Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 37
[ ]Pottaleppar koma sér vel í eldhúsinu. Það er miklu betra að eiga pottaleppa á vísum stað en að þurfa alltaf að leita að einhverju öðru þegar taka þarf á heitum hlutum.
Sýningin Upphaf Loka hófst í
Gallerí Loka um síðustu helgi.
Á sýningunni eru sýndir list-
munir eftir þrettán íslenskar
konur.
Gallerí Loki er nýtt listmunagall-
erí sem verður opnað formlega í
vor en þar verða seldir listrænir
minjagripir sem tengjast Hall-
grímskirkju, Leifi heppna og
Reykjavík á einn eða annan hátt.
Galleríið er beint á móti Hall-
grímskirkju og eigendur þess eru
hjónin Hrönn Vilhelmsdóttir og
Þórólfur Antonsson. „Hugmyndin
er hefur gerjast lengi hjá okkur
hjónum,“ segir Hrönn en þau hjón-
in búa á Barónsstíg og hafa tekið
myndir af Hallgrímskirkju út um
eldhúsgluggann hjá sér í fimmtán
ár. „Í fyrrasumar vorum við með
sýningu á þessum myndum uppi í
Hallgrímskirkjuturni og við
ætlum meðal annars að vinna
minjagripi út frá þeim.“
Markmiðið er að bjóða upp á fleira
en listræna minjagripi í Gallerí
Loka. „Í vor opnum við líka kaffi-
hús í húsnæðinu, þar sem hægt
verður að fá pönnukökur, flat-
brauð og íslenska kjötsúpu auk
þess sem Textílkjallarinn, sem er
mitt fyrirtæki, flyst þangað,“
segir Hrönn. Hún segir að þau
hjónin dreymi um að sjá meira
mannlíf á torginu við Hallgríms-
kirkju. „Í flestum stórborgum er
mikið mannlíf á kirkjutorgum og
víða eru þau miðpunktur borgar-
innar.“
Þrátt fyrir að Gallerí Loki verði
ekki opnað formlega fyrr en í vor
verður opið um helgina og næstu
helgi vegna sýningarinnar Upp-
hafs Loka. Listakonurnar sem eiga
muni á sýningunni auk Hrannar
sjálfrar eru Sveinbjörg Hallgríms-
dóttir, Freyja Önundardóttir,
Áslaug Davíðsdóttir, Jóhanna
Sveinsdóttir, Gunnhildur Ólafs-
dóttir, Charlotta R. Magnúsdóttir,
Dröfn Guðmundsdóttir, Sesselja
Tómasdóttir, Guðný Jónsdóttir,
Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, S.
Helga Olgeirsdóttir og María Vals-
dóttir.
emilia@frettabladid.is
Þrettán íslenskar konur
sýna verk í Gallerí Loka
Hrönn Vilhelmsdóttir rekur Gallerí Loka ásamt eiginmanni sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Alltaf er eitthvað nýtt að sjá
þegar litið er inn í verslunina
Lumex í Skipholti. Þar eru ljós
eftir þekkta hönnuði í fyrir-
rúmi.
Ljós eftir þekkta hönnuði eru í
fyrirrúmi í Lumex. Meðal þeirra
ljósa sem athygli vekja er eitt sem
heitir Notte. Það er frá Prandina
og fæst bæði í svörtu gleri og
krómað sem verður eins og speg-
ill.
Stílhrein ljós í
versluninni Lumex
Notte krómað. Verðið er 88.000 krónur.
Stórútsala er í Antikbúðinni á
Laugavegi 101.
„Hér er ekkert
heilagt og hlutirn-
ir fara á því verði
sem klingir í höfði
kaupandans,“
segir Jónas kaup-
maður í Antikbúð-
inni á Laugavegi
101 sem er með
rokna útsölu.
Hann ætlar að
loka sjoppunni um
20. apríl og allt á að seljast áður.
Þannig varð það þegar hann flutti
úr Aðalstrætinu upp undir Hlemm.
Bækur eru á 70 prósenta afslætti,
myndir allar á 50 prósenta og hús-
gögnin á 30-70 prósenta afslætti.
Jónas er þó ekki hættur kaup-
mennskunni því hann heldur
áfram að reka verslun sína að
Bæjarhrauni 10b í Hafnarfirði.
Brjáluð ös í
Antikbúðinni
Antikklukka