Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2006, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 04.03.2006, Qupperneq 35
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR4 Ók einn á óbreyttum Kia-jeppa umhverfis jörðina. Christer Gerlach er margverðlaun- aður sænskur methafi og ævin- týramaður. Hann lauk hinni 27.000 kílómetra löngu ævintýraferð sinni þegar hann ók algjörlega óbreytt- um Kia Sorento-jeppa að hliði kon- ungshallarinnar í Stokkhólmi fjór- um mánuðum eftir að hann lagði af stað um miðjan ágúst frá þessari þekktu sænsku byggingu. „Ég var sannfærður um að ég gæti treyst á frammistöðu, gæði og áreiðanleika bílsins og ég varð ekki fyrir vonbrigðum,“ sagði hinn 61 árs gamli Svíi glaður í bragði. Gerlach heimsótti ellefu lönd á ferð sinni umhverfis jörðina, þar með taldar afskekktustu byggðir Kasakstans og Mongólíu, og hann ók 3.500 km leið í óbyggðum um ókortlögð svæði í Síberíu á leið til hinnar þekktu rússnesku hafnar- borgar Vladivostok. Þaðan tók hann ferju til Suður-Kóreu og var þá hálfnaður með þessa einstöku ævintýraferð. Gerlach valdi sér sjálfskiptan Sorento með 3,5 lítra V-6 vél, bíl sem var algjörlega óbreyttur og búinn venjulegum vegahjólbörð- um. Svíinn treysti algjörlega á aldr- if bílsins, ók einn síns liðs án stuðn- ingsliðs og hafði aðeins ein olíu- skipti á áætluninni, í höfuðstöðvum Kia í Seúl í Suður-Kóreu. Ekki var öðrum viðhaldsstörfum sinnt í þessari gríðarlöngu ökuferð. Það sýndi sig að Gerlach var óhætt að treysta á bílinn. Hið eina óvænta sem kom fyrir á leiðinni til Kóreu var að tvívegis þurfti að gera við sprungið dekk og skipta þurfti um eina ljósaperu og festa laust ökuljós. Á síðari hluta ferða- rinnar varð Gerlach aftur að skipta um ljósaperu en að öðru leyti kom ekkert fyrir Kia-jeppann. Seinni hluti ferðarinnar lá um Bandaríkin og Mexíkó eftir þjóð- vegi 66. Svo var siglt yfir Atlants- haf með stærsta flutningaskipi heims til Bremerhaven í Þýska- landi og lokaáfanginn lá meðal ann- ars um hina átta kílómetra löngu brú yfir Eyrarsund frá Danmörku til sænsku heimaborgarinnar. Fjölskylda Gerlachs er vön því að hann bregði undir sig betri fæt- inum þegar hann er ekki að störf- um við blaðamennsku. Hann hefur tvívegis áður komist í heimsmeta- bók Guinness fyrir ævintýri sín. Umhverfis jörðina án vandræða eða viðgerða Á óbreyttum Sorento fór Gerlach í kringum hnöttinn án þess að þurfa að standa í alvar- legri viðgerðum en að gera við sprungið dekk. Gerlach á ferð um Kasakstan. Eins og margir aðrir nota ég leigubíla við og við. Stundum er maður einfaldlega ekki í ástandi til að keyra sjálfur og stundum er bíllinn ekki akkúr- at þar sem maður þyrfti á honum að halda. Eins og þegar maður er í útlöndum, en bíllinn ekki. Í Austurríki þáði ég þjón- ustu tveggja leigubílstjóra fyrir skemmstu. Ekki samt í einu. Sá fyrri sá um að koma mér og fleiri Íslendingum upp í fjall eitt kvöld, þar sem sleða- keppni ein mikil skyldi haldin. Hann var einstaklega sam- vinnuþýður og hans eina mark- mið í lífinu virtist vera að koma okkur á tilsettan stað á tilsettum tíma. Því keyrði hann eins og hann ætti lífið að leysa upp snarbrattan fjallveg í fljúgandi hálku, með Íslend- inga innanborðs sem sitt á hvað öskruðu „það var lagið“ og „guð minn góður“. Fyrst vorum við viss um að hann væri á fjórhjóladrifnum bíl, negldum dekkjum og með gott togspil í skottinu, slíkt var öryggið, rásfestan og hraðinn. En hann sór að hann væri á einu drifi, og ónegldur í þokka- bót. Enda Austurríkisbúar meira fyrir keðjur, sem okkar maður var þó ekki með heldur. Þegar hann sagðist heldur ekki vera atvinnurallbílstjóri, og þess síður hafa þegið kennslu hjá íslenskum jeppa- mönnum, tókum við hann í guðatölu. Sá seinni sá um að lesta okkur til baka frá fyrrgreind- um viðburði. Hann var eins líkur starfsbróður sínum í fasi og sykurmoli er líkur tunglinu. Um leið og fyrsti farþeginn steig um borð byrjaði reiðilest- urinn og handapatið. Það var helst að skilja að hann vildi að við flýttum okkur mikið að fylla bílinn svo hann gæti klárað þennan túr. Enda örugg- lega brjálað fyrir hann að gera. Bærinn sennilega álíka stór og Akranes – og þriðjudagskvöld. Á eftir hverjum fyrirlestri kom önnur af tveimur setning- um sem ég kann í þýsku: Skil- urðu mig? Og ég svaraði á hinni: Nei, ekki einu sinni smá. Eftir mikið stapp og röfl fylltist bíllinn. Af stað fór hann og bílstjórinn hélt áfram að rífast við okkur um eitthvað sem við skildum hvorki upp né niður í. Gæti verið veðrið, gæti verið stríðið í Írak. Eða offram- boð á Íslendingum í Austurríki á þriðjudagskvöldum. Það var ekki fyrr en einn farþegann þraut þolinmæðin og bað hann vinsamlegast um að grjóthalda ká joð, á íslensku, að hann hætti öskrunum og keyrði okkur á hótelið. Næst fer ég með Norrænu. Og tek bílinn með mér. Dr. Jekyll og hr. Hyde? Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.