í Tonbridge í Englandi aðfaranótt miðvikudags og rændu á milli þremur og sex milljörðum króna. Engan sakaði í ráninu, sem er eitt hið stærsta sem framið hefur verið í sögu Bretlands. Féð er í eigu Englandsbanka, seðla- banka Bretlands, en breska lög- reglan hefur heitið 230 milljóna króna verðlaunum fyrir upplýs- ingar sem gætu leitt til endur- heimtingar fjárins. Hálfgerður ævintýrabragur er yfir ráninu og augljóst að menn- irnir sem á bak við það stóðu hafa eytt löngum tíma í undirbúning, að sögn lögreglu. „Þessir menn vissu hvar peningarnir voru og hversu mikið var geymt hér,“ sagði peningaþvættissér- fræðingurinn Jeffrey Robinson í samtali við bresku fréttastofuna BBC. „Þeir skipu- lögðu hvernig þeir kæmust inn og hvernig þeir kæmust út aftur.“ Ránið hófst á því að nokkrir þjófanna, dulbúnir sem lögreglu- menn, stöðvuðu framkvæmda- stjóra fyrirtækisins þegar hann var á heimleið um klukkan 18:30 á þriðjudagskvöldið. Hann settist inn í bíl þeirra í þeirri trú að hann væri að ræða við lögregluna, en var þá handjárnaður. Um sama leyti tilkynntu aðrir dulbúnir þjófar eiginkonu framkvæmda- stjórans að maður hennar hefði lent í slysi og fengu hana og átta ára gamlan son þeirra til að koma með sér undir því yfirskini. Farið var með fjölskylduna á gamlan bóndabæ þar sem lífi konunnar og barnsins var hótað ynni fram- kvæmdastjórinn ekki með þjófun- um. Fjölskyldunni var haldið í gíslingu í yfir sex tíma. Um eittleytið um nóttina fóru ræningjarnir í miðstöð Securitas, bundu fimmtán starfsmenn og hlóðu bankaseðlum í stóran flutn- ingabíl, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Ræningjarnir eyddu meira en klukkustund í miðstöð- inni og óku síðan á brott. Um klukkustund síðar tókst starfs- fólkinu að leysa sig og hringdi þá í lögreglu. Lögregla rannsakar nú málið og leitaði mannanna enn síðdegis í gær. Talsmaður Englandsbanka greindi frá því í gær að Securitas hefði endurgreitt bankanum 25 milljónir punda, jafnvirði þriggja milljarða króna, og tók fram að ef fengurinn reyndist stærri myndi fyrirtækið greiða það sem upp á vantaði svo breskir skatt- greiðendur þyrftu ekki að borga brúsann. smk@frettabladid.is Dulbjuggu sig sem lögreglu og stálu milljónum punda Bíræfnir þjófar brutust inn í miðstöð Securitas í Tonbridge á Englandi aðfaranótt miðvikudags, rændu framkvæmdastjóranum og fjölskyldu hans og stálu að minnsta kosti andvirði þriggja milljarða króna. SAMKEPPNISMÁL „Við fáum engin svör við fyrirspurnum okkar og erum orðnir langþreyttir á þessari kyrrstöðu sem við erum í og þess vegna kærum við,“ segir Samúel Jón Samúelsson hjá Landssam- bandi sendibílstjóra. Bílstjórarnir gera athugasemd- ir við sífellt stærri hlutdeild Íslandspóst á þeirra markaði, sem þeir telja niðurgreidda af einka- leyfisstarfsemi. Hefur sambandið sent Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem þess er farið á leit að kannað verði hvort flutningar Íslandspósts á vörum sem ekki falla undir einkarétt fyrirtækisins séu niðurgreiddir með einhverjum hætti. Fullt tilefni sé til að kanna slíkt enda segja þeir verðlagningu Íslandspósts á þjónustu sinni langt undir því sem eðlilegt geti talist. Slíkt skekki alla samkeppnisstöðu og sé brot á samkeppnislögum. Íslandspóstur tekur að sér flutninga á stærri munum á sömu bílum og notaðir eru við póstdreif- ingu en þeir bílar eru undanskildir ákvæðum um ökurita sem sendi- bílstjórum er skylt að hafa í sínum bílum. Það gerir þeim kleift að ná betri nýtingu úr bílunum en ann- ars væri hægt, að mati sendibíl- stjóra, og segja þeir það annað dæmi um mismunun þá er ráði ríkjum. - aöe ÓSANNGJÖRN SAMKEPPNI Sendibílar Íslandspósts þurfa ekki að vera með öku- rita eins og skylda er í öðrum sendibílum samkvæmt lögum. Landssamband sendibílstjóra hefur kært Íslandspóst til samkeppnisyfirvalda: Telja samkeppnislög brotin LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- nesbæ fann um fjögur grömm af hassi við leit í bíl pars sem var að koma frá Reykjavík, á leið til Reykjanesbæjar. Parið, sem oft hefur komið við sögu lögreglu áður, hafði keypt fíkniefnin í Reykjavík og hugðist nota þau til einkanota. Lögreglan fann fíkniefnin við leit í fötum karlmannsins. Lög- reglan ákvað í kjölfarið að gera húsleit á heimili fólksins. Sú leit bar ekki árangur og var fólkinu sleppt að lokinni stuttri yfir- heyrslu á lögreglustöð. Málið er talið að fullu upplýst. - mh Fíkniefni fundust í klæðum: Ætluðu efnin til einkaneyslu Vill láta ákæra Íransforseta Ísraelskur lögfræðingur hefur beðið þýska saksóknara um að ákæra Mah- moud Ahmadinejad Íransforseta fyrir að afneita helför nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Þýskaland er eitt ellefu Evrópuríkja þar sem afneitun á helförinni er bönnuð og liggur allt að fimm ára fangelsisdómur við. ÍSRAEL ����������������� VETTVANGSRANNSÓKN Lögregla rannsakar nú ránið sem framið var í miðstöð Secu- ritas í Tonbridge í Suður-Englandi, þaðan sem þjófar rændu andvirði milljarða króna aðfaranótt miðvikudagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.