Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 16
 24. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Hann er nú ekki eins og flestir menn „Egill: Þegar þú þarft að vitna í Nietzsche til að verja frjálslyndi og lýðræði, þá er etitthvað skrítið að ske.“ HAUKUR MÁR HELGASON HEIM- SPEKINGUR Í GREIN Í FRÉTTA- BLAÐINU UM EGIL HELGASON OG SIÐFERÐI. Hagstjórn 101 í boði Samfylkingarinnar „Þegar þensla er í hagkerf- inu skiptir máli að beita stjórntækjum ríkisins til að halda aftur af ónauð- synlegum fjárfestingum, örva sparnað og hvetja fólk og fyrirtæki til að fara sér hægt.” INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR, Í GREIN Í MORGUNBLAÐINU. Gengur ekki upp „Eins og hefur sýnt sig gengur þetta ekki upp,“ segir Elvar Árni Lund, sveitarstjóri í Öxarfjarðarhreppi, um umdeilt lóðaútboð Reykjavíkurborgar undir Úlfarsfelli. Hann telur nær að setja ákveðið verð á lóðirnar, gefa fólki kost á að sækja um og draga svo um þær. „Ég held að það sé sanngjarnasta leiðin því þetta fyrir- komulag býður upp á að menn fari á svig við reglurnar.“ Elvar Árni segir réttast að ógilda útboðið og byrja upp á nýtt. „Borgaryfirvöld ættu að endurtaka þetta með nýjum reglum,“ segir hann og bætir við að eins og staðið sé að lóðaúthlutun í Reykjavík sé Reykvíkingum nauðugur einn kostur að sækja um lóðir í nágrannasveitar- félögunum. SJÓNARHÓLL LÓÐAUÚTBOÐIÐ UNDIR ÚLFARSFELLI ELVAR ÁRNI LUND, SVEITARSTJÓRI Í ÖXARFJARÐARHREPPI Nóg er um að vera hjá Katrínu Júlíusdóttur, þingkonu Samfylk- ingarinnar, um þessar mundir. Stórafmæli, leikur á sviði, fundarferðir og frumvarp um fæðingarorlof ber á góma þegar blaðamaður slær á þráðinn. Katrín er á kafi í vinnu við frum- varpið, sem verður lagt fram á næstunni. Það miðar meðal annars að því að við sérstakar aðstæður geti einstæðir foreldrar sótt um níu mánaða fæðingarorlof. Einnig stendur yfir undirbún- ingur stórafmælis í fjölskyldunni og mun það vera einkasonur Katrínar sem verður sjö ára. ,,Þetta er í fyrsta sinn sem haldið verður alvöru bekkjarafmæli og útlit er fyrir að litlu heimilislegu barna- afmælin hafi runnið sitt skeið á enda,“ segir Katrín og lýsir mikilli tilhlökkun í afmælis- barninu og öðrum heimilis- mönnum. Katrín mun taka þátt í fundaferðum út á land á næstunni sem konur í Sam- fylkingunni standa fyrir. Þetta eru opnir fundir fyrir konur og farið verður yfir stjórn- málasviðið í aðdraganda sveitarstjórn- arkosninganna. Einn fundur hefur verið hald- inn á Selfossi nú þegar og tókst hann vel. Katrín er ásamt öðrum þingkonum að æfa fyrir leikritið Píkusögur sem verður flutt 1. mars næstkomandi. Þessi viðburður er á vegum V-dags samtakanna, sem höfðu samband við allar þingkonur og báðu þær að taka þátt í uppfærslunni. Undirbúningur hefur staðið yfir í mánuð og leikstýrir María Ellingsen verkinu. ,,Við tókum því sem að okkur var rétt,“ segir Katrín þegar hún er spurð hvort bitist hafi verið um hlutverkin. ,,Það er bara frábært að fá að taka þátt í þessu og málstaðurinn er verðugur.“ Mikill spenningur ríkir í hópnum í bland við smá feimni, að sögn Katrínar, og gerir hún ráð fyrir að þingmenn mæti allir til að sjá þingkonur leika á sviði til stuðnings góðu málefni. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR ÞINGKONA Leikur í Píkusögum ásamt öðrum þingkonum Breiðholtshátíð, menn- ingarhátíð eldri borgara í Breiðholti, hófst í gær. Margt er á dagskránni en áhersla er lögð á stefnu- mót eldra og yngra fólks í hverfinu og verður með- al annars efnt til keppni milli kynslóðanna í boccia, félagsvist og íslensku. Þá verða menningarviðburðir af ýmsu tagi; kórsöngur, dans, hljómleikar, myndlist- ar- og handverkssýning og íþróttahátíð. Meðal þeirra sem taka þátt í menningarhátíðinni er Bragi Þór Guðjónsson, 79 ára húsasmíða- meistari og myndlistarmaður. Hann sýnir 21 verk í Fella- og Hólakirkju og var sýning hans opnuð í gær. Bragi hefur lengi mundað pens- ilinn en aldei af jafn miklum krafti og eftir að hann hætti að vinna. „Ég hef málað frá barnæsku en gert meira af því eftir að ég komst á efri ár, þá hefur gefist meiri tími,“ segir Bragi, sem vann sem húsasmiður um árabil og byggði bæði hús í Reykjavík og virkjanir úti á landi. Bragi fæddist í Vestmannaeyj- um en ólst upp í Vatnsdal í Fljóts- hlíð við alla þá náttúrufegurð og fjallasýn sem þar er. Landslagið er einmitt ríkt í verkum hans en þó ekkert tiltekið landslag heldur skáldar hann umhverfið sem hann málar. Þetta er þriðja sýning Braga, áður hefur hann sýnt verk sín í Gerðubergi og í Ráðhúsinu. Allar myndirnar á sýningunni í Fella- og Hólakirkju eru til sölu og kosta frá 25.000 krónum upp í yfir 200.000. Auk menningar- og listviðburða verður þing um málefni eldri borg- ara á menningarhátíðinni í Breið- holti. Fer það fram í Gerðubergi síðdegis í dag. Meðal annars verð- ur fjallað um upphaf félagsstarfs eldri borgara í Reykjavík, hvernig nota eigi félagsþjónusta sem í boði er og rýnt inn í framtíðina. Þá verður íþróttahátíð Félags áhuga- fólks um íþróttir aldraðra í Íþrótta- miðstöðinni við Austurberg á morgun og hefst hún klukkan 14. Íþrótta-, dans og leikfimiatriði verða sýnd og dixielandhljómsveit Árna Ísleifssonar flytur tónlist. Sérstök hátíðardagskrá verður svo í samkomusal Hólabrekku- skóla annað kvöld og verður þar meðal annars Breiðholtslagið eftir Þorvald Jónsson við texta Helga Seljan frumflutt. ■ BRAGI ÞÓR GUÐJÓNSSON Hefur málað frá blautu barnsbeini en aldrei jafn mikið og eftir að hann komst á eftirlaun. Hann sýnir 21 verk í Fella- og Hólakirkju og er sýningin liður í menningarhátíð eldri borgara í Breiðholti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eldri borgarar sýna listir sínar í Breiðholtinu Um 5.280 íbúar Hafnarfjarðar vinna í heimabæ sínum, samkvæmt athug- un Hagstofunnar fyrir hafnfirsk bæjaryfirvöld. Hefur Hafnfirðing- um sem vinna í Hafnarfirði því fjölgað að undanförnu en árið 1998 voru þeir 4.460. Á sama tíma hefur utanbæjarmönnum sem vinna í Hafnarfirði fjölgað um 840. Talið er að um 8.500 störf séu í Hafnarfirði en árið 1998 voru þau 6.830. Hafa ber í huga að hér er aðeins rætt um störf hjá fyrirtækjum sem hafa skráð heimilisfang í Hafnarfirði en stórfyrirtæki sem starfa vítt og breitt um landið eru flest með heim- ilisfang í Reykjavík. Má þar nefna bankana og olíufélögin. 1.410 Reykvíkingar sækja vinnu til Hafnarfjarðar, 550 Kópavogsbúar og um 400 Garðbæingar. - bþs HAFNARFJARÐARHÖFN Störfum hefur fjölgað í Hafnarfirði undanfarin ár. Um 5.280 bæjar- búar vinna hjá fyrirtækjum í bænum en aðrir sækja vinnu sína út fyrir bæjarmörkin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gott að vinna í Hafnarfirði LÍNUDANS Á INGÓLFSTORGI Línudansarar ætla saman í bíó á morgun og eftir viku halda þeir grímuball. Viðbúið er að fjörugt verði á sýn- ingu kvikmyndarinnar Walk the Line í Smárabíói annað kvöld en meðlimir í Félagi íslenskra línu- dansara ætla að fjölmenna í bíó. Línudansarar eru þekktir af lífs- gleði og fjöri og ekki ólíklegt að einhverjir smelli fingrum þegar helstu slagarar Johnny Cash óma um salinn. Þrengsli koma þó í veg fyrir að þeir geti stigið dans í bíó- inu. Um næstu helgi verður fjörið svo enn meira en félagið stendur þá fyrir grímuballi í Lionssalnum í Auðbrekku 25 í Kópavogi. Er það haldið í tilefni af öskudeginum sem er á miðvikudag. Línudansarar saman í bíó HJÁLMAR ÁRNASON VIÐ DAUÐANS DYR EFTIR HJARTAÁFALL – HNEIG NIÐUR Í HJARTASTOPPI – FÓR Í HJARTAÞRÆÐINGU Í GÆR LÍFGAÐUR VIÐ MEÐ RAFLOSTI 2x15 23.2.2006 20:23 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.