Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 4
4 4. mars 2006 LAUGARDAGUR Ranglega var sagt í Fréttablaðinu í gær að Gunnar Freyr Þormóðsson hefði fengið átján mánaða fangelsisdóm fyrir þátt sinn í líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri í mars í fyrra. Rétt er að Gunnar Freyr fékk tveggja mánaða fangelsi en Steindór Hreinn Veigarsson, sem mest- an þátt átti í árásinni, fékk hins vegar átján mánaða fangelsisdóm. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING LUNDÚNIR, AP Tessa Jowell, menn- ingarmálaráðherra Bretlands, braut ekki gegn siðareglum bresku ríkisstjórnarinnar með aðkomu sinni að fjármálaviðskiptum eig- inmanns hennar. Þessu lýsti breski forsætisráðherran Tony Blair yfir á fimmtudag eftir að Sir Gus O‘Donnell, æðsti embættismaður breska stjórnkerfisins, komst að þeirri niðurstöðu að Jowell hefði ekki gerst sek um slíkt brot. Blair sagðist bera fullt traust til Jowell. Mál Jowell hefur verið fyrir- ferðamikið í bresku pressunni í vikunni. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, kallaði eftir því að rannsókn á viðskiptum eiginmanns Jowell, lögmannsins David Mills, við ítalska forsætisráðherrann og auðkýfinginn Silvio Berlusconi verði víkkuð út. Mills sætir rann- sókn af hálfu saksóknara í Mílanó í tengslum við hugsanlega málsókn vegna spillingar á hendur Berlus- coni. Blair sagði að í opinberri rann- sókn málsins verði „allar ásakanir sem fram koma“ kannaðar. Berlusconi er sakaður um að hafa fyrirskipað greiðslu upp á minnst 600.000 bandaríkjadali, and- virði um 39 milljóna króna, til Mills á árinu 1997. Greiðslan hafi verið mútur fyrir að bera ljúgvitni í rétt- arhöldum á árunum 1997 og 1998. Berlusconi og Mills segja ásakan- irnar pólitískan róg. Í Sunday Times var greint frá því að veðlán sem Mills og Jowell tóku hafi verið liður í því að breiða yfir hina meintu mútugreiðslu. ■ TESSA JOWELL Menningarmálaráðherrann breski situr hér á milli þeirra Gordons Brown og Tonys Blair á fundi í Lundúnum. Eiginmaður ráðherra í bresku stjórninni í ítalskri spillingarrannsókn: Ásakanir um mútuþægni GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 3.3.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 65,73 66,05 Sterlingspund 115,27 115,83 Evra 78,96 79,4 Dönsk króna 10,58 10,642 Norsk króna 9,849 9,907 Sænsk króna 8,348 8,396 Japanskt jen 0,5643 0,5677 SDR 94,87 95,43 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 110,75 UMFERÐARÖRYGGI Fjölmörg kerti loga innan um blómvendi í fjölda lita á gangbraut við Bæjarbraut í Garðabæ. Á sama stað er skrifað „hvíldu í friði“ á lítið umferðar- skilti. Ástæðan er sú að á þessum stað á Bæjarbraut var ekið á 15 ára gamla stúlku, Höllu Margréti Ásgeirsdóttur, með þeim afleið- ingum að hún lést á sjúkrahúsi nokkrum dögum eftir slysið. Á hverju kvöldi síðan 22. febrú- ar, eða dagsins sem Halla Margrét lést, hafa þær komið þarna við í litlum hópum, og ein og ein. Með þessu vilja þær minnast vinkonu sinnar og tryggja að vegfarendur í Garðabæ viti hvar slysið átti sér stað og fari varlega. En heimsóknir að slysstaðnum er ekki það eina sem þessar kraft- miklu ungu konur gera í minn- ingu vinkonu sinnar. Fyrir nokkrum dögum gengu þær á fund Gunnars Einarssonar, bæj- arstjóra í Garðabæ, til að tala um umferðaröryggi í bænum. Umrædd gangbraut var þar efst á baugi því stúlkurnar telja að hún sé sérstaklega hættuleg. Áður hefur orðið þarna dauðaslys og tvær þeirra tala af reynslu, því keyrt var á þær á þessum stað fyrir nokkrum árum. Gunnar segir að fundurinn hafi verið sérstaklega ánægjulegur þó að tilefnið hafi verið sorglegt. Að honum loknum fól hann verk- fræðistofu að gera úttekt á öllum helstu göngubrautum í Garðabæ til að auka öryggi þar sérstaklega. Einnig hafa verið fest kaup á hraðamælingatækjum. Gunnar segir að hann vilji ekkert frekar en að fundur hans með stúlkunum megi verða til þess að allir bæjar- búar snúi bökum saman í því að auka öryggi þeirra sem í umferð- inni eru. Stúlkurnar eru líka ánægðar með bæjarstjórann sinn. „Hann var alveg rosalega vel undirbúinn og talaði við okkur í klukkutíma,“ segir ein stúlknanna og önnur bætir við: „Það er ekki nóg að bíða bara og vona. Það verður að tala um þetta og gera eitthvað.“ Fram- tak stúlknanna hefur vakið mikla athygli í Garðabæ. Á meðan Fréttablaðið ræddi við þær á slys- staðnum stöðvuðu vegfarendur bíla sína til að koma skilaboðum til þeirra. Þau voru öll á sama veg: hvatningarorð og hrós. Útför Höllu Margrétar Ásgeirs- dóttur var gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í gær. svavar@frettabladid.is Berjast í minningu skólasystur sinnar Þann 22. febrúar síðastliðinn lést Halla Margrét Ásgeirsdóttir eftir að ekið var á hana á gangbraut í Garðabæ nokkru áður. Vinkonur hennar hafa hrundið af stað umferðarátaki í minningu hennar með aðstoð bæjaryfirvalda. VIÐ SLYSSTAÐINN Þessar ungu stúlkur hafa vakið athygli og aðdáun Garðbæinga fyrir fram- tak sitt. Þær vilja minnast vinkonu sinnar með því að auka umferðaröryggi í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LONDON, AP Breska lögreglan til- kynnti í gær um fund á milljónum punda í vörugeymslu í suðaustur- hluta London. Seðlarnir, sem geymdir voru í pokum, eru taldir vera hluti af feng ræningjanna sem réðust inn í birgðageymslur Securitas í Kent í febrúar, í því sem talið er vera stærsta rán Bret- landssögunnar. Óvíst er hversu mikið fé fannst en ljóst er að um margar milljónir punda er að ræða, að sögn lögreglu. Fjórir hafa verið ákærðir í mál- inu, þar með talinn breski auðkýf- ingurinn og bílasalinn John Fowles. Ræningjarnir höfðu á brott með sér um sex milljarða króna í seðlum. - smk Stóra ránið í Kent: Milljónir finn- ast í London BÆKISTÖÐ Búgarður John Fowles, eins hinna ákærðu í stærsta ráni í sögu Bretlands. Talið er að þjófarnir hafi notað búgarðinn sem bækistöð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STÓRIÐJA Atvinnu- þróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) fagnar ákvörðun Alcoa þess efnis að könnuð verði hagkvæmni álvers á Bakka við Húsavík. „Vissulega vonuðum við að Alcoa myndi kjósa Dysnes í Eyja- firði,“ segir Magnús Þór Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri AFE. Hann segir að úr því að Bakki varð fyrir valinu þá vænti menn þess að stjórnvöld komi nú þegar að eflingu atvinnulífs og þjónustu á Eyjafjarðarsvæðinu. „Þar sjáum við meðal annars fyrir okkur gerð Vaðlaheiðar- ganga, lengingu flugbrautarinnar á Akureyri og uppbyggingu Háskólans á Akureyri,“ segir Magnús Þór. - kk Atvinnulíf mun eflast: Eyfirðingar fagna álveri KÍNA, AP Ný lög hafa verið sett í suður-kínversku héraði sem heim- ila yfirvöldum að lífláta þjófa sem stela handtöskum. Lögin þykja afar hörð, en þau taka við af öðrum sem heimiluðu mest þriggja ára fangelsi fyrir þjófnað. Nú er þriggja ára fangelsisdómur hið minnsta sem slíkir minni háttar glæpamenn geta átt von á. Mannréttindasamtökin Amn- esty International hafa mótmælt lagabreytingunni. Talið er að um 8.000 fangar séu teknir af lífi á ári hverju í Kína, fleiri en í nokkru öðru landi. Kín- versk yfirvöld hafa sagt svo hörð lög nauðsynleg til að hafa hemil á þjóðinni, sem telur 1,3 milljarða manna. - smk Hert lög í Kína: Lífláta má töskuþjófa VÍSINDI Vísindasiðanefnd kemur saman á þriðjudag til þess að fara yfir bóluefnarannsóknir Lyfjaþró- unar hf., auk annarra mála sem liggja fyrir hjá nefndinni. Undanfarnar vikur hefur nefndin verið að afla gagna um rannsóknir sem gerðar voru á vegum Lyfjaþróunar hf. á árunum 1999 til 2004, en í þeim fólst að kannað var hvort hægt væri að nota nefúða við bólusetningu. Rannsóknunum var hætt þar sem þær stóðu ekki undir væntingum. Snemma á þessu ári bárust nefndinni ábendingar um að hugs- anlega hefði verið átt við niður- stöður rannsóknanna. - mh Vísindasiðanefnd fundar: Nefndin enn að afla gagna MAGNÚS ÞÓR ÁSGEIRSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.