Fréttablaðið - 04.03.2006, Page 27

Fréttablaðið - 04.03.2006, Page 27
Viljum búa til betri þjóðfélags- þegna svo hélt ég bara áfram að bera út blöðin. Ég vissi því ekkert hvernig aðstæður innandyra voru fyrr en í fréttunum þegar ég kom heim. Mig grunaði þó þegar sjúkraflutn- ingamennirnir hlupu inn að eitt- hvað mikið væri að og fékk áhyggj- ur um að einhver væri alvarlega slasaður eða jafnvel látinn. Það var mjög óþægileg tilfinning,“ segir Gylfi Bragi einlægur, en hann stundar nám í tíunda bekk Hlíðaskóla. „Þetta var góð upplifun og hefur breytt lífi mínu mikið. Það hlýtur að vera besta tilfinning í heimi að bjarga mannslífum og koma að svona gagni. Kennarar mínir, vinir og fjölskylda voru ægilega stolt og sjálfur gladdist ég mjög yfir því að svona vel fór,“ segir Gylfi Bragi, sem ætlar á náttúrufræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð á hausti komanda. „Þessi upplifun kveikti svo sem ekkert í mér að feta braut björg- unarmanna eða lækna og ég er enn mjög óráðinn með framtíðina. Þetta er þó rétta brautin ef mér skyldi snúast hugur,“ segir hetjan unga hughraust og brosmild áður en skólabjallan glymur á ný. gjafi í þjónustumiðstöð Breiðholts og hún við kennslu á íþróttafræði- braut Háskólans í Reykjavík. Auk þess þjálfa þau unglinga hjá ÍR í frjálsum þrjá tíma á dag, alla virka daga, fylgja þeim eftir á mótum um helgar og halda stundum með þá í æfingabúðir. Áherslan er þó ekki bara á íþróttaafrek ungling- anna heldur líka næringu, sið- fræði, kurteisi og gott samstarf við foreldrana. „Við viljum búa til betri þjóðfélagsþegna og metum ekki einstaklingana út frá því hvort þeir eru efnilegir íþróttamenn heldur leggjum okkur fram um að efla hvern og einn bæði andlega og líkamlega. Ef við fáum afreks- menn út úr því er það fínt en við leggjum mikið upp úr félagslega þættinum - að allir séu með,“ segir Þórdís. „Já, við höfum horft upp á unglinga sem í fyrstu þorðu varla að líta á nokkurn mann en hafa náð að blómstra og mæta nú glaðir og hressir á hverjum degi. Slíkt gefur okkur ekkert minna en að horfa á okkar fólk á verðlaunapalli,“ segir Þráinn. Þau hjón telja góðra þjálfara ekki síst þörf í grasrót íþrótta- hreyfingarinnar. Þar séu ungling- arnir að mótast, bæði andlega og líkamlega, beinin að styrkjast og vöðvarnir að vaxa. Það er líka eftirtektarvert að áherslur þeirra hjóna hafa skilað stærsta og öflug- asta unglingaliði landsins í frjáls- um íþróttum. „Starfið hjá ÍR hefur alltaf verið á mannlegum nótum. Það hefur aldrei verið þessi harða afreksstefna sem sumsstaðar gild- ir - allt fyrir gullið!“ segir Þráinn. „Við trúum því líka að ef fólki líði vel í því sem það er að gera og hafi gott sjálfstraust þá nái það árangri. Þannig er okkar heimspeki.“ NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar UPPFRÆÐARAR ÁRSINS, ÞRÁINN HAFSTEINSSON OG ÞÓRDÍS LILJA GÍSLADÓTTIR Þau fengu verð- laun fyrir framúrskarandi frjálsíþróttastarf með unglingum í ÍR. LAUGARDAGUR 4. mars 2006 27

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.