Fréttablaðið - 04.03.2006, Side 20

Fréttablaðið - 04.03.2006, Side 20
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR Allur hagna›ur af sölu plastpoka merktum Pokasjó›i rennur til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis- menningar-, íflrótta- og mannú›armála. Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjó›num. Styrkir úr Pokasjó›i pokasjodur.is M E R K I U M U P P B Y G G I N G U Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur út 10. mars n.k. Umsóknum skal skila› á www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki. A›eins er hægt a› sækja um á heimasí›u sjó›sins og skal umsókn send í sí›asta lagi á mi›nætti flann 10. mars n.k. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 10. MARS ■ MÁNUDAGUR, 27. FEB. Bollumeistarinn Í gærkvöldi bakaði ég smjör- deigsbollur – sem ekki féllu! Það hefur mér ekki tekist áður, en þessar voru fullkomnar og hefðu dugað til að fá hæstu einkunn við hvaða húsmæðraskóla sem er! Svo lagði Sól- veig til rjómann og sultutauið og dagur- inn leið í dýrleg- um fögnuði. Fékk loksins bréf frá Símanum sem segir að ég þurfi að borga fyrir að fá að geyma afruglarann þótt ég noti hann ekki og hafi hvergi kvittað fyrir móttöku hans. Ég viðurkenni að þetta er mjög sniðugt hjá þeim og er að hugsa mótleikinn. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 28. FEB. Að gæta hófsemi Allir mánuðir ættu að vera 28 dagar og enda á sprengidegi. Ég hef reyndar ekki borðað saltkets- bita síðan á síðasta sprengidag. Ástæðan fyrir þessari tólfmánaða saltketsföstu er sú að ég reyni eftir megni að forðast að borða fæðuteg- undir nema þær stuðli að vellíðan og heilbrigði. Enda er ég stálheilbrigð- ur, sjö, níu, þrettán. Skrýtið að við sem tökum föst- una ekki alvarlega skulum gera svona mikið mál úr því að eta okkur í spreng áður en hún hefst. Sennilega hefðum við samt bara gott af því að hugsa okkar ráð og gæta hófsemi í 40 daga og 40 nætur. ■ MIÐVIKUDAGUR, 1. MARS. Fjandinn og árar hans Þegar ég gekk fram hjá sjón- varpsskjánum áðan var Jón heil- brigðisráðherra þar og Sigmar var að spyrja hann út úr um bunka af afsláttarkortum sem eru fram- leidd til að fólk eigi erfiðara með að fá afslátt í heilbrigðiskerfinu. Aumingja Jón, þessi góði drengur, leit út eins og maður sem er búinn að gera í buxurnar og orðinn von- daufur um að aðrir komist ekki að því. Ekki vildi ég vera heilbrigðis- ráðherra og eiga eftir að byggja hátæknisjúkrahús á Landspítala- torfunni og láta Alfreð Þorsteins- son sjá um peningamálin. Í venju- legu landi hefði verið spurt: Vantar okkur nýtt sjúkrahús? Hvernig sjúkrahús eigum við að byggja? Hvar er best að hafa það? Og hver er best til þess fallinn að halda kostn- aði í skefjum. Í staðinn ákvað ríkisstjórnin upp úr þurru að splæsa millj- arði í hátækni- sjúkra- hús, tilvilj- un réði þeirri ákvörðun að hola því niður á Landspítala- torfunni og ég veit ekki af hverju Alfreð Þorsteinssyni var falið að sjá um peningamálin. Ef ég væri Jón mundi ég nota föstuna til fara með nesti og nýja skó inn í Ódáðahraun sem er hvort sem er í hans kjördæmi og hugsa ráð mitt fjarri mannabyggðum í 40 daga og 40 nætur. Og biðja Alfreð og hátæknisjúkrahúsið að víkja frá mér á meðan. Það var mikið um dýrðir hjá ungviðinu á öskudaginn. Kári vinur minn var upp á búinn sem Dauðinn með ljá í hendi. Andri dulbjó sig sem Fjandann. Merki- legt hvað myrkraöflin eru vinsæl strax hjá börnum. Ég sá lítið af englum á ferli. ■ FÖSTUDAGUR, 3. MARS. Húsaníðingar og ónáttúran Ég er stundum að velta því fyrir mér hvort hér á landi sé til sér- stakur hópur fólks sem hefur sál- ræna þörf fyrir að níðast á göml- um húsum, nokkurs konar húsaníðingar, og níðingar af þessu tagi séu sérdeilis vel tengdir pól- itískt eða eigi af einskærri tilvilj- un marga sálufélaga í borgar- stjórn. Samt vita allir að gömul hús eru ákaflega viðkvæm og tak- mörkuð auðlind, ekki síst í landi eins og Íslandi sem var bláfátæk nýlenda í meira en 600 ár af 1100 ára sögu sinni, og sjaldgæft að hér risu hús sem verðskulduðu það nafn. Þau hús eru merkileg og okkur ber að varðveita þau. Húsaníðingar þurfa ekki aldeil- is að læðupokast á internetinu með ónáttúru sína. Þeir fá sína útrás fyrir allra augum. Hérna í Grjótaþorpinu er núna verið að breyta hinum sögufrægu Hlaðvarpahúsum í útibú frá Hótel Plaza. Innfluttir handverksmenn frá Lithaugalandi starfa þarna eins og hlutlausir málaliðar sem stendur á sama um hvað þeim er falið að leggja í rúst fyrir borgun. Verklagni og smekk bygging- araðila er hægt að sjá með því að skoða Hótel Plaza við Aðalstræti og Fischersund þar sem áður stóðu merkilegar byggingar. Væntanlega í viðurkenningar- skyni fengu sömu aðilar líka leyfi til að búa til súrrealíska götumynd í Grjótaþorpi með því að byggja göngubrú úr gleri eða plasti yfir Fischersundið svo að túristar geti gengið á náttfötum milli Hótel Plaza og Hlaðvarpans. Þetta ger- ist allt í hverfi þar sem flest húsin, þar á meðal Hlaðvarpinn, eru rammlega friðuð. Ef ég fengi skyndilega þá flugu í höfuðið að betur færi um gesti mína ef ég tæki upp á því að hækka húsið mitt í leyfisleysi og héldi því fram að ég kæmist ekki yfir Fischersundið nema gegnum glergöng yrði ég sennilega vistað- ur á Kleppi þar sem ég væri auð- vitað best geymdur. Nema hvað borgarráð samþykkti þessa Hlað- varpaframkvæmd í blóra við íbúa Grjótaþorps ásamt með 75 sm hækkun og hafði að engu mót- mæli þeirra, né áður yfirlýsta friðunarstefnu. Þessi gáfulega ákvörðun var tekin á borgarráðs- fundi 12. maí sl. og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda 8. júní 2005. Gott og vel. Einhver hefði verið ánægður með að fá svona fína fyr- irgreiðslu í vel smurðu borgar- apparatinu. En mikið vill meira. Leyfið til að hækka Hlaðvarpahúsin um 75 sentimetra og byggja stein- steypukumbalda yfir síðasta kaupmannsport Reykjavíkur var greinilega ekki nóg, því að í kyrr- þey hefa framkvæmdaaðilarnir bætt hálfum metra ofan á dýrðina frá eigin brjósti svo að hækkunin er 130 sentimetrar í stað 75 og guð má vita hversu margir rúmmetr- ar umfram leyfið. Þeir hljóta að hugsa sem svo: Sálu- eða flokksfé- lagar okkar í borgarkerfinu sem veittu okkur umbeðin leyfi og daufheyrðust við mótmælum nágranna og athugasemdum sem fram komu við málamynda grenndarkynningu hljóta að sjá gegnum fingur sér með smáhækk- un sem enginn tekur eftir. Hvað er hálfur metri milli vina? Og fáeinir rúmmetrar? Ef einhver vitfirringur keyrði eftir götum Reykjavíkur og færi 50 km yfir lögboðinn hámarks- hraða væri hann sviptur ökuleyfi á staðnum og sektaður í ofanálag. Sama hlýtur að gilda um aðrar reglur sem menn eiga að fylgja. Að stækka hús að vild umfram lipurlega veittar heimildir ber ekki bara vott um eindreginn brotavilja heldur mikla og ein- læga fyrirlitningu á mannlegu samfélagi. Það væri gaman að vita hvort annars staðar á Vesturlöndum sé hægt að finna svo afskekktan útnára að menn geti haft bygg- ingareglur að engu og byggt eftir sínu höfði rétt eins og tommu- stokkur hafi ekki verið fundinn upp – eða hvort Reykjavík er eina menningarborg Evrópu þar sem byggingaryfirvöld eiga ekki tommustokk. Það er ómaksins vert fyrir áhugafólk um umhverfismál að kíkja niður í Grjótaþorp og virða fyrir sér þessar sérkennilegu framkvæmdir í hjarta Reykjavík- ur. Maður þarf ekki að æða inn í óbyggðir til að sjá umhverfisslys. Hvað eru 50 cm milli vina? Kæra DagbókÞráinn Bertelsson skrifar Í Dagbók Þráins Bertelssonar er miklast af vel lukkuðum smjördeigs- bollum, hugsað um vinsældir fjandans, fjallað um húsaníðinga, undrast hvernig hægt sé að byggja í friði fyrir yfirvöldum án þess að eiga tommu- stokk og bent á umhverfisslys sem hægt er að skoða án þess að fara inn í óbyggðir. HLAÐVARPAHÚSIN Málaliðar frá Lithaugalandi eru að breyta þeim í útibú frá Hótel Plaza.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.