Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 37
[ ]Pottaleppar koma sér vel í eldhúsinu. Það er miklu betra að eiga pottaleppa á vísum stað en að þurfa alltaf að leita að einhverju öðru þegar taka þarf á heitum hlutum. Sýningin Upphaf Loka hófst í Gallerí Loka um síðustu helgi. Á sýningunni eru sýndir list- munir eftir þrettán íslenskar konur. Gallerí Loki er nýtt listmunagall- erí sem verður opnað formlega í vor en þar verða seldir listrænir minjagripir sem tengjast Hall- grímskirkju, Leifi heppna og Reykjavík á einn eða annan hátt. Galleríið er beint á móti Hall- grímskirkju og eigendur þess eru hjónin Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson. „Hugmyndin er hefur gerjast lengi hjá okkur hjónum,“ segir Hrönn en þau hjón- in búa á Barónsstíg og hafa tekið myndir af Hallgrímskirkju út um eldhúsgluggann hjá sér í fimmtán ár. „Í fyrrasumar vorum við með sýningu á þessum myndum uppi í Hallgrímskirkjuturni og við ætlum meðal annars að vinna minjagripi út frá þeim.“ Markmiðið er að bjóða upp á fleira en listræna minjagripi í Gallerí Loka. „Í vor opnum við líka kaffi- hús í húsnæðinu, þar sem hægt verður að fá pönnukökur, flat- brauð og íslenska kjötsúpu auk þess sem Textílkjallarinn, sem er mitt fyrirtæki, flyst þangað,“ segir Hrönn. Hún segir að þau hjónin dreymi um að sjá meira mannlíf á torginu við Hallgríms- kirkju. „Í flestum stórborgum er mikið mannlíf á kirkjutorgum og víða eru þau miðpunktur borgar- innar.“ Þrátt fyrir að Gallerí Loki verði ekki opnað formlega fyrr en í vor verður opið um helgina og næstu helgi vegna sýningarinnar Upp- hafs Loka. Listakonurnar sem eiga muni á sýningunni auk Hrannar sjálfrar eru Sveinbjörg Hallgríms- dóttir, Freyja Önundardóttir, Áslaug Davíðsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, Gunnhildur Ólafs- dóttir, Charlotta R. Magnúsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir, Sesselja Tómasdóttir, Guðný Jónsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, S. Helga Olgeirsdóttir og María Vals- dóttir. emilia@frettabladid.is Þrettán íslenskar konur sýna verk í Gallerí Loka Hrönn Vilhelmsdóttir rekur Gallerí Loka ásamt eiginmanni sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Alltaf er eitthvað nýtt að sjá þegar litið er inn í verslunina Lumex í Skipholti. Þar eru ljós eftir þekkta hönnuði í fyrir- rúmi. Ljós eftir þekkta hönnuði eru í fyrirrúmi í Lumex. Meðal þeirra ljósa sem athygli vekja er eitt sem heitir Notte. Það er frá Prandina og fæst bæði í svörtu gleri og krómað sem verður eins og speg- ill. Stílhrein ljós í versluninni Lumex Notte krómað. Verðið er 88.000 krónur. Stórútsala er í Antikbúðinni á Laugavegi 101. „Hér er ekkert heilagt og hlutirn- ir fara á því verði sem klingir í höfði kaupandans,“ segir Jónas kaup- maður í Antikbúð- inni á Laugavegi 101 sem er með rokna útsölu. Hann ætlar að loka sjoppunni um 20. apríl og allt á að seljast áður. Þannig varð það þegar hann flutti úr Aðalstrætinu upp undir Hlemm. Bækur eru á 70 prósenta afslætti, myndir allar á 50 prósenta og hús- gögnin á 30-70 prósenta afslætti. Jónas er þó ekki hættur kaup- mennskunni því hann heldur áfram að reka verslun sína að Bæjarhrauni 10b í Hafnarfirði. Brjáluð ös í Antikbúðinni Antikklukka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.