Fréttablaðið - 24.02.2006, Síða 33

Fréttablaðið - 24.02.2006, Síða 33
FÖSTUDAGUR 24. febrúar 2006 7 Hjá 1928 má gera stórgóð kaup á húsgögnum og öðrum munum fyrir heimilið. Auk þess sem útsalan er enn í gangi í versluninni þá má einnig komast í stórgóð tilboð þessa dagana. 1928 verslun og vöruhús hefur löngum verið þekkt fyrir góð verð á fal- legum vörum fyrir heimilið. Þessa dagana býður verslunin tíu prósenta afslátt af öllum kirsjuberjahúsgögnum. Sem dæmi má fá hornsófa- borð með hillu og skúffu á 13.500 krónur, bókaskáp með skúffu á 35.100 krónur, innskotsborð þrjú saman á 15.300 og nokkrar stærðir af speglum frá tíu þúsund krón- um. Á þessu tilboði eru einnig stólar, kollar, kommóður, náttborð, glerskáp- ar, veggkerta- stjakar og margt fleira. Einnig eru öll kremhvít lituð húsgögn með 20 prósenta afslætti. Sporöskjulaga borð með skúffu kost- ar rúmar tíu þús- und krónur, gler- skápur er á rúmar 23 þúsund krónur og sófaborð með blaðahillu kostar rúmar ellefu þús- und krónur. Útsalan í 1928 er einnig í full- um gangi þar sem veittur er 20 til 70 pró- senta afsláttur handklæði, járnhillur, stórar kommóður, skilrúm, heklaðir púðar, kistlar, speglar, hringklukkur og margt fleira á góðu verði. Tilboð og út- sala í 1928 Skemmtileg tilboð standa nú yfir bæði hjá Odda og Apple- búðinni. Betra er þó að hafa hraðar hendur því tilboðin gilda í skamman tíma. Í verslun Odda í Borgartúni standa nú yfir Tæknivörudagar. Þeir hóf- ust í gær og lýkur strax á morgun. Helst ber að nefna að þar fylgir flugmiði, fram og tilbaka, hjá Ice- landair með keyptum tölvum frá Gateway og HP. Um er að ræða allar tölvur og eru sumar þeirra á mjög hagstæðu verði. Flugmiðinn sem fylgir gildir fram og til baka í helgarferð til einhvers af áfanga- stöðum Icelandair í Evrópu. Flug- vallaskattar eru innifaldir. Auk þess verða á Tæknidögum 20 prósenta afsláttur af öllum prenturum og blek- og dufthylkjum. Í nýju Apple-búðinni á Laugavegi er einnig skemmtilegt tölvutilboð. Um er að ræða fimmtán tommu PowerBook-far- tölvur á veglegum afslætti. Ástæða afsláttarins er sú að tölvurnar hafa enskt lyklaborð en eru að öllu öðru leyti eins og þær sem eru með íslenskt lyklaborð. Verðið á ,,ensku“ fartölvunum er 159.990 krónur sem er um 30 þús- und króna afsláttur. Að sögn starfs- manns Apple-búðarinnar er um nokkurn fjölda fartölva að ræða og mun tilboðið á þeim líklega standa á meðan birgðir endast. Þó er betur að hafa hraðar hendur til þess að tryggja sér þessar fáguðu far- tölvur á betra verði. Gríptu tölvuna meðan hún gefst Hagstæð tilboð á tölvum í Odda og Apple-búðinni standa nú yfir í skamman tíma.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.