Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 84

Fréttablaðið - 04.03.2006, Síða 84
LAUGARDAGUR 4. mars 2006 47 1.499 Kauptu Pink Panther á DVD í BT og þú færð bíómiða á nýjustu myndina með í kaupbæti* * Gildir meðan birgðir endast Bíómiði á The Pink Panther FYLGIR Les panthères ne sont pas les seules qui peuvent être roses!!! Með íslens kum texta í fyrsta sinn Jenny Lewis þekkja sennilega ekki allir en hún er söngkona hljómsveitarinnar Rilo Kiley. Hún er einnig leikkona og hefur leikið í þónokkrum kvikmyndum, þáttum og auglýsingum og var meðal ann- ars í mjög litlu hlutverki í mynd- inni Pleasantville. Árið 1999 hóaði hún nokkrum vinum sínum saman og þau stofnuðu hljómsveitina Rilo Kiley sem hefur fengið þónokkra athygli. Hún er einnig bakraddarsöngkona í hljómsveit- inni The Postal Service en mestu athyglina fékk hún snemma á þessu ári þegar hún gaf út sóló- plötuna Rabbit Fur Coat. Jenny hefur fengið nokkra athygli fyrir skemmtilegan fata- stíl og eins og sést á myndunum á hún hana vel skilið. Hún klæðir sig ekki eins og hinn týpíski rokk- ari og er mikið í stuttum pilsum eða kjólum og háum stígvélum á sviði. Kjólarnir eru oft í krúttlegri kantinum en þeir verða skemmti- lega rokkaðir þegar Jenny er komin með gítarinn framan á sig og míkrafóninn í höndina. Krúttlegur rokkari SYNGJANDI SKVÍSA Þessi kjóll gæti verið keyptur í búð sem selur notuð föt. KJÓLL Sætur kjóll og beltið minnir á Marni. ROKKARI Jenny er ósjaldan í annaðhvort stuttu pilsi eða stuttbuxum á tónleikum. Á TÓNLEIKUM Í krúttlegum kjól. Nýr ilmur frá hönnuðinum Roberto Cavalli er kominn á mark- að. Um er að ræða bæði herra og dömuilm og heita þeir Just Cavalli Him og Just Cavalli Her. Ilmirnir verða kynntir í versluninni Maður og kona á milli klukkan fjögur og sex í dag. Dömuilmurinn er frískandi og hressandi og aðaluppistaðan í honum er bergamot, kanill, bamb- uslauf, liljur, apríkósur, jasmín, gyllt amber, vanilla, cedarviður og musk. Ilmurinn er tælandi og um leið ákveðinn eins og hönnun Roberto Cavalli er jafnan. Herrailmurinn er mildur viðar- ilmur og uppistaðan er bergamot, rósmarín, engifer, kardimomma, kóríander, cedarviður og musk. Fötin hans Cavallis eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum stjörnun- um enda gerir hann mikið út á glamúr og glæsileika í hönnun sinni. Hann notar mikið dýramynstur og feldi í flíkur sínar og sparar sjaldan litadýrðina. Meðal kúnna hans eru til dæmis Jennifer Lopez, Lenny Krav- itz, Mary J. Blige og síðast en ekki síst Beckham-hjónin. Victoria Beckham er gyðjan hans Cavallis og hefur oftar en einu sinni tekið þátt í sýningum hans. Hún er nánast undantekningalaust í glæsikjólum frá honum þegar hún mætir á fína viðburði. Ilmvatnsparið hans Cavallis HERRATÍSKA Herraflíkurnar eru ekki síður töff en dömuflíkurnar. SUMARLÍNAN Litríkt og glæsilegt lúkk úr sumarlínu Cavallis. JUST CAVALLI HER Dömuilmur- inn er frískur og hressandi. JUST CAVALLI HIM Nýr herra- ilmur úr smiðju hönnuðarins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.