Fréttablaðið - 24.02.2006, Side 12

Fréttablaðið - 24.02.2006, Side 12
12 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR BRUSSEL, AP Sérfræðingar í sótt- vörnum samþykktu á miðvikudag takmarkaða áætlun Frakka og Hollendinga um bólusetningu ali- fugla gegn fuglaflensu. Áætlunin miðar að ákveðnum fuglategundum í vissum héruðum og verður fylgst vel með fram- gangi hennar. Markos Kyprianou, sem fer með heilbrigðismál í framkvæmdastjórn ESB, segir nýleg dæmi um útbreiðslu flensunnar sýna að hindra verði hana með öllum tiltækum ráðum. Fuglaflensa af hinum hættu- lega H5N1-stofni hefur verið stað- fest í sjö aðildarríkjum sambands- ins. ■ Útbreiðsla fuglaflensunnar: ESB heimilar bólusetningu KASAKSTAN, AP Yfirmaður leyni- þjónustu Kasakstan sagði af sér á miðvikudag í kjölfar þess að fimm undirmenn hans voru handteknir, grunaðir um aðild að morði á einum helsta leiðtoga stjórnarandstöð- unnar í landinu. Talsmenn stjórnarandstöðunn- ar segja að morðið á Altynbek Sar- sanbajev hinn 11. febrúar hafi verið af pólitískum rótum runnið og leyniþjónustumenn hafi framið það. Kröfðust þeir að elsta dóttir Nursultans Nasarbajev forseta og tengdasonur hans, sem er aðstoð- arutanríkisráðherra, yrðu yfir- heyrð í tengslum við rannsókn málsins. ■ Pólitískt morð í Kasakstan: Leyniþjónustu- stjórinn víkur EGYPTALAND, AP Talsmenn Bræðra- lags múslima tilkynntu í vikunni að þeir væru að hefja alheims- fjársöfnun til styrktar nýrri heimastjórn Palestínu undir for- ystu Hamas-samtakanna. Ástæð- an er tilraunir Bandaríkjastjórn- ar til að stöðva fjárframlög til Hamas-samtakanna. Talsmenn bræðralagsins sögðu meðlimi sína tilbúna að gefa Palestínu fjórðung tekna sinna, en bræðra- lagið er að finna í 86 löndum. Tilkynningin kom um það leyti sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, lagði af stað í heimsókn til þriggja arabalanda - Egypta- lands, Sádi-Arabíu og Samein- uðu arabísku furstadæmanna - í þeim tilgangi að biðja ríkis- stjórnir þeirra um að styðja ekki Hamas fyrr en hreyfingin hefur afneitað ofbeldi og viðurkennt tilverurétt Ísraels. Á miðviku- dag höfðu Sádi-Arabar og Egypt- ar neitað að verða við þeirri bón. Bandaríkin og Evrópusam- bandið skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök, sem erfiðar fjárframlög til stjórnar sem þau eru í forystu fyrir, en palest- ínska heimastjórnin hefur lengi reitt sig á alþjóðlega fjárstyrki. - smk Bræðralag múslima safnar fé fyrir Hamas: Vilja gefa fjórðung tekna HAMAS Í STJÓRN Palestínsk telpa á stuðn- ingsfundi Hamas-hreyfingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BROSAÐ GEGNUM TÁRIN Þessi yngismær var valin drottning kjötkveðjuhátíðarinnar á Santa Cruz de Tenerife á Spáni í vikunni og var að vonum ákaflega hamingjusöm með titilinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÚKRATRYGGINGAR Stjórn Trygg- ingastofnunar telur að „réttmætar ábendingar um ýmislegt sem betur mætti fara“ sé að finna í samantekt sérfræðinga sjúkra- tryggingasviðs TR um notenda- gjöld, að því er fram kemur í fund- argerð stjórnar. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra hefur gagnrýnt tiltekna þætti skýrslunnar og sagt að taka beri þeim með fyrirvara. Stjórn TR bókaði hins vegar á fundi sér- stakar þakkir til sérfræðinganna fyrir skýrsluna, sem kallast „Rétt- látari notendagjöld í sjúkratrygg- ingum á Íslandi“. - jss NOTENDAGJÖLD Stjórn Tryggingastofnunar þakkar fyrir skýrslu um notendagjöld. Stjórn Tryggingastofnunar ríkisins: Ábendingar í skýrslu réttmætar LANDSPÍTALI Af 293 skráðum atvik- um og slysum sem starfsfólk Land- spítala - háskólasjúkrahúss varð fyrir á síðasta ári voru 212 af völd- um ofbeldis, bæði andlegs og lík- amlegs. Flest atvikin urðu á geð- sviði. Þetta kemur fram í slysa- og atvikaskýrslu fyrir árið 2005, sem var unnin af skrifstofu starfs- mannamála og deild heilsu-, örygg- is- og vinnuumhverfis spítalans. Í samantektinni voru borin saman ár, mánuðir, svið, starfs- stéttir og eðli atvika. Þar kemur fram að árið 2002 var fjöldi skráðra slysa og atvika á spítalanum 198. Árið 2003 stórfjölgaði tilkynning- unum og urðu þær samtals 371. Árið 2004 fækkaði þeim heldur og voru þá samtals 307. Á síðasta ári bárust svo samtals 293 slysa- og atvikaskýrslur til skrifstofu starfs- mannamála, eins og áður sagði. Athygli vekur að sú starfsstétt sem oftast varð fyrir slysum á spít- alanum er starfsfólk við aðhlynn- ingu. Næstflestir voru hjúkrunar- fræðingar, þá sjúkraliðar og loks starfsfólk í eldhúsi. Tryggingastofnun ríkisins voru sendar 44 tilkynningar þar sem til að mynda var óskað eftir bótum slysatrygginga vegna slysadagpen- inga og endurgreiðslu til starfs- manna vegna sjúkrakostnaðar. Þá voru Vinnueftirliti ríkisins sendar 34 tilkynningar samkvæmt reglum um tilkynningu vinnuslysa. Á síðasta ári var unnið að því að koma slysa- og atvikaskráningu á rafrænt form og hafa flestar til- kynningar borist rafrænt frá ára- mótum. Þegar starfsmaður tilkynnir atvik fær næsti yfirmaður og sviðs- stjóri tilkynningu með tölvupósti. Þannig geta yfirmenn auðveldlega fylgst með þeim atvikum sem verða á sínum einingum eða svið- um og verður því úrvinnsla og eftirfylgni auðveldari og skilvirk- ari, að því er fram kemur hjá skrif- stofu starfsmannamála LSH. jss@frettabladid.is GEÐDEILD Af þeim 212 ofbeldismálum gagnvart starfsfólki Landspítalans sem skráð voru á síðasta ári voru langflest á geðdeild, 194 talsins. Ofbeldismál í hundraðavís Á þriðja hundrað mál voru skráð hjá Landspítala á síðasta ári vegna líkamlegs og andlegs ofbeldis gegn starfsfólki. Langflest atvikin urðu á geðdeild. EÐLI SLYSA OG ATVIKA 2005 fall 22 ofbeldi 212 högg 11 bruni 12 annað 36 15 10 28 45 21 32 25 22 13 27 22 33 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. FJÖLDI SLYSA OG ATVIKA 2005

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.