Fréttablaðið - 04.03.2006, Side 84

Fréttablaðið - 04.03.2006, Side 84
LAUGARDAGUR 4. mars 2006 47 1.499 Kauptu Pink Panther á DVD í BT og þú færð bíómiða á nýjustu myndina með í kaupbæti* * Gildir meðan birgðir endast Bíómiði á The Pink Panther FYLGIR Les panthères ne sont pas les seules qui peuvent être roses!!! Með íslens kum texta í fyrsta sinn Jenny Lewis þekkja sennilega ekki allir en hún er söngkona hljómsveitarinnar Rilo Kiley. Hún er einnig leikkona og hefur leikið í þónokkrum kvikmyndum, þáttum og auglýsingum og var meðal ann- ars í mjög litlu hlutverki í mynd- inni Pleasantville. Árið 1999 hóaði hún nokkrum vinum sínum saman og þau stofnuðu hljómsveitina Rilo Kiley sem hefur fengið þónokkra athygli. Hún er einnig bakraddarsöngkona í hljómsveit- inni The Postal Service en mestu athyglina fékk hún snemma á þessu ári þegar hún gaf út sóló- plötuna Rabbit Fur Coat. Jenny hefur fengið nokkra athygli fyrir skemmtilegan fata- stíl og eins og sést á myndunum á hún hana vel skilið. Hún klæðir sig ekki eins og hinn týpíski rokk- ari og er mikið í stuttum pilsum eða kjólum og háum stígvélum á sviði. Kjólarnir eru oft í krúttlegri kantinum en þeir verða skemmti- lega rokkaðir þegar Jenny er komin með gítarinn framan á sig og míkrafóninn í höndina. Krúttlegur rokkari SYNGJANDI SKVÍSA Þessi kjóll gæti verið keyptur í búð sem selur notuð föt. KJÓLL Sætur kjóll og beltið minnir á Marni. ROKKARI Jenny er ósjaldan í annaðhvort stuttu pilsi eða stuttbuxum á tónleikum. Á TÓNLEIKUM Í krúttlegum kjól. Nýr ilmur frá hönnuðinum Roberto Cavalli er kominn á mark- að. Um er að ræða bæði herra og dömuilm og heita þeir Just Cavalli Him og Just Cavalli Her. Ilmirnir verða kynntir í versluninni Maður og kona á milli klukkan fjögur og sex í dag. Dömuilmurinn er frískandi og hressandi og aðaluppistaðan í honum er bergamot, kanill, bamb- uslauf, liljur, apríkósur, jasmín, gyllt amber, vanilla, cedarviður og musk. Ilmurinn er tælandi og um leið ákveðinn eins og hönnun Roberto Cavalli er jafnan. Herrailmurinn er mildur viðar- ilmur og uppistaðan er bergamot, rósmarín, engifer, kardimomma, kóríander, cedarviður og musk. Fötin hans Cavallis eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum stjörnun- um enda gerir hann mikið út á glamúr og glæsileika í hönnun sinni. Hann notar mikið dýramynstur og feldi í flíkur sínar og sparar sjaldan litadýrðina. Meðal kúnna hans eru til dæmis Jennifer Lopez, Lenny Krav- itz, Mary J. Blige og síðast en ekki síst Beckham-hjónin. Victoria Beckham er gyðjan hans Cavallis og hefur oftar en einu sinni tekið þátt í sýningum hans. Hún er nánast undantekningalaust í glæsikjólum frá honum þegar hún mætir á fína viðburði. Ilmvatnsparið hans Cavallis HERRATÍSKA Herraflíkurnar eru ekki síður töff en dömuflíkurnar. SUMARLÍNAN Litríkt og glæsilegt lúkk úr sumarlínu Cavallis. JUST CAVALLI HER Dömuilmur- inn er frískur og hressandi. JUST CAVALLI HIM Nýr herra- ilmur úr smiðju hönnuðarins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.