Fréttablaðið - 05.04.2006, Side 15

Fréttablaðið - 05.04.2006, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 5. apríl 2006 15 Andri Snær Magnason, höfundur metsölubókarinnar Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, heldur opinn fyrirlestur í SAMKOMUHÚSINU á Akureyri, Hafnarstræti 57, í kvöld, miðvikudaginn 5. apríl kl. 20:00. Andri Snær Magnason Umtalaðasta bók á Íslandi! 2. prentun komin í verslanir 1. prentun uppseld 1. sæti Metsölulista „Þetta er bók með brýnt erindi og hana verða allir að lesa sem á annað borð vilja fylgjast með. “ Páll Baldvin Baldvinsson, DV „Þessi bók er alveg yndislega skemmtilega skrifuð. Ég átti mjög erfitt með að leggja hana frá mér. “ Alex á Málefnin.com „Þessi bók endurspeglar svo margt af því sem fólk er að tala um sín á milli ... [Andri] er sá sem lætur loksins vaða og skrifar þessa líka bráðgóðu bók.“ Sigurborg Rögnvaldsdóttir, bokmenntir.is „Fáið ykkur Draumalandið, takið hana að láni á bókasafninu, kaupið hana í bókabúðinni, lesið hana við bókaborðið eða stelið henni ef þið eigið ekki fyrir henni. Þessa bók VERÐA ALLIR ÍSLENDINGAR AÐ LESA.“ Silja Aðalsteinsdóttir, TMM.is Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. edda.is VERÐLAG Fasteignaverð á höfuð- borgarsvæðinu hækkaði um þriðj- ung milli áranna 2004 og 2005. Næstmest var hækkunin á Suður- landi, 26 prósent, og aðeins hærri en hækkunin á Norðurlandi vestra, sem var 23,9 prósent. Minnst var hækkunin á Vesturlandi og Norð- urlandi eystra, sem voru sitt hvoru megin við átján prósentin. Verð íbúðarhúsnæðis á höfuð- borgarsvæðinu hækkaði tvöfalt meira á hvern fermetra á tímabil- inu en það gerði á Norðurlandi eystra. - sdg Höfuðborgarsvæðið: Íbúðaverð hækkar REYKJAVÍK Fasteignaverð hefur hækkað mest á höfuðborgarsvæðinu. LITHÁEN Hannes Heimisson sendi- herra afhenti Valdas Adamkus, forseta Litháen, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Litháen. Hannes verður með aðsetur í Helsinki. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Vilníus, höfuðborg landsins. Hannes lagði áherslu á náinn vinskap þjóðanna og vaxandi sam- skipti á vettvangi stjórnmála og viðskipta í viðræðum sínum við Adamkus. Forsetinn þakkaði Íslendingum þann stuðning sem þjóðin hefur sýnt Litháen frá því að þjóðin endurheimti sjálfstæði sitt fyrir fimmtán árum. - sdg Nýr sendiherra í Litháen: Afhenti trún- aðarbréf sitt SINUELDAR Bæjarstjórn Borgar- byggðar hefur sent frá sér til- kynningu þar sem öllum sem unnu að slökkvistarfi á Mýrum er þakk- að fyrir ósérhlífni og ómetanlega framgöngu. Þar segir að sinueldarnir á Mýrum í Borgarbyggð séu með mestu hamförum sinnar tegundar á landinu í áratugi. Með öflugri framgöngu og góðu samstarfi slökkviliða, lögreglu, ýmissa aðila sem buðu fram aðstoð sína og ekki síst íbúa í héraðinu hafi tekist að ráða niðurlögum eldsins og mikið lán sé að enginn hafi hlotið skaða í átökunum við eldana. - shá Bæjarstjórn Borgarbyggðar: Þakkar góða framgöngu SINUELDAR Á MÝRUM Þökkuð er öflug framganga þeirra sem unnu að slökkvistarfi. FINNLAND Jorma Ollila, forstjóri og stjórnarformaður Nokia í Finn- landi, hélt sína síðustu ræðu á aðalfundi Nokia í Helsinki í vik- unni. Ollila hefur verið við stjórn- völinn hjá Nokia síðustu fjórtán árin og víkur til hliðar í sumar. Við stjórnartaumunum hjá fyrir- tækinu tekur Olli-Pekka Kalla- svuo. Í finnska dagblaðinu Helsingin Sanomat kemur fram að Ollila hafi stiklað á stóru í velmegunar- sögu Nokia. Fjöldi farsíma hafi aukist í milljarða í stjórnartíð Oll- ila og þriðji hver sími sé frá Nokia. Þá hafi virði félagsins margfald- ast á aðeins fáeinum árum. - ghs Forstjóri Nokia hættur: Þriðji hver sími er frá Nokia HVALVEIÐAR Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir það tómt mál að tala um að byggja upp þorskstofninn nema með því að stunda hvalveiðar. Hann sagði á Alþingi í fyrradag að ekki hefði verið tekin pólitísk ákvörðun um áframhald hvalveiða en hrefnu- veiðum í vísindaskyni yrði haldið áfram. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, spurði sjávar- útvegsráðherra um hvalveiðar og vitnaði til nýlegra rannsókna, sem fjallað var um á síðasta fundi sjávarspendýraráðs Norðaustur- Atlantshafs, NAMMCO, sem hald- inn var á Selfossi. Guðlaugur sagði að niðurstöður Gísla Vík- ingssonar hvalasérfræðings sýndu að þorskur og annar botn- fiskur væri allt að fimmtán pró- sent af fæðu hrefnunnar en ekki um þrjú prósent eins og eldri rannsóknir hefðu sýnt. „Þetta segir okkur að til þess að byggja upp þorskstofninn verð- um við að stunda hvalveiðar,“ svaraði sjávarútvegsráðherra. Fram kom í rannsóknum að lítið er af þungmálmum og þrávirkum efnum í holdi hrefnunnar og taldi ráðherra að það stuðlaði enn að aukinni eftirspurn eftir hvala- afurðum líkt og þegar hefði gerst í Noregi. - jh Sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar: Vill veiða hval til að vernda þorsk HREFNUVEIÐAR Allt að fimmtán prósent fæðu hrefnunnar eru þorskur og annar botnlægur fiskur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.