Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 6
6 4. mars 2006 LAUGARDAGUR
VÍETNAM, AP Fyrrverandi bresk
poppstjarna, Gary Glitter, var í
gær dæmd í þriggja ára fangelsi í
Víetnam fyrir að misnota tvær
telpur þar í landi. Telpurnar eru
tíu og ellefu ára gamlar, en Glitter
er 61 árs.
Jafnframt var honum gert að
greiða fjölskyldum telpnanna
samtals sem svarar um 40.000
krónum, sem og allan málskostn-
að. Glitter neitaði sök en í desem-
ber „gaf“ hann fjölskyldum telp-
nanna samtals rúmar 260.000
krónur, sem varð til þess að hann
hlaut mildari dóm en hann hefði
ella hlotið, að sögn dómarans.
Glitter verður gerður brott-
rækur úr Víetnam þegar hann
hefur afplánað dóminn. - smk
Breskur barnaníðingur:
Fangelsaður í
Víetnam
DÆMDUR Poppstjarnan Gary Glitter var í
gær dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir mis-
notkun á tveimur víetnömskum telpum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Stöðvuðu ölvaðan ökumann Lög-
reglan í Reykjavík stöðvaði ölvaðan öku-
mann eftir stuttan eltingarleik í fyrrinótt.
Sinnti maðurinn ekki stöðvunarboðum
og var brugðið á það ráð að aka í veg
fyrir hann. Engin slys urðu og skemmdir
litlar á bílunum.
LÖGREGLUFRÉTT
KJÖRKASSINN
Ertu fylgjandi byggingu álvers við
Húsavík?
Já 49%
Nei 51%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Á lögreglan að leggja tálbeitur
fyrir barnaníðinga?
Segðu skoðun þína á visir.is
SJÁVARÚTVEGUR „Þetta er síðasti
dagurinn sem fer í hrognatöku,“
segir Ásgeir Þorvarðarson verk-
stjóri í Saltveri í Reykjanesbæ í
gær. Hann segir þessa loðnuvertíð
vera afar frábrugðna þeim sem
hann þekki. „Það hefði verið eðli-
legt að byrja hrognatöku núna en
nú er þetta að vera búið. Þetta
sögðu líka japönsku eftirlitsmenn-
irnir sem komu hingað samkvæmt
venju í fyrradag.“
„Við erum að taka síðustu tonnin
núna af þessum takmarkaða kvóta
sem við fengum,“ segir Aðalsteinn
Helgason, framkvæmdastjóri Síld-
arvinnslunar. „Þetta hefur verið
afar stutt vertíð en ég held að öllum
hafi tekist að hámarka verðmætin
eins og hægt var af þessum tak-
mörkuðu heimildum sem menn
höfðu. Það fór nær ekkert í bræðslu
og ég held að það sé algjört eins-
dæmi að bræðslan á Seyðisfirði
hafi staðið auð yfir loðnuvertíð eins
og nú varð raunin,“ bætir hann við.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirs-
son, framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar, segir að þar séu menn
nær alveg búnir með kvótann.
- jse
Loðnuveiðar og vinnsla víða um land:
Loðnuvertíð er nærri lokið
Hamas gefur sig ekki Leiðtogar
Hamas-hreyfingarinnar neituðu því að
milda afstöðu sína gagnvart Ísrael í
viðræðum við Rússa í Rússlandi í gær.
Rússar höfðu farið fram á að hreyfingin,
sem Evrópusambandið skilgreinir sem
hryðjuverkasamtök, viðurkenndi tilveru-
rétt Ísraels og segði skilið við ofbeldi.
PALESTÍNA
ÁSGEIR ÞORVARÐARSON VERKSTJÓRI
Hrognatöku er nú nær lokið og menn
undirbúa sig í Saltveri að snúa sér aftur að
saltfiskverkun eftir stutta loðnuvertíð.
VÍKURFRÉTTIR/ELG
ÍRAK, AP Börn léku sér í fótbolta á
helstu umferðargötum Íraks í gær
og fjölskyldur spásseruðu í
moskur til föstudagsbæna. Mörg-
um virtist létt við róna sem færð-
ist yfir borgina eftir að bílaum-
ferð var bönnuð frá klukkan 6 í
gærmorgun til klukkan 16, en
ofbeldisalda hefur riðið yfir Írak
síðan tvær sprengjur stór-
skemmdu helgidóm sjía-múslima í
Samarra fyrir tíu dögum. Stjórn-
armyndunarviðræður hafa fallið
niður í kjölfar þess að súnní-
arabar sögðu sig úr þeim í mót-
mælaskyni við árásir á moskur
þeirra eftir árásina á Gullnu
moskuna, og óttast margir að land-
ið sé á barmi borgarastyrjaldar.
Bílaumferðin var bönnuð eftir
að 58 manns fórust í sprengjutil-
ræðum víðs vegar um Bagdad og
Írak á fimmtudag, en alls hafa yfir
500 manns farist síðan sprengjurn-
ar tvær skemmdu Gullnu mosk-
una í Samarra.
Bæði sjía- og súnní-klerkar
notuðu föstudagsbænir til að
predika um nauðsyn þess að Írak-
ar standi saman og kenndu marg-
ir erlendum öflum um óöldina.
„Írakar bjuggu samstíga saman
áður en innrásarliðið og þeir sem
fylgdu því komu hingað til lands.
Þeir hafa kynt undir sundrungu
milli trúarhópa,“ sagði súnni-
arabaklerkurinn Ahmed Hassan
al-Taha í ræðu sinni í Samarra.
Einn helsti hershöfðingi Banda-
ríkjahers í Írak, George Casey,
sagðist í samtali við fréttamenn í
gær telja að mestu óeirðirnar
væru yfirstaðnar.
Á miðvikudag sameinuðust
leiðtogar þriggja stjórnmálafylk-
inga, Kúrda, súnní-araba og
flokks fyrrverandi forsætisráð-
herra, um að fara fram á að sjíinn
Ibrahim al-Jaafari, sem helsti
flokkur sjía hefur tilnefnt til að
taka við forsætisráðherraemb-
ættinu, taki ekki við embætti og
að sjíar tilnefni einhvern annan til
starfans. En aðstoðarmaður al-
Jaafari lýsti því yfir á fimmtudag
að hann yrði ekki felldur og að
sjíar myndu ekki kjósa sér annan
forsætisráðherra. Viðræður um
myndun þjóðstjórnar eru því í
uppnámi.
Al-Jaafari var kosinn í emb-
ætti sitt með eingöngu eins
atkvæðis meirihluta hinn 12.
febrúar, en í kosningum sem
haldnar voru í landinu í desember
hlaut stærsta stjórnmálafylking
sjía 130 þingsæti af 275.
Mun fleiri sjía-múslimar
byggja Írak en súnní-arabar.
smk@frettabladid.is
Nýtt akstursbann
slær á spennu í Írak
Óttast var að Írak væri á barmi borgarastríðs, en róin sem færðist yfir
Bagdad í gær vakti vonir í brjóstum fólks að óöldinni færi að linna.
Viðræður um myndun þjóðstjórnar eru í uppnámi.
SORG Mikið öngþveiti ríkir í Írak þessa dagana vegna óeirðaöldu sem riðið hefur yfir landið.
Óttast er að hún marki upphaf borgarastyrjaldar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
INDLAND, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti sagði Indverj-
um í gær að landsmenn hans ættu
að fagna indverskri samkeppni og
skipta við Indverja frekar en að
loka dyrum sínum á alþjóðavið-
skipti. Jafnframt ættu þeir að sjá
Indland sem land tækifæranna en
ekki sem ógnun. Bush hélt ræðuna
í lok þriggja daga ferðar sinnar til
Indlands.
Fjölmenn mótmæli voru haldin
í Indlandi í gær vegna heimsóknar
Bush.
Bandaríkjaforseti flaug svo til
Pakistans síðdegis í gær ásamt
gríðarlegu öryggisliði og mun
halda heim á leið í dag. - smk
Vaxandi gengi Indlands:
Bush fagnar
samkeppninni
INDLANDSFERÐ George W. Bush Banda-
ríkjaforseti ræðir við Indverja eftir ræðu
sem hann hélt í Nýju-Delhí í Indlandi í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Einn bíll útaf Mikil hálka olli því að
bíll lenti útaf þjóðveginum til móts við
Akureyri seinni partinn í gær. Tvennt
var í bílnum en engin slys urðu á fólki.
Bíllinn skemmdist lítillega.
LÖGREGLUFRÉTTIR
KJARAMÁL Samninganefnd slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamanna fund-
aði enn með Launanefnd sveitarfé-
laganna í gærkvöld þegar
Fréttablaðið fór í prentun.
Vernharður Guðnason fram-
kvæmdastjóri, sem á sæti í samn-
inganefndinni, vildi ekki tjá sig um
gang viðræðna þegar eftir því var
leitað. Sagði hann einungis að
ómögulegt væri á þeim tímapunkti
að meta hvort sættir næðust enda
viðræður á viðkvæmu stigi. Taldi
hann nokkuð ljóst að fundað yrði
fram eftir kvöldi og jafnvel lengur.
Sjúkra- og slökkviliðsmenn hafa
boðað verkfall ef ekki semst þann
20. mars. - aöe
Sjúkra- og slökkviliðssmenn:
Viðræðurnar á
viðkvæmu stigi
Bandaríkjaher borgar Bandaríkja-
her mun halda áfram að greiða íröskum
fjölmiðlum fyrir að birta fréttir, að sögn
helsta herforingja Bandaríkjahers í Írak,
Goerge Casey. Herinn hefur rannsakað
þessa hefð, og segir herforinginn hana
vera innan laga og verkahrings hersins.
ÍRAK
KJARAMÁL „Þeir vilja einhliða taka
af okkur sextán yfirvinnustundir á
mánuði og það er tekjumissir upp á
300 þúsund krónur á ári,“ segir
Stefán Þór Helgason, trúnaðarmað-
ur starfsmanna Sorphirðu Reykja-
víkur.
Borgaryfirvöld vilja rifta núver-
andi samningi við starfsmenn
deildarinnar með það að markmiði
að leiðrétta það sem kallað er óunn-
in yfirvinna en við það missa starfs-
mennirnir drjúgan hluta tekna
sinna. Er mikil óánægja vegna
þessa en fundum vegna málsins
hefur tvívegis verið slegið á frest
og enginn er boðaður. Að sögn Stef-
áns snýst deilan um að samningur-
inn sem er í gildi og hefur verið um
árabil gefur starfsmönnum sorp-
hirðu leyfi til að vinna af sér hluta
hvers föstudags og hætta fyrr á
daginn gegn því að taka aðeins einn
klukkutíma á dag í mat eða kaffi.
„Við fáum einn og hálfan yfir-
vinnutíma daglega en borgin vill nú
aðeins greiða okkur fyrir hálfa
klukkustund á dag sem þýðir mikið
tekjutap og þessu skella þeir fram-
an í okkur án nokkurs fyrirvara.
Þetta er alvarleg kjaraskerðing og
ljóst að kjör okkar versna til
muna.“
Stefán segir hugmyndirnar und-
arlegar í ljósi þess að almenn
ánægja sé með störf sorphirðu-
manna eins og nýleg könnun borg-
arinnar sýndi. Voru niðurstöður
hennar að tæplega 90 prósent borg-
arbúa voru ánægðir með þjónustu
og viðmót starfsmanna sorp-
hirðunnar. - aöe
Reykjavíkurborg vill rifta samningi við starfsmenn sorphirðu borgarinnar:
Launin lækka um 300 þúsund
KJARASKERÐING Reykjavíkurborg vill rifta samningi við starfsfólk sorphirðu í borginni sem
hefur í för með sér allverulega kjaraskerðingu fyrir það. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA