Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 75
Fullyrða má að Litlu kaffistof-una þekki allir landsmenn. Þessi gamla timburbygging sem stendur við þjóðveginn eins og skrattinn úr sauðarleggnum í eyði- legu og hrjóstrugu umhverfi sand- hóla og hraundranga og er elsti starfandi áningastaðurinn við þjóð- veginn. Viðskiptin aukast dag frá degi Það er nóg að gera alla daga hjá Stefáni og þann dag er blaðamaður tók hús á honum var engin undan- tekning. Tólf flutningabílar stóðu á planinu fyrir utan, bílstjórar þeirra inni í hádegismat og gerðu allir sem einn góðan róm að þeim rétt- um sem í boði voru. Rjómalagaðar súpur Stefáns eru hnossgæti svo ekki sé minnst á heimalagað brauð- ið sem allnokkrir gera sér sérstaka ferð út af segir Stefán með stolti. Mikið er um að fólk á leið í bústaði sína fyrir helgar komi við og taki með sér nokkrar sneiðar í nesti. Hægt er að ganga að slíku góðgæti vísu alla daga ársins meðan opið er en standi vilji ferða- langa til að fá sér hamborgara eða slíkan skyndibita koma menn að tómum kofa á Litlu kaffistofunni. „Ég vil fremur bjóða upp á þjóð- lega rétti en slíkan mat og það hefur sýnt sig að flestir þeir sem hingað koma eru ánægðir með það. Ég kvarta ekki undan viðskiptun- um. Það koma hérna dagar og vikur yfir allt sumarið sem ég gæti alveg haft opið allan sólarhringinn og haft nóg að gera en ég verð að hugsa um fjölskylduna.“ Umferðin þung en vegir batnað „Það koma álagstímar hér á sumr- in þegar umferð hér um er marg- föld á við Reykjanesbrautina sem gjarnan er miðað við í fréttum. Mig minnir að það mesta sem mældist á sunnudegi hér síðasta sumar voru tæplega 17 þúsund bílar á sólarhring. Þá myndaðist líka flöskuháls hér fyrir neðan. Nú eru komin tvö ný hringtorg hér á leiðinni frá Reykjavík að kaffistof- unni og ég veit að margir eru for- vitnir um hvort það sama verður uppi á teningnum í sumar. Einnig veit ég um marga sem furða sig á að vegurinn sé ekki tvær akreinar í báðar áttir í stað þess að hafa tvær aðeins öðru megin. En vegur- inn er öruggari en áður að mínu viti.“ Áður fyrr birtust vart fréttir af ófærð eða óhöppum á Suðurlands- vegi án þess að Litla kaffistofan væri nefnd. Þar áttu allmargir athvarf þegar veður voru sem verst en Stefán segir þetta liðna tíð. „Fyrir utan stöku skot hefur ekkert verið að veðri hér um slóðir í mörg ár og af sem áður var þegar vegurinn varð ófær hvað eftir annað alla vetur. En við stöndum enn vaktina í hvert sinn sem veður- spáin er slæm og þá er hér opið fyrir alla sem á þurfa að halda.“ Sögulegar myndir á veggjum Hvarvetna sem litið er í matsal kaffistofunnar má líta ljósmyndir frá hinum og þessum atvikum í íslenskri knattspyrnu gegnum tíð- ina. Upphaflega segir Stefán, sem sjálfur er Skagamaður í húð og hár, að til hafi staðið að leyfa myndun- um að hanga í eitt ár eða svo en áhuginn hafi verið slíkur að þær hanga enn uppi og alltaf bætist í safnið. „Ég hef fengið hingað til mín hópa ferðamanna eingöngu til að skoða myndirnar og þetta vekur athygli hjá útlendingum líka. Þar sem ég sjálfur er forfallinn bolta- aðdáandi þá finnst mér til sóma að þær hangi hér enda er safnið orðið ansi gott þótt ég segi sjálfur frá. Hér er mynd af fyrsta leiknum sem spilaður var á Íslandsmótinu árið 1912 og fleiri myndir eru hér sem þykja merkilegar fyrir margra hluta sakir. Það er mér ánægja að safna þeim og sýna enda engin íþrótt sem kemst nálægt knatt- spyrnunni hvað skemmtun varðar að mínu viti.“ Stendur vaktina áfram Stefán hefur ekkert í hyggju að hætta eða setjast í helgan stein á næstunni. „Við höfum gaman af þessu og höfum kynnst svo mörgu fólki sem hingað kemur að það verður ekki á næstunni. Með meiri umferð auk- ast viðskiptin vonandi enn frekar og það er von mín að allir sem hing- að koma finnist þeir velkomnir enda er ár og dagur síðan ég gerði mér grein fyrir að þú færð alltaf til baka það sem þú gefur. Fái við- skiptavinur góða heimilislega þjón- ustu og góðan mat aukast líkurnar til muna að hann komi aftur. Það er allur galdurinn.“ 4. mars 2006 LAUGARDAGUR38 LJÓS Í MYRKRINU Fátt er kærara þeim er leið eiga um Svínahraunið í vondum veðr- um en að sjá Litlu kaffistofuna álengdar. Þar standa dyrnar opnar alla daga og nætur líka ef veðurspár gera ráð fyrir óveðri. MYND/INGÓ.J MAÐUR ER MANNS GAMAN Einkunnarorð Stefáns eru fengin úr Hávamálum: „Ungur var ég forðum, fór ég einn saman: þá varð ég villur vega. Auðigur þóttumst, er ég annan fann. Maður er manns gaman.“FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL SÚPA EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR Það er ekkert sjoppulegt við rjómalagaðar súpurnar sem boðið er upp á í Litlu kaffistofunni en Stefán kýs fremur að bjóða slíkt en hamborgara og slíka skyndibita. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Gætum haft opið 24 tíma á sólarhring Stefán Þormar Guðmundsson söðlaði um fyrir fjórtán árum síðan og hætti í vel launuðu starfi innkaupastjóra til að taka við rekstri Litlu kaffi- stofunnar í Svínahrauni. Þar hefur hann hvern dag síðan staðið vaktina ásamt fjölskyldu sinni frá klukkan sex á morgnana. Albert Örn Eyþórsson gerði sér ferð og stoppaði við í kaffi hjá honum á leið austur fyrir fjall. Opið laugardaga: 11:00 - 16:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.