Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2006, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 04.03.2006, Qupperneq 71
Hallgrímur Óskarsson er framkvæmdastjóri For-tuna - hugarrannsókna ehf., en fyrirtækið hefur einka- leyfi til notkunar á ZMET-aðferð- inni sem er fyrsta viðurkennda aðferðin sem greinir ómeðvitaðar hugsanir sem stýra 95 prósentum allra skoðanamótandi hugsana neytenda. ZMET-aðferðin var þróuð við hinn virta Harvard- háskóla á síðastliðnum áratug og hefur opnað fyrirtækjum nýja sýn á hugsunarhátt neytenda og þar með opnað þeim nýjar leiðir til að koma til móts við þarfir viðskipta- vina. Sjálfur er Hallgrímur sérfræð- ingur í virkni auglýsinga og hefur um hríð leiðbeint stjórnendum íslenskra fyrirtækja í að skilja hvað vekur upp hámarksviðbrögð hjá viðskiptavinum. Hluti af því er að hámarka auglýsingaáhrif. Áhugasvið hans snýst ekki síst um forvarnarauglýsingar þar sem hann hefur bent á niðurstöður rannsókna sem segja til um hvern- ig þeim sé best háttað svo tilætlað- ur árangur náist. Ef við horfum á forvarnaraug- lýsingar á borð við „Blátt áfram“; hafa þær tilætluð áhrif og kemst boðskapurinn til skila? Því miður eru mörg dæmi þess að forvarnarauglýsingar hafi lítil sem engin áhrif. Auglýsingar „Blátt áfram“ eru um margt athyglisverðar því þær vekja upp bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð. Dæmi um jákvæð viðbrögð er vakning hjá foreldrum sem í kjöl- farið hugsa kynferðislega mis- notkun sem raunhæfa áhættu fyrir barn sitt og fyrir vikið pass- ar fólk betur upp á börn sín, sem er vitaskuld afar jákvætt, en þar liggur hundurinn jafnframt graf- inn. Auglýsingarnar hvetja for- eldra til að ræða þetta málefni við börnin en gefa engar leiðbeining- ar um hvernig sú umræða á að fara fram. Því finnst mér líklegt að margir foreldrar finni sig í þeirri erfiðu stöðu að langa til að tala um þetta en viti ekki hvernig þeir eigi að bera sig að. Vera má að upplýsingarnar sé að finna ein- hvers staðar á netinu, en ekki hægt að gera ráð fyrir að nema lít- ill hluti fólks hafi fyrir þeirri leit og því betra ef ráðgjöfin hefði fal- ist í auglýsingunni. Er eitthvað athugavert við þátt barna í auglýsingunni? Í fljóti bragði á ég erfitt með að sjá beinan tilgang þess að nota börn í þessari framsetningu efnis og vissulega dálítið sjokkerandi að heyra þau fara með svo áhrifa- ríkar setningar, en hver eru hin raunverulegu áhrif? Ég hef ekki fullrannsakað það með ZMET- aðferðinni en fyrstu niðurstöður benda til þess að áhrifahóparnir séu þrír, en þar deila sama hópi þeir sem verða fyrir sömu áhrif- um af auglýsingum (sjá hliðar- ramma um áhrifahópa). Því má vel hugsast að hægt hefði verið að ná fram öllum jákvæðu áhrifum auglýsingarinnar og sleppa þeim neikvæðu með annarri framsetn- ingu. Geturðu komið með dæmi um slíka framsetningu? Já, auglýsing þar sem fullorðið fólk lýsir því yfir hvernig það ræddi þessi mál við börn sín. Sam- antektarsetning gæti þá verið eftirfarandi: „Ég er faðir tveggja stúlkna, fimm og níu ára, og hef nýlega gert mér grein fyrir að öll börn geta átt á hættu að verða fyrir kynferðislegri misnotkun af einhverju tagi. Því ákvað ég að ræða við þær um eðlileg samskipti við annað fólk og sagði þeim að enginn mætti snerta á þeim rass- inn eða pjölluna, nema með þeirra leyfi. Og að segja pabba og mömmu frá ef einhver reynir að gera það.“ Með þessari framsetningu hefðu jákvæðu áhrifin haldist óbreytt hjá áhrifahópi #1 en nei- kvæðu áhrifin hefðu minnkað eða jafnvel horfið. Neikvæð áhrif hinna áhrifahópanna myndu einn- ig hverfa að mestu, og því væri hægt að skoða slíka framsetningu næst þegar fara þarf af stað með átak af þessu tagi, án þess að ég gagnrýni á nokkurn hátt þá sem standa að baki „Blátt áfram“-her- ferðinni, því augljóst er að sam- tökin hafa unnið gott verk í að opna umræðuna um þessi mál. Er almenn vinnuregla sú að gera hugsanarannsóknir áður en haldið er út í gerð forvarnaauglýs- inga? Því miður ekki, því auglýsend- ur hafa ekki haft yfir vísindalega viðurkenndum aðferðum að ráða sem segja nákvæmlega til um þær hugsanir sem auglýsingarnar vekja. Enn í dag eru flestar ákvarðanir teknar með brjóstvit- inu eða á þann hátt að auglýsinga- gerðarfólk ákveður herferðir eins og það heldur að virki best í stað þess að vinna út frá vísindalegum gögnum um hámörkun áhrifa þeirra. Það er eins og að pissa út í handahófskennda átt og þá eins víst að maður pissi upp í vindinn, nema maður hafi athugað vindátt- ina fyrst. Í dag þarf ekki lengur að giska; komnar eru fram rann- sóknaaðferðir sem finna út raun- veruleg áhrif auglýsinga og þetta mun á næstu misserum leiða til mikilla breytinga í allri auglýs- ingagerð. Ég geri mér vonir um að tími illa ígrundaðra auglýsinga verði brátt að baki en leiðin að því markmiði er að skilja eðli ómeð- vitaðra hugsana. Manneskjan er margbrotin og einstaklingarnir misjafnir. Er hægt að greina hugsanir almúgans, því það sem virkar vel á einn gæti virkað þveröfugt á annan? Það er nefnilega alls ekki svo að ein skilaboð virki með mismun- andi hætti á mismunandi mann- eskjur. Þegar ómeðvitaðar hugs- anir eru greindar reynast þær vera tiltölulega fáar og auðvelt að ná utan um þær. Hins vegar gerist það oft að ein gerð auglýsinga leið- ir til ákveðinnar hegðunar hjá einum hóp en andhverfar hegðun- ar hjá öðrum. Dæmi gæti verið ef Britney Spears myndi syngja popplag gegn reykingum og gerum ráð fyrir að hún reyki ekki. Þá myndu margar unglingsstúlk- ur meðtaka þau skilaboð afar sterkt, meðan gallharðir rokk- strákar myndu fá góða ástæðu til að aðgreina sig frá sykurpoppinu með því að auka við sig reykingar. Þess vegna skiptir máli að aðgreina áhrif allra hópa sem að málinu koma og þá framleiða lag með fyrirmyndum helstu hópa í forsvari fyrir hverja tónsmíð. Slík lausn, vel útfærð, gæti tryggt hámarksáhrif og útilokað neikvæð áhrif um leið. Eru takmörk fyrir því sem færa má í tal í auglýsingum? Einu lagalegu takmörkin eru almenn takmörk tjáningarfrels- ins ásamt reglum um það hvernig megi tala um aðra aðila á mark- aði. Því er ekki bannað að setja fram svæsna né ögrandi hluti í auglýsingum. Hins vegar er oft æði tilgangslítið að ögra vegna áhrifa á áhorfendur. Það þjónar nefnilega langt í frá alltaf mark- miðum auglýsinga að leggja áherslu á stuðandi framsetningu og dæmi um sannarlega stuðandi auglýsingu er „Blátt áfram“ því þar eru börn látin segja setningar sem við erum alls óvön að heyra af vörum þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að talsvert stór hópur fólks lokar eyrum fyrir ögrandi skila- boðum í stað þess að meðtaka þau og íhuga, og fer að hugsa neikvætt um þann sem flytur skilaboðin. Þetta á bæði við í forvarnar- og almennum markaðsauglýsingum. Ögrandi framsetning er því vand- meðfarin vegna blendinna við- bragða og alls ekki alltaf rétta leiðin að settu marki. Höfum við byggt upp þol gagn- vart áreiti auglýsinga og því orðið nauðsynlegt að sjokkera til að ná umtali og athygli í forvörnum? Almenningur hefur fyrir margt löngu byggt upp þol gagnvart aug- lýsingum svo lifa megi af í sífellt auknu áreiti þeirra. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að börn eru orðin vanari því að sjá auglýs- ingar og leggja ekki jafn mikinn trúnað upp úr þeim og áður. Það er ekki endilega það sama að ná umtali og athygli, og auka með því hegðun sem auglýsingin á að stuðla að, því oft geta sjokkerandi auglýsingar haft þveröfug áhrif, eins og áður kom fram. Geta skilaboð auglýsinga með forvarnargildi þá kveikt bál hjá þeim sem síst skyldi? Já, og sá er oft helsti vandi for- varnarauglýsinga. Það er ekki hægt að segja fólki hvernig það á að hugsa; aðeins um hvað það á að hugsa. Í forvarnarauglýsingu er hvorki hægt að segja fólki að neyta ekki fíkniefna því að þau séu hættuleg, né segja því að keyra ekki hratt því að hraðakstur geti leitt til alvarlegra umferðarslysa. Hins vegar er mögulegt að vekja fólk til umhugsunar um fíkniefni, hraðakstur og aðra miður skemmti- lega hluti en það ræðst alltaf af heildarframsetningu auglýsingar- innar; hvort hún hvetji eða letji mismunandi hópa til þeirrar hegð- unar sem varað er við. ■ 4. mars 2006 LAUGARDAGUR34 Pissað upp í vindinn Hann er verkfræðingur, verðlaunalagasmiður og framkvæmdastjóri Fortuna ehf. sem stundar hugarrannsóknir og vinnur eftir nýrri vísindalegri sýn að markaðs- og auglýsingamálum. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir kannaði hug Hallgríms Óskarssonar til forvarnarauglýsinga, en umræða þess efnis hefur undanfarið verið áköf og umdeild eftir að börn voru fengin til að tala tæpitungulaust í auglýsingum Blátt áfram-samtakanna. Flestir íslenskir auglýsendur nota enn þá frumstæðu aðferð að meta velgengni auglýsinga út frá því hversu margir hafa sagst sjá þær og mælt er meðal annars í símakönnun. Að mati Hallgríms er það svipað og að áætla fylgi stjórnmálaflokks út frá því að spyrja fólk hvort það hafi tekið eftir formanni viðkomandi flokks í fjölmiðlum í liðinni viku. ● Húmor er oft notaður í auglýs- ingum og almennt jákvætt þegar húmor tengist þeim áhrifum sem auglýsingin á að ná. Svo er þó oft ekki. MUU-auglýsingarnar frægu (mjólkurauglýsingarnar) eru dæmi um auglýsingar sem líklega höfðu engin viðskiptatengd áhrif og vöktu engar hvetjandi hugsanir um aukna neyslu á mjólk. Húmorinn í aug- lýsingunum féll þó vel í kramið hjá mörgum, en alls ekki öllum. Þá vaknar upp spurning um mark- mið auglýsinganna. Var markmið að birta fyndið efni? Og af hverju styrkti þá Mjólkursamsalan ekki gamanmyndagerð í staðinn? Lík- lega væri hún ófáanleg til þess því slíkt er of fjarlægt hennar viðskipta- tengdu markmiðum. ● Ég segi oft í gamni þegar ég sé auglýsingar sem hafa engin við- skiptaleg áhrif að betra sé að gefa peninginn til Mæðrastyrksnefndar. Dæmi um forvarnarauglýsingu sem notar húmor er „Heppinn“ og segir frá fólki sem skaddast varanlega eftir umferðarslys en er svo „hepp- ið“ að þurfa ekki lengur að sjá um ýmsa þætti í daglegri rútínu. Mörg- um finnst gaman að fylgjast með þessum auglýsingum því í þeim er svartur húmor og margir hafa gaman að tvíræðninni sem kemur fram. En þegar kemur að raunveru- legum áhrifum í þá veru að minnka hraðakstur bendir margt til þess að áhrif herferðarinnar séu afar lítil. ● Kunn er auglýsing gegn hraðakstri sem sýnir andlitsmyndir af fórn- arlömbum á vegum landsins. Sú auglýsing hefur unnið til verðlauna fyrir tæknilega vinnu því á því sviði er auglýsingin góð. Mynd- og hljóð- hluti er fagur en því miður virðist sem varanlegar hugsanir áhorfenda um að minnka umferðarhraða séu mjög veikar. Í umferðaraug- lýsingum er nefnilega ekki hægt að segja: „Hægðu á þér!“ vegna þess að önnur manneskja slasaðist mikið. Fólk meðtekur þau skilaboð almennt ekki, en engu að síður ganga margar forvarnarauglýsingar út á einmitt þau grunnskilaboð. ● Dæmi um forvarnarauglýsingu sem virkar má einnig finna víða. Þar má nefna myndir af lungum gegn- sósa af tjöru eftir miklar reykingar. Þar er talað um skýrar, neikvæðar afleiðingar reykinga á mjög mynd- rænan og öflugan máta. ÁHRIFAHÓPUR #1: FULLORÐIÐ FÓLK Hugsanir á borð við: „Þetta getur komið fyrir mitt barn“ vakna og leiða til aukinnar vitundar um verndun barna gegn kynferðislegri misnotkun. Auglýsingar geta einnig haft neikvæð áhrif á sama hóp og valdið því að fólk verði óöruggara með að snerta börn: „Er í lagi að snerta barnið mitt svona eða hinsegin?“ getur orðið ríkjandi hugsun og má færa rök fyrir að slíkt geti frekar komið upp í samböndum barna og stjúpforeldra. ÁHRIFAHÓPUR #2: BÖRN Börn sjá önnur börn á skjánum segja setningar sem þau skilja ekki alveg, en fer þó eftir aldri. Börnin skynja að börnin á skjánum fá mikla athygli fullorðinna áhorf- enda og getur leitt til þeirra jákvæðu viðbragða fyrir samfélagið að börn sem þolendur byrji að segja frá miður fallegum tilvikum sem eiga sér raunverulega stoð. Á sömu lund gætu börn reynt að fá sams konar athygli og börnin í sjónvarpinu fá og hugsunargangur- inn þá verið: „Ég vil athygli“ - „börnin í auglýsingunni fá athygli“ - „ég ætla að gera eins og þau“. Rangar ásakanir eða ýktar í þessum málum geta orðið jafnmikill harm- leikur og réttmætar ásakanir, en með rannsókn væri hægt að sjá hvor hópurinn er stærri og þar með hægt að ákveða hvort réttmætt sé að nota börn með þessum hætti í auglýsingar. ÁHRIFAHÓPUR #3: FULLORÐIÐ FÓLK SEM HEFUR SNERT AF ÞEIRRI ÞÖRF SEM AUGLÝSINGARNAR EIGA AÐ VINNA GEGN. Í ákveðnum tilfellum geta auglýsingar unnið gegn mark- miði sínu, einkum ef áhorfandinn býr yfir annarlegum kenndum sem enn hafa ekki fengið útrás. Í slíkum til- fellum getur orðalag barna í auglýsingu mögulega ýtt á þær kenndir að koma upp á yfirborðið. Orðalagið: „að strjúka pjöllu“ eða „fikta í typpi“, skapar hugsanatengsl við hinar annarlegu hvatir og getur átt þátt í að breyta hugsunum í verknað. Sams konar hugsanatengsl verða þegar í fréttum segir að Kate Moss sé ein fegursta fyrir- sæta heims, ásamt því að neyta fíkniefna. Þar sem annað er eftirsótt (fegurð) verður hitt það líka (neysla).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.