Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 29

Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 29
erfiðara fyrir útlendinga að gera sig skiljanlega.“ Toshiki segir Íslendinga almennt ekki fordómafulla en hann vill þó sjá örari breytingar hjá íslenskum stjórnvöldum í þá átt að útlendingar eigi auðveldara með að aðlagast aðstæðum hér á landi, án þess að réttindi þeirra séu skert með einhverjum hætti. „Ég held að íslensk stjórnvöld verði að skapa gott fordæmi með djúpskyggnari lögum um útlend- inga. Lögin verða sífellt strangari en það er á ábyrgð stjórnvalda að sjálfsögð mannréttindi fólks séu ekki skert með þeim. Máli mínu til stuðnings get ég nefnt lögin sem fela það í sér að fólk geti ekki komið hingað til lands sem hjón ef það hefur ekki náð tuttugu og fjög- urra ára aldri. Þetta eru að mínu mati óskynsamleg og óþörf lög.“ Toshiki segir það mestu máli skipta í umræðu um fordóma að valdsmenn í íslensku þjóðfélagi boði þá ekki, hvorki meðvitað né ómeðvitað. „Í mínum huga verða fordómar að alvarlegu samfélags- meini þegar þeir eru boðaðir af valdsmönnum, það er þeim sem stöðu sinnar vegna geta haft áhrif á skoðanir almennings.“ Toshiki Toma kom hingað til lands árið 1993 og starfaði þá í Háteigskirkju. Hann fékk síðan réttindi til að starfa sem prestur hér á landi árið 1996 eftir að hafa stundað nám í Háskóla Íslands. Starf hans fyrir innflytjendur á Íslandi getur oft á tíðum verið margslungið og flókið. Fólk frá öllum heimshornum hefur sest að hér á landi og er það hlutverk Toshiki að sætta ólík sjónarmið og hjálpa fólki að aðlagast íslensku samfélagi. „Ég er prestur í kristinni kirkju og mín lífsspeki er boðskapur kristninnar. Ég er trúaður á minn eigin hátt og held að það sé öllu fólki mikilvægt. Það hefur verið nauðsynlegur þáttur í mínu starfi að hafa samskipti við múslima, búddista og trúleysingja, svo ég taki dæmi. Það er hlutverk fólks að læra að meta venjur og lífshætti þeirra sem búa í heiminum. Þess vegna hef ég þá skoðun að útlend- ingum á Íslandi eigi að vera sköpuð skilyrði til þess að aðlagast íslensku samfélagi sársaukalaust.“ Umburðarlyndi að leiðarljósi TOSHIKI TOMA Á HEIMILI SÍNU Toshiki hefur verið ötull talsmaður útlendinga á Íslandi síðan hann flutti hingað til lands og hóf að starfa sem prestur innflytjenda. Hann hefur alla tíð starfað að mannúðarmálum, sem hann segir einstaklega gefandi og þroskandi vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Verðlaunin eru meira en milljón kró na virði kaffihúsum,“ segir Edda og hlær. „Draumurinn er að fá hús- næði fyrir samtökin þar sem fólk getur labbað inn til okkar og fengið hjálp,“ bætir Edda við og nefnir Stígamót sem dæmi um starfsemi sem þær vilji líkja eftir. „Við viljum hugarfarsbreyt- ingu gagnvart átröskunarsjúk- dómum. Við verðum að kenna börnunum okkar og næstu kyn- slóðum að lífið er of stutt til að velta sér upp úr útlitinu. Það er ekki þess virði,“ segir Alma og Edda bætir við að kenna þurfi börnum frá unga aldri að ham- ingjan snýst um annað en stað- alímyndir. „Ábyrgðin liggur hjá samfélaginu og við höfum öll getuna til að breyta hugarfar- inu til hins betra.“ LAUGARDAGUR 4. mars 2006 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.