Fréttablaðið - 04.03.2006, Page 45

Fréttablaðið - 04.03.2006, Page 45
2 Ekki er hægt að kvarta undan því að rómantík vanti í tískuna í vor og sumar, þar sem léttir kjólar, blúnd- ur, silki og dúllulegir fylgihlutir eru allsráðandi. Stuttermablússur úr léttu efni, skreyttar hekluðum blúndum, slaufum, doppum og glitsteinum sem passa vel við gallabuxur, pils og hnébuxur fást nú í tonnatali. Gott er að nota þær undir jakkapeysur eða léttar peysur með vaffhálsmáli ef ekki viðrar til að hafa handleggina bera. Margar þeirra eru gegnsæjar og því nauð- synlegt að vera í fallegum hlýra- bol innanundir og vanda val á brjóstahaldara. Auk þess er hægt að vera í þröngum og síðum stuttermabol undir þeim, jafn- vel í sterkum lit. Fylgihlutirnir eru líka nauðsynlegir, sérstak- lega síðar og grófar hálsfestar í litatónum sem passa vel við litinn á blússunni og hárbönd og spangir. Á bera handleggina er líka flott að setja armbönd. Rómantískar og þunnar Doppur, steinar, slaufur og borðar á þunnum sumarskyrtum. Ljósbleik gegnsæ skyrta með ísaum- uðum glitsteinum frá Warehouse. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Bleik með doppum í Warehouse. Hvít með heklaðri blúndu að framan og á bakinu. Fæst í Warehouse. Armband úr Whistles. Perlufesti úr Oasis. Vortískan er undir áhrifum frá sjóliðum þetta árið. Þar má helst nefna þverrendurnar sem finna má í bláu og hvítu, svörtu og hvítu eða rauðu og hvítu. Hvert sem farið er rekst maður á rönd- óttar flíkur en það eru ekki bara Reykvíkingar sem hrífast af þessari tísku. D&G sýndi herralínu sína á dögunum en þar mátti sjá karlmenn íklædda sjóliðaflíkum frá toppi til táar. Peysa úr Evu. Peysa úr Oasis. Blússa úr Sautján. Sjóliðarendur Þverrendur eru í tísku og finnast í hvítum, svört- um, bláum og rauðum lit. Stuttermabolur sem fæst í Sautján. Vesti úr Oasis. Stuttur bolur með hlýra- bol innanundir. Fæst í Warehouse. Bossanova. Kron. 38 Þrep. Fátt er sumarlegra þegar hlýna tekur í veðri en að fjár- festa í fallegum sumarskóm. Nú er þessi létti og þægilegi skófatnaður farinn að tínast inn í helstu skóverslanir borgarinnar. Þótt háhæla skór séu áfram vinsælir halda flatbotna skórnir velli og eru í fleiri útgáf- um en í fyrra. Sumarskór eru sætir við pils og kvartbuxur og eru upplagðir á hlýjum síðkvöldum. Léttir og liprir Sumarlegir skór fara nú að tínast inn í verslanir borgarinnar. GS Skór. Kron. Ozio. ■■■■ { vor & sumar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.