Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 24.02.2006, Qupperneq 29
FÖSTUDAGUR 24. febrúar 2006 3 Fyllodeig er eitt dæmi um maka- lausa sköpunargleði manna á sviði matargerðar. Í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs hafa þessar lauf-léttu (fyllo er lauf á grísku) hveitiþynn- ur verið notaðar frá örófi alda í bæði sætar og saltar bökur. Frosið fyllodeig hefur lengi verið fáanlegt í verslunum hér á landi, en alltof sjaldan sjást þó uppskriftir þar sem brakandi snilld þess fær að njóta sín. Hér verður bætt úr því og boðið upp á einfalda uppskrift af grískri klassík í tilefni ólympíuleikanna og auðvitað Eurovision. 3-4 msk. ólífuolía 2 stk. 300 g pokar af fersku spínati 1 knippi vorlaukur 1 tsk. cuminfræ Lúkufylli af saxaðri steinselju Salt og pipar 250 g fetaostur (mulinn) 1-2 egg (hrærð) 150 g smjör (brætt) 1 pk. frosið fyllodeig Þíðið fyllodeigið eins og sagt er til um á umbúðunum. Setjið 1 msk. af ólífuolíu á heita pönnu og steikið helminginn af spínatinu þangað til það linast upp. Takið þá pönnuna af hitanum og hellið spínatinu í sigti og kreistið úr því mesta vökvann. Endurtakið sama ferli með seinni helminginn af spínatinu. Kælið spín- atið og saxið það síðan niður. Skerið vorlaukinn í þunnar sneiðar, bæði neðri og efri hluta. Sveitið laukinn á pönnu ásamt cuminfræjunum og setjið svo spínatið og saxaða stein- selju útí. Steikið áfram í 2-3 mínútur. Saltið og piprið. Þegar spínatið hefur kólnað hrærið þá fetaostinum og eggjum útí. Þegar fyllodeigið hefur þiðnað brjótið það í sundur og skerið þynnubunkann þannig að þynnurnar passi í 19x25 cm eldfast mót. Gætið þess að láta rakt stykki liggja yfir deginu á meðan unnið er með það. Annars þornar það upp og molnar. Penslið botninn á mótinu með smjöri og leggið svo fyllodeigs- þynnurnar hverja á eftir annarri þar í og penslið hverja þynnu fyrir sig með smjöri. Sex þynnur eru lagðar í botninn og spíntafyllingin er sett þar ofaná og svo eru aðrar sex þynnur lagðar yfir fyllinguna og hver og ein þeirra pensluð með smjöri. Markið fyrir sneiðum með beittum hnífi í þrjú efstu lögin. Bakið í 40 mínútur í 200 gráðu heitum ofni. Takið út og látið standa í 15 mínútur. Borðið með góðu salati. Lauflétt spínatbaka úr fyllodeigi (spanakopita) Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Vatnsdeigsbollur, 30-35 stk. 4 dl vatn 200 g/4 dl hveiti 160 g smjörlíki 1/4 tsk. lyftiduft 5 egg Vatn og smjörlíki hitað að suðu. Þurr- efnunum blandað saman og bætt út í. Hrært hraustlega í öllu og látið kólna. Eggin sett út í, eitt og eitt í einu og hrært í á milli. Sett með matskeið á bökunarplötu. Bakað við 210 gráður í 30-35 mínútur. uppskrift } Rjómabollur UPPSKRIFT AÐ HEFÐBUNDNUM VATNSDEIGSBOLLUM. ÞÁ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ AÐ KAUPA SALTKJÖT OG BAUNIR ÞVÍ SPRENGI- DAGURINN ER FRAMUNDAN. Ekki er um flókna matargerð að ræða þegar saltkjöt og baunir eru annars vegar og flest hið eldra og reynd- ara fólk eldar þann þjóðlega rétt af fingrum fram. En alltaf eru einhverjir nýgræðingar í eldamennskunni og til að auðvelda þeim að bera þennan heimilislega mat á borð kinnroðalaust þá kemur hér uppskrift að herlegheit- unum. SALTKJÖT OG BAUNIR 2 kg saltkjöt 500 g gular baunir 1/2 bréf beikon, klippt niður í strimla 1 laukur, skorinn í bita 1 kg rófur 1/2 kg gulrætur, sumar skornar smátt, aðrar hafðar heilar Sellerí eða annað niðurskorið grænmeti eftir smekk. Gott er að leggja saltkjötið í bleyti í hálfan sólarhring og sjóða það síðan í nýju vatni í um það bil einn og hálfan tíma. Sé það ekki lagt í bleyti er vissara að sjóða upp á því, þ.e. hella af því soðinu á miðjum suðutíma og setja nýtt vatn á það. Annars er hætta á að það verði of saltað en þarna verður smekkur að ráða. Baunirnar eru líka gjarnan lagðar í bleyti í nokkra klukkutíma áður en þær eru soðnar. Það styttir suðutím- ann nokkuð. Gætið þess að hafa nóg vatn á þeim því þær sjúga ótrúlega mikið í sig. Annað ráð til að meyra baunirnar er að setja þær ásamt vatni í skál inn í örbylgjuofn og hafa á hæsta styrk í 20 mínútur. Sjóðið þær síðan í potti á hellu og látið vatnið fljóta vel yfir þær. Fleytið froðuna ofan af eftir þörfum. Sjóðið í klukkutíma og hafið grænmetið og beikonið með síðasta hálftímann. Kartöflur eru soðnar sér í potti. Svo er allt borðað saman, kjöt, kartöfl- ur, rófur, gulrætur og baunir. Með saltkjötinu má líka bera fram hvítan jafning eins og með hangikjöti. Heimilislegur matur á borðum Saltkjöt og baunir eru í uppáhaldi hjá mörgum. Castilla Y Leon-héraðið er í hjarta Spánar, á mið- hásléttu Íberíuskagans. Þar gengur lífið sinn róleg- heitagang í hitasvækjunni en áin Duero sér til þess að landbúnaður er mögulegur í þurrkatíðinni. Sunnan við höfuðborg héraðsins, Valladolid, má finna einhverjar bestu vínekrur Spánar og í smábænum Serrada hefur vínfyrirtækið Hijos de Alberto Gutierrez höfuðstöðvar sínar. Þarna hefur Gutierrez-fjölskyldan stundað vínrækt síðan á 17. öld. Svæðið er sendið og þurrt og skapar góð skilyrði fyrir þrúgur á borð við Viura, Sauvignon Blanc, Verdejo og Tempranillo. Hér á landi fást nokkur vín fyrirtækisins, þrjú þeirra eru í flöskum undir merkinu Pucela og einnig kassavín í ákaflega hentugum fimm lítra umbúðum undir nafni víns hússins, Bodegas Hijos De Alberto Gutiérrez. Vínin eru einhver hagstæðustu spænsku vínin sem bjóðast í Vínbúðum. Flöskuvínin kosta 890 kr. en kassavínin 4.890 kr. PUCELA: Skolli góðir Spánverjar Mikinn fróðleik er að finna á vefsíðunni islenskt.is sem Sölufélag garðyrkjubænda rekur. Vefurinn er árs gamall um þessar mundir og eru 7.000 áskrifendur að síðunni. Á vefsvæðinu er að finna heild- stæðar upplýsingar um grænmeti, ræktun á Íslandi og kosti íslensks grænmetis. Vefnum er fyrst og fremst ætlað að vera aðgengileg- ur og þegar hann var hannaður var stuðst við könnun þar sem almenningur var spurður út í hvað hann langaði mest að vita um grænmeti og grænmetisrækt á Íslandi. „Það hefur aldrei verið til vefur um grænmeti sérstaklega og við vildum vekja áhuga fólks á íslenskru grænmeti og ræktun,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, ritstjóri síðunnar. Meðal þess sem vakið hefur athygli á síðunni er svokallað grænmetisdagatal. Það sýnir á hvaða tíma árs er hægt að nálgast íslenskar grænmetistegundir. „Þetta er fysta íslenska grænmet- isdagatalið. Þó svo að vísindin hafi gert okkur kleyft að rækta græn- meti allan ársins hring er fram- boðið mismunandi og ekki hægt að rækta allt alltaf.“ segir Kristín. Hægt er að skrá sig á póstlista á www.islenskt.is og fá sendar uppskriftir og greinar. Nú þegar hafa 7.000 manns skráð sig á list- ann. „Við erum himinlifandi yfir móttökunum og höldum ótrauð áfram að þróa síðuna,“ segir Krist- ín. Grænmetis- síða vinsæl Hver er munurinn á ylrækt og útirækt? Svarið er að finna á www.islenskt.is FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Heitustu vörurnar Verslun Vítamin.is - Ármúla 32 s. 544 8000 • Opið mán-fös 10-18 & laug 11-15 Verslun Vítamin.is - Gránufélagsgötu 4 (JMJ Húsi) s. 466 2100. Opið mán-fös 16-18.30 & laug 11-13. 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.