Fréttablaðið - 24.02.2006, Síða 29

Fréttablaðið - 24.02.2006, Síða 29
FÖSTUDAGUR 24. febrúar 2006 3 Fyllodeig er eitt dæmi um maka- lausa sköpunargleði manna á sviði matargerðar. Í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafa þessar lauf-léttu (fyllo er lauf á grísku) hveitiþynn- ur verið notaðar frá örófi alda í bæði sætar og saltar bökur. Frosið fyllodeig hefur lengi verið fáanlegt í verslunum hér á landi, en alltof sjaldan sjást þó uppskriftir þar sem brakandi snilld þess fær að njóta sín. Hér verður bætt úr því og boðið upp á einfalda uppskrift af grískri klassík í tilefni ólympíuleikanna og auðvitað Eurovision. 3-4 msk. ólífuolía 2 stk. 300 g pokar af fersku spínati 1 knippi vorlaukur 1 tsk. cuminfræ Lúkufylli af saxaðri steinselju Salt og pipar 250 g fetaostur (mulinn) 1-2 egg (hrærð) 150 g smjör (brætt) 1 pk. frosið fyllodeig Þíðið fyllodeigið eins og sagt er til um á umbúðunum. Setjið 1 msk. af ólífuolíu á heita pönnu og steikið helminginn af spínatinu þangað til það linast upp. Takið þá pönnuna af hitanum og hellið spínatinu í sigti og kreistið úr því mesta vökvann. Endurtakið sama ferli með seinni helminginn af spínatinu. Kælið spín- atið og saxið það síðan niður. Skerið vorlaukinn í þunnar sneiðar, bæði neðri og efri hluta. Sveitið laukinn á pönnu ásamt cuminfræjunum og setjið svo spínatið og saxaða stein- selju útí. Steikið áfram í 2-3 mínútur. Saltið og piprið. Þegar spínatið hefur kólnað hrærið þá fetaostinum og eggjum útí. Þegar fyllodeigið hefur þiðnað brjótið það í sundur og skerið þynnubunkann þannig að þynnurnar passi í 19x25 cm eldfast mót. Gætið þess að láta rakt stykki liggja yfir deginu á meðan unnið er með það. Annars þornar það upp og molnar. Penslið botninn á mótinu með smjöri og leggið svo fyllodeigs- þynnurnar hverja á eftir annarri þar í og penslið hverja þynnu fyrir sig með smjöri. Sex þynnur eru lagðar í botninn og spíntafyllingin er sett þar ofaná og svo eru aðrar sex þynnur lagðar yfir fyllinguna og hver og ein þeirra pensluð með smjöri. Markið fyrir sneiðum með beittum hnífi í þrjú efstu lögin. Bakið í 40 mínútur í 200 gráðu heitum ofni. Takið út og látið standa í 15 mínútur. Borðið með góðu salati. Lauflétt spínatbaka úr fyllodeigi (spanakopita) Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Vatnsdeigsbollur, 30-35 stk. 4 dl vatn 200 g/4 dl hveiti 160 g smjörlíki 1/4 tsk. lyftiduft 5 egg Vatn og smjörlíki hitað að suðu. Þurr- efnunum blandað saman og bætt út í. Hrært hraustlega í öllu og látið kólna. Eggin sett út í, eitt og eitt í einu og hrært í á milli. Sett með matskeið á bökunarplötu. Bakað við 210 gráður í 30-35 mínútur. uppskrift } Rjómabollur UPPSKRIFT AÐ HEFÐBUNDNUM VATNSDEIGSBOLLUM. ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ AÐ KAUPA SALTKJÖT OG BAUNIR ÞVÍ SPRENGI- DAGURINN ER FRAMUNDAN. Ekki er um flókna matargerð að ræða þegar saltkjöt og baunir eru annars vegar og flest hið eldra og reynd- ara fólk eldar þann þjóðlega rétt af fingrum fram. En alltaf eru einhverjir nýgræðingar í eldamennskunni og til að auðvelda þeim að bera þennan heimilislega mat á borð kinnroðalaust þá kemur hér uppskrift að herlegheit- unum. SALTKJÖT OG BAUNIR 2 kg saltkjöt 500 g gular baunir 1/2 bréf beikon, klippt niður í strimla 1 laukur, skorinn í bita 1 kg rófur 1/2 kg gulrætur, sumar skornar smátt, aðrar hafðar heilar Sellerí eða annað niðurskorið grænmeti eftir smekk. Gott er að leggja saltkjötið í bleyti í hálfan sólarhring og sjóða það síðan í nýju vatni í um það bil einn og hálfan tíma. Sé það ekki lagt í bleyti er vissara að sjóða upp á því, þ.e. hella af því soðinu á miðjum suðutíma og setja nýtt vatn á það. Annars er hætta á að það verði of saltað en þarna verður smekkur að ráða. Baunirnar eru líka gjarnan lagðar í bleyti í nokkra klukkutíma áður en þær eru soðnar. Það styttir suðutím- ann nokkuð. Gætið þess að hafa nóg vatn á þeim því þær sjúga ótrúlega mikið í sig. Annað ráð til að meyra baunirnar er að setja þær ásamt vatni í skál inn í örbylgjuofn og hafa á hæsta styrk í 20 mínútur. Sjóðið þær síðan í potti á hellu og látið vatnið fljóta vel yfir þær. Fleytið froðuna ofan af eftir þörfum. Sjóðið í klukkutíma og hafið grænmetið og beikonið með síðasta hálftímann. Kartöflur eru soðnar sér í potti. Svo er allt borðað saman, kjöt, kartöfl- ur, rófur, gulrætur og baunir. Með saltkjötinu má líka bera fram hvítan jafning eins og með hangikjöti. Heimilislegur matur á borðum Saltkjöt og baunir eru í uppáhaldi hjá mörgum. Castilla Y Leon-héraðið er í hjarta Spánar, á mið- hásléttu Íberíuskagans. Þar gengur lífið sinn róleg- heitagang í hitasvækjunni en áin Duero sér til þess að landbúnaður er mögulegur í þurrkatíðinni. Sunnan við höfuðborg héraðsins, Valladolid, má finna einhverjar bestu vínekrur Spánar og í smábænum Serrada hefur vínfyrirtækið Hijos de Alberto Gutierrez höfuðstöðvar sínar. Þarna hefur Gutierrez-fjölskyldan stundað vínrækt síðan á 17. öld. Svæðið er sendið og þurrt og skapar góð skilyrði fyrir þrúgur á borð við Viura, Sauvignon Blanc, Verdejo og Tempranillo. Hér á landi fást nokkur vín fyrirtækisins, þrjú þeirra eru í flöskum undir merkinu Pucela og einnig kassavín í ákaflega hentugum fimm lítra umbúðum undir nafni víns hússins, Bodegas Hijos De Alberto Gutiérrez. Vínin eru einhver hagstæðustu spænsku vínin sem bjóðast í Vínbúðum. Flöskuvínin kosta 890 kr. en kassavínin 4.890 kr. PUCELA: Skolli góðir Spánverjar Mikinn fróðleik er að finna á vefsíðunni islenskt.is sem Sölufélag garðyrkjubænda rekur. Vefurinn er árs gamall um þessar mundir og eru 7.000 áskrifendur að síðunni. Á vefsvæðinu er að finna heild- stæðar upplýsingar um grænmeti, ræktun á Íslandi og kosti íslensks grænmetis. Vefnum er fyrst og fremst ætlað að vera aðgengileg- ur og þegar hann var hannaður var stuðst við könnun þar sem almenningur var spurður út í hvað hann langaði mest að vita um grænmeti og grænmetisrækt á Íslandi. „Það hefur aldrei verið til vefur um grænmeti sérstaklega og við vildum vekja áhuga fólks á íslenskru grænmeti og ræktun,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, ritstjóri síðunnar. Meðal þess sem vakið hefur athygli á síðunni er svokallað grænmetisdagatal. Það sýnir á hvaða tíma árs er hægt að nálgast íslenskar grænmetistegundir. „Þetta er fysta íslenska grænmet- isdagatalið. Þó svo að vísindin hafi gert okkur kleyft að rækta græn- meti allan ársins hring er fram- boðið mismunandi og ekki hægt að rækta allt alltaf.“ segir Kristín. Hægt er að skrá sig á póstlista á www.islenskt.is og fá sendar uppskriftir og greinar. Nú þegar hafa 7.000 manns skráð sig á list- ann. „Við erum himinlifandi yfir móttökunum og höldum ótrauð áfram að þróa síðuna,“ segir Krist- ín. Grænmetis- síða vinsæl Hver er munurinn á ylrækt og útirækt? Svarið er að finna á www.islenskt.is FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Heitustu vörurnar Verslun Vítamin.is - Ármúla 32 s. 544 8000 • Opið mán-fös 10-18 & laug 11-15 Verslun Vítamin.is - Gránufélagsgötu 4 (JMJ Húsi) s. 466 2100. Opið mán-fös 16-18.30 & laug 11-13. 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.