Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 81
 4. mars 2006 LAUGARDAGUR Vaðandi fjör upp um alla veggi. Sjálfur rokkkóngurinn Rúni Júll, Balli, Júlli, Óttar Felix og Tryggvi Hübner. Leikhúsgestir! Munið glæsilega matseðilinn www.kringlukrain.is sími 568 0878 Skák og mát! Rokkað á Kringlukránni laugardagskvöld Björn Hlynur Haraldsson fer með hlutverk Péturs Gauts í leikstjórn Baltasar Kormáks. Með frumsýning- unni í kvöld er jafnframt vígt nýtt leiksvið Þjóðleik- hússins, Kassinn, þar sem möguleikarnir eru óþrjót- andi. „Ég er fyrst og fremst að setja Pétur Gaut fram á aðgengilegan hátt og finna einhverja samsvörun í honum fyrir áhorfendur,“ segir Baltasar Kormákur, sem leikstýr- ir hinum sígilda ljóðleik Henriks Ibsen um Pétur Gaut, ístöðulausan mann sem þvælist víða um heim og upplifir á flækingi sínum fleira en flestir kærðu sig um. Uppfærsla Þjóðleikhússins er gerð í tilefni af hundrað ára ártíð Ibsens. Baltasar Kormákur segist reyndar lengi hafa haft hug á því að leikstýra þessu meistarastykki norska skáldjöfursins. „Í raun og veru hefur mig lang- að til að takast á við þetta verk síðan ég lék í honum sjálfur,“ segir Baltasar, sem lék Pétur Gaut í sýn- ingu Þjóðleikhússins árið 1991, sem Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stýrði. Þetta er í fimmta sinn sem Pétur Gautur eftir Ibsen er settur upp í íslensku atvinnuleikhúsi. Oftast hefur verið notast við þýð- ingu Einars Benediktssonar, en að þessu sinni hefur Karl Ágúst Úlfs- son gert nýja þýðingu fyrir sýn- ingu Baltasars, enda er sú leið farin í þessari sýningu að stilla Pétri Gaut upp í nútímanum. „Ég held textanum nokkurn veginn, nema það þarf að stytta hann talsvert því annars væru þetta fimm tímar í leik,“ segir Baltasar. „En textanum er öðru- vísi raðað upp. Það er búið að setja Pétur Gaut upp á þúsund vegu frá því hann var skrifaður.“ Leikarar, auk Björns Hlyns, eru Brynhildur Guðjónsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson og Ólafur Darri Ólafsson. Leikmyndina gerir Grétar Reynisson, en hann hlaut Grímuna fyrir sýninguna Þetta er allt að koma, sem einnig var leikstýrð af Baltasar Kormáki. Þessi sýning á Pétri Gaut er jafnframt opnunarsýning á nýju leikrými Þjóðleikhússins, Kassan- um, sem Baltasar segir vera góða viðbót við þau leiksvið sem Þjóð- leikhúsið hefur upp á að bjóða. „Þetta er mjög skemmtilegt rými og þarna á eftir að setja upp fullt af skemmtilegum sýningum. Þetta er bæði stærra og heppi- legra en hin litlu sviðin,“ segir Baltasar. Kassinn er eins og nafnið bend- ir til „svartur kassi“, eins og það er nefnt í leikhúsheiminum – ein- faldlega autt rými sem hægt er að útbúa nánast hvernig sem er eftir því sem hentar hverri leiksýn- ingu. Til dæmis má raða áhorfend- um í kringum leiksviðið eða gera nánast hvað sem leikstjóra dettur í hug, þótt Baltasar kjósi reyndar að nota þetta nýja rými á nokkuð hefðbundinn hátt á vígslusýning- unni. „Ég hef bara áhorfendur í einum hlutanum og svo er leikið í hinum hlutanum.“ Pétur Gautur í Kassanum SJÁLFSKRUFNING Baltasar Kormákur fer þá leið að stilla Pétri Gaut upp í nútímanum. SAMRÆÐUR VIÐ SJÚKRABEÐ Björn Hlynur Haraldsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlut- verkum sínum. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.