Fréttablaðið - 04.03.2006, Page 39

Fréttablaðið - 04.03.2006, Page 39
[ ] Á Bröttugötu 3 í Grjótaþorpinu leynist skartgripabúðin Frida Thomas. Verslunin er nefnd eftir eiganda sínum sem jafnframt hannar skartgripina þar. Fríða bjó erlendis í þrjátíu ár, lengst af í Danmörku en einnig í Svíþjóð og New York. Síðustu fjögur árin starfaði hún sem skartgripahönnuð- ur fyrir þekkta verslun, Bead- house of Copen- hagen, en fyrir einu og hálfu ári síðan ákvað hún að hanna undir eigin nafni. „Ég opnaði fyrst á Óðinsgötu en flutti síðan hingað. Ég fékk hús- næðið þar sem endurvekja átti gömul atvinnuhúsnæði í Grjóta- þorpinu með því að fá í þau hand- verk. Mér finnst borgin hins vegar hafa unnið á móti mér því skömmu eftir að ég flutti var farið í miklar framkvæmdir á vegum borgarinn- ar. Gatan var til dæmis algjörlega lokuð allan desember. Þar var verið að vinna með risastóra bora svo það hristist allt og skalf og fólk hljóp út úr búðinni aftur. Síðan er þetta eina gatan sem ekki er í götu- skrá símaskrárinnar og borgin hefur nú tekið niður eina skiltið þar sem stóð að þetta væri Bratta- gata. Það má því segja að borgin hafi gert þetta að algjörri leyni- búð,“ segir Fríða. Í búðinni má finna skartgripi af öllum stærðum og gerðum. Fríða kveðst aldrei gera tvennt eins svo þeir sem vilja vera spes og öðru- vísi geta fundið eitthvað við sitt hæfi þarna inni. „Mér finnst gaman að gera alla mögulega mis- jafna stíla og nota allt frá dýrum steinum yfir í plast þess vegna,“ segir Fríða, sem kveðst verða fyrir áhrifum af öllu mögulegu í umhverfi sínu. „Ég vinn mikið með steina. Hver steinn hefur ákveðna merk- ingu og mér finnst fólk sækja mikið í þá steina sem það þarf ork- una úr,“ segir Fríða að lokum. mariathora@frettabladid.is Flott fyrir herra í ferminguna Ropeyoga í Mjódd Ný námskeið hefjast 6. mars „Örfá pláss laus“ Lokaðir 6 manna hópar Upplýsingar og skráning í síma 694 2595 Tímatafla á kaerleikssetrid.is Þórdís Sigfúsdóttir Ropeyogakennari Djörf mynstur og austurlensk áhrif eru áberandi í tískunni fyrir sumarið. Best er auðvitað ef hægt er að sameina þetta tvennt. Verslunin er á fallegum stað í Grjótaþorp- inu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Kristalshálsfesti. Samkvæmt steinaspeki skapa kristalar meðal annars mikla orku og virka mjög hreinsandi. Hálsfesti úr karneol. Samkvæmt steina- speki veitir karneol jákvæða tilfinningu, styrkir sjálfsvitund, vinnur á móti líkam- legum og andlegum sársauka og styrkir hormónakerfið og maga. Hálsfesti með kórölum. Kóralar eru sjávarafurð úr kalki. Þeir hafa verið notaðir sem blóðhreinsandi meðöl og vörn gegn sjúkdómum svo sem lifrarvandamálum, sykursýki og húðsjúkdómum. Leynibúð á Bröttugötu Skartgripaverslunina Fridu Thomas er að finna á Bröttugötu 3. Hönnuðurinn notar mikið af stein- um en engir tveir skartgripir eru eins. Fríða Thomas hannar skartgripi í samnefndri búð. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Hátíska hefur alltaf verið dýr. Verðið er hins vegar alltaf að hækka og virðist sú þróun eng- an enda ætla að taka. Verðið í tískuheiminum á nýjum vörum stærstu hönnuðinna hefur að jafnaði hækkað um 25-50 pró- sent á síðustu fimm árum. Ástæð- urnar eru ekki skýrar en margir vilja meina að þarna sé um að kenna græðgi bæði hönnuða og verslunar- eigenda. Vitað er að álagning hátískuvöruverslana er langt umfram það sem gengur og gerist í öðrum verslunum og að helstu hönnuðurnir verðleggja sig dýrt. Á móti kemur að vörur kosta sjaldnast meira en það sem við- skiptavinurinn er tilbúinn að borga fyrir hana. Þegar svo marg- ir hafa fé milli handanna, fé sem þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við, sjá hönnuðir sér leik á borði. Föt eru nauðsynjavara en föt frá Yves Saint Laurent eru lúxusvara. Lúxusvara sem sýnir velmegun og stöðu, lúxusvara sem fólk er tilbúið að kaupa á 2.000.000 kr. Tískan er að verða dýrari Kjólar frá Yves Saint Laurent geta kostað rúmar tvær milljónir. NORDICPHOTOS/AFP Fatalínu Stellu McCartney var vel tekið á tískuvikunni í París nýlega. Þar strunsuðu fyrirsætur um fallega skreyttan danssal í prjóna- kjólum og ofurþröngum gallabux- um í anda áttunda áratugarins sem svo margir hönnuðir líta hýru auga til þessa dagana. McCartney er sögð hanna föt á konur sem líkjast henni sjálfri og hefur útlit hennar þróast með lífs- stílnum, allt frá rokkuðu gellunni sem umbylti frönsku línunni Chloe í lok tíunda áratugarins til móður- innar og viðskiptakonunnar sem hún er í dag. Stella kom- in á skrið Stella McCartney hefur viðskiptavit. Festi úr vísundahorni. ROPE YOGA Bæjarhrauni 22 NÝ 16 og 24 TÍMA BYRJENDANÁMSKEIÐ HEFJAST 6. og 7. MARS. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á www ropeyoga.net og í símum 555-3536 og 695-0089 Kennarar: Ósk og Domí Bjóðum uppá frjálsa mætingu 17 tíma í viku í ástundun FRÁBÆRT VERÐ FERMING Í FLASH Kjólar Pils Toppar Jakkar Ótrúlegt úrval

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.