Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2006, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 04.03.2006, Qupperneq 30
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR30 Kristín Ingólfsdóttir hefur aðeins gegnt rektorsemb-ætti í átta mánuði þegar hún stígur fram og opinberar þá stefnu sína – og skólans alls – að stefna beri að því að koma Háskóla Íslands á lista yfir hundrað bestu háskóla í heimi. Það þarf ekki að koma á óvart að Kristín skuli stefna hátt enda var það sérstakt stefnumál hennar fyrir rektors- kjörið á síðasta ári að koma Háskóla Íslands í fremstu röð. Það kann hins vegar að koma á óvart að hún skuli stefna jafn hátt og raun ber vitni. „Ég er sannfærð um að við Íslendingar verðum að eiga háskóla í fremstu röð, ekki síður en aðrar Norðurlandaþjóðir. Við getum ekki keppt í launakostnaði í framleiðslu við þjóðir í Asíu. Okkar vettvangur verður í þekk- ingargreinum. Þar þurfum við að byggja markvisst upp.“ Í byrjun desember hófst stefnu- mótunarvinna í öllum deildum og stjórnsýslueiningum skólans með þetta í huga. „Ég kynnti þetta starf fyrir menntamálaráðherra og hún spurði hversu hátt við stefndum og hvað skólinn þyrfti að gera til að komast í röð hundrað bestu háskóla í heiminum. Mér þótti þetta djörf spurning en mjög í anda þess sem við vorum að hugsa. Eftir að hafa kynnt mér þá mæli- kvarða sem lagðir eru til grund- vallar er niðurstaðan sú að fag- lega höfum við alla burði til að gera þetta.“ Kristín leggur ríka áherslu á að takmarkinu verði ekki náð við núverandi aðstæður. Mikið þurfi að koma til svo Háskóli Íslands geti skipað sér á bekk með bestu háskólum í heimi. Fjöldi doktorsnema fimmfaldaður Þrjár úttektir hafa verið gerðar á starfi Háskólans á undanförnum árum og að sögn Kristínar hafa þær staðfest að grunnur skólans sé mjög góður. „Við höfum jafn- framt fengið ábendingar um ýmis- legt sem betur má fara og erum að bregðast við þeim.“ Útskriftir doktorsnema vega þungt þegar gæði háskóla eru metin. Þrettán doktorsnemar útskrifuðust frá HÍ á síðasta ári og segir Kristín að fimmfalda þurfi fjölda þeirra svo skólinn verði samanburðarhæfur. „Doktorsgráða er æðsta menntagráða sem háskóli veitir. Við höfum lagt á það áherslu að vinna doktorsverkefnin í tengsl- um við bestu alþjóðlegu háskóla og höfum fengið hingað andmæl- endur þaðan. Þetta skapar mjög mikilvæg og verðmæt tengsl fyrir kennara og nemendur. Íslendingar hafa lengi sótt framhaldsnám erlendis og það er mikilvægt að það haldi áfram. En það er líka gífurlega mikilvægt að byggja jafnframt upp hér heima. Það styrkir alla innviði í háskólakerf- inu, fleiri fara í doktorsnám og það tengir Háskólann beint við strauma í alþjóðlegu vísinda- og menntastarfi.“ Hyggja þarf að mörgu þegar rætt er um eflingu doktorsnáms. Fjölga þarf kennurum og nemend- um og tryggja að doktorsnemar geti sinnt námi sínu sem fullu starfi. Gæta þarf að því hve lang- an tíma námið tekur því ekki þykir gott að fólk dvelji of lengi við það. Þá þarf að bæta námsaðstöðuna. „Við þurfum betri aðstöðu í mörg- um greinum; aukna rannsóknarað- stöðu, öflugra bókasafn, tækja- búnað og bætta aðstöðu fyrir nemendur,“ segir Kristín. Þegar liggur fyrir að svonefnt Háskólatorg verði reist en á því verða tvær byggingar. Í nýju húsi Landspítala - háskólasjúkrahúss verður kennsluaðstaða heilbrigðis vísindagreinanna, vísindagarðar munu rísa í Vatnsmýrinni og Hús íslenskra fræða verður reist á háskólalóðinni. En þetta er ekki nóg, háskóli í fremstu röð þarf fleiri byggingar. Og vitaskuld tækjabúnað af bestu gerð. Ríkisframlagið lægra en hjá öðrum skólum Ljóst má vera að kostnaður við að koma Háskólanum í fremstu röð er ærinn. Kristín vill ekki segja hve mikið það kostar en fjárhags- áætlun liggur fyrir. „Ég vil ekkert segja um tölur að svo stöddu. Fyrst ætla ég að kynna þær menntamálaráðherra,“ segir hún og vonast til að geta upplýst ráð- herra í næstu viku. „Í mínum huga kristallast í þessu hið raunveru- lega hlutverk ríkisins í mennta- málum, það er að segja að sjá fyrir þarfir samfélagsins á næstu ára- tugum og leggja grunn að framtíðarvelsæld með því að fjár- festa í þekkingu og mannauði. Það mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins.“ Háskóli Íslands fær rúmlega sjö milljarða króna til rekstursins á ári, 4,8 milljarða úr ríkissjóði en sjálfur aflar skólinn 2,5 milljarða. Fást þeir peningar ýmist með sam- starfi við fyrirtæki eða úr sjóðum; bæði innlendum og erlendum. Áætlanir gera ráð fyrir enn frek- ari sókn í sjálfsaflafé. Í nokkur ár hefur verið rætt um hvort Háskóli Íslands eigi að leggja skólagjöld á nemendur sína en slík gjöld eru innheimt af nemum einkareknu háskólanna. Kristín segir umræðu um skóla- gjöldin verða tekna í haust þegar lög um HÍ verða endurskoðuð. Það er annars hennar skoðun að skóla- gjöld gætu skaðað skólann. „Athuganir sýna að rekstur háskól- ans er hagkvæmur fyrir samfé- lagið, ríkisframlagið til okkar er talsvert lægra en í sambærilegum skólum annars staðar í Evrópu. Ég tel mjög mikilvægt að Háskóli Íslands verði áfram í hópi best reknu skóla, en bilið er of mikið og við þurfum að leggja þarna meira til. Við höfum dæmi um þróun þar sem skólagjöld hafa verið tekin upp að ríkisframlag hefur lækkað. Og þróunin gæti orðið sú að skóla- gjöld hækki þó þau verði tiltölu- lega lág til að byrja með og á móti lækki ríkisframlagið. Það er jafn- framt mikilvægt að það gleymist ekki í umræðu um skólagjöld, að ríkisvaldið leggur talsverða fjár- muni af mörkum í gegnum lán- veitingu fyrir skólagjöldum og niðurgreiðslu vaxta og afborg- ana.“ Kristín telur jafnframt hættu á að skólagjöld dragi úr aðsókn í framhaldsnám. Inntökuskilyrðin hugsanlega hert Inntökuskilyrði í Háskóla Íslands eru einföld: Stúdentar skulu hafa lokið stúdentsprófi. Ekki er víst að saman fari að stefna að því að komast í röð bestu háskóla í heimi og taka við öllum sem hafa stúd- entspróf upp á vasann. Kristín segir inntökuskilyrðin til athugun- ar. „Þetta er eitt af því sem við erum að skoða. Auðvitað er það liður í að tryggja að gæði skólans verði sem mest að við getum tryggt að við fáum afbragðs nem- endur. En þetta þarf að skoða vel.“ Það gæti sumsé verið að inn- tökuskilyrðin verði hert. Að ekki verði sjálfgefið að fólk geti hafið nám í HÍ þó það hafi lokið stúd- entsprófi. En það, eins og margt annað, mun koma í ljós. Einnig er til athugunar hvort breyta þurfi stjórnskipulagi skól- ans. „Háskólinn þarf að hafa skýr- ara skipurit og skilgreina þarf betur völd og ábyrgð,“ segir Krist- ín. Ellefu deildir eru reknar innan hans og til greina kemur, að mati Kristínar, að fækka þeim og stækka. Bæði kemur til álita að sameina deildir og fræðasvið innan deilda. Inn í þá vinnu bland- ast svo hugsanleg sameining Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Kristín segir þá vinnu ganga vel en hún miðar að því að efla báða skólana. Stefnumótun Háskólans lýkur á vordögum og eins og gengur verður afraksturinn kynntur í skýrslu. Kristín tekur undir að hún verði mikil að vöxtum en lofar um leið að hún verði skemmtileg. „Í henni verður bæði heildarstefna skólans og stefna hverrar deildar fyrir sig. Hún á að ná til fimm ára, til afmælisársins 2011 en þá verð- ur skólinn hundrað ára. Að vera meðal hundrað bestu er langtíma- markmið en ég tel að ef við fáum þann stuðning sem við þurfum getum við náð því á tíu árum.“ Augljóst er að ærinn starfi er fram undan hjá Kristínu Ingólfs- dóttur. Háleit markmið útheimta mikla vinnu og jafnvel blóð, svita og tár ef út í það er farið. Kristín veit hvað hún er að ráðast í. „Ég er í þessu hverja vakandi stund og sinni ekki öðru á meðan en árangurinn byggir fyrst og síðast á því feikiöfl- uga starfsfólki sem starfar hér innan skólans. Ég er sannfærð um að þetta sé það sem þarf og er komin hingað til að vinna að þessu mark- miði. Þegar ég tók við þessu starfi lagði ég áherslu á að Háskóli Íslands þyrfti að komast í fremstu röð og að ég myndi leggja sjálfa mig að veði fyrir því að svo yrði. Og það er það sem ég er að gera.“ ■ Stefnt á að komast í fremstu röð KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR rektor Háskóli Íslands Hún hefur sett sér og skólanum háleit markmið og rær að því öllum árum að ná því. „Þegar ég tók við þessu starfi lagði ég áherslu á að Háskóli Íslands þyrfti að komast í fremstu röð og að ég myndi leggja sjálfa mig að veði fyrir að svo yrði. Og það er það sem ég er að gera.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég er sannfærð um að við Íslendingar verðum að eiga háskóla í fremstu röð, ekki síður en aðrar Norðurlanda- þjóðir. Við getum ekki keppt í launakostnaði í framleiðslu við þjóðir í Asíu. Okkar vettvangur verður í þekkingar- greinum.“ Háskóli Íslands hefur sett sér það markmið að komast í röð hundrað bestu háskóla í heiminum. Kristín Ingólfsdóttir rektor lýsti því markmiði í ávarpi við brautskráningu kandídata um síðustu helgi. Í samtali við Björn Þór Sigbjörnsson segist Kristín sannfærð um að þetta háleita markmið sé raunhæft enda hafi skólinn faglega burði til að ná því. Hún segir meðal annars nauðsynlegt að efla doktorsnám skólans og óttast að ríkisframlög til Háskóla Íslands kunni að lækka ef skólagjöld verða tekin upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.