Fréttablaðið - 05.04.2006, Side 24
MARKAÐURINN
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Eftir samráð ríkisstjórnar og
Seðlabanka hefur verið ákveðið
að auka gjaldeyrisforða bank-
ans á næstu misserum og bæta
eiginfjárstöðu hans, væntanlega
með erlendu lánsfé en ekki með
gjaldeyriskaupum á markaði.
Þeta kom fram í máli Davíðs
Oddssonar, formanns banka-
stjórnar Seðlabankans, á árs-
fundi bankans.
Davíð segir að með þessu sé horft
til lengri framtíðar og breytinga
sem séu að verða í alþjóðlegu
efnahagslegu umhverfi, frek-
ar en til tímabundins óróa nú.
„Jafnframt hefur Seðlabankinn
komið þeim tilmælum til fjár-
málaráðuneytis og ríkisstjórnar
að gert verði átak til að efla
grunn íslenska skuldabréfamark-
aðarins. Ríkissjóður er óvenju
vel aflögufær um þessar mundir
og skuldir hans lækka ár frá ári.
Þótt hann þurfi ekki að sækja
fé á markað er vel þekkt annars
staðar frá að það kemur ekki í
veg fyrir að ríkisskuldabréf séu
hryggstykkið í virkum markaði.
Ráðuneytið og ríkisstjórnin hafa
tekið umleitunum bankans vel
og eru þær nú í athugun,“ segir
Davíð.
Greiningardeild Glitnis banka
segir ljóst að erlendir aðilar
hafi margir hverjir horft til
gjaldeyrisforðans að undan-
förnu, til dæmis í hlutfalli
við innflutningsverðmæti
eða veltu á gjaldeyrismark-
aði og þótt hlutfallið vera
heldur lágt. „Gjaldeyrisforði
Seðlabanka er nú nálægt 80
milljörðum króna, sem
gróflega samsvarar
þriggja mánaða verð-
mæti vöruinnflutn-
ings eða veltu tveggja
stórra viðskiptadaga á
gjaldeyrismarkaði,“
segir greiningar-
deildin, en að auki
hefur Seðlabankinn
lánalínur hjá
erlendum fjár-
málastofnun-
um sem grípa
má til þegar
gjaldeyrisforðanum sleppir.
„Væntanleg aukning forðans er
þó óháð þessum lánalínum og
því styrkir hún bankann í því
hlutverki að vera lánveitandi
til þrautavara og/eða bregðast
við miklum sviptingum í gengi
krónu.“ Bankinn telur þó ólík-
legt að gjaldeyrisforðinn verði
aukinn á allra
næstu dögum,
„enda skilyrði
Íslendinga á
erlendum fjár-
m a g n s m ö r k -
uðum erfið,
jafnvel þótt
um ríkissjóð
sé að ræða.“
Sumarafleysingar verða með
minna móti hjá Útgerðarfélagi
Akureyrar í sumar vegna fjög-
urra vikna hlés á vinnslu í júlí-
lok.
Í frétt á vef Brims hf. er haft
eftir Gunnari Vigfússyni, verk-
stjóra hjá ÚA á Akureyri, að sem
fyrr hafi verið töluverð ásókn
í sumarafleysingavinnu hjá fyr-
irtækinu. „Hins vegar er ljóst
að sumarafleysingar verða með
minna móti vegna þess að við
gerum hlé á vinnslunni hjá okkur
í fjórar vikur, frá 28. júlí,“ segir
hann.
Gunnar segir að þrátt fyrir
að útgerðinni hafi að undan-
förnu borist eilítið minna hrá-
efni en venja hafi tekist að halda
uppi fullri vinnslu, en skortur
á aðföngum hefur helgast af
slæmu veðri og brælu á miðun-
um. Töluverð ýsuveiði hefur þó
verið undanfarnar vikur, en sú
veiði mun þó hafa dottið niður í
brælum fyrir helgi. - óká
5. APRÍL 2006 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Spænska tískuverslunarkeðjan
Inditex, sem hefur meðal ann-
ars verslunina Zöru innan sinna
vébanda, hefur tekið fram úr
Hennes & Mauritz sem stærsta
fataverslunarkeðja Evrópu.
Inditex seldi fyrir rúma
1.000 milljarða króna króna á
síðasta reikningsári, sem lauk
í janúar, samanborið við 975
milljarða veltu hinnar sænsku
H&M. Vöxtur Ind itex var mikill
á síðasta ári og opnaði félagið 448
nýjar verslanir. Inditex stefnir
að því að opna 1.300 verslanir
fyrir 2010 til viðbótar við þær
2.700 sem fyrir eru.
Þrátt fyrir þetta skilaði H&M
meiri hagnaði, um 85 milljörðum
króna samanborið við 69 millj-
arða hagnað spænska félagsins.
Liggur munurinn í því að H&M
er rótgrónara fyrirtæki, vex
hægar og fjárfestir þar af leið-
andi minna. - eþa
H&M NÆSTSTÆRST Í EVRÓPU Inditex,
sem rekur meðal annars Zara, velti meiri
fjármunum en H&M á síðasta starfsári í
fyrsta sinn.
Zara slær H&M við Auka á gjaldeyris-
forða Seðlabankans
Bæta á eiginfjárstöðu Seðlabankans. Gjaldeyrisforði nemur
nú um 80 milljörðum króna. Varla verður hann aukinn alveg
á næstunni, enda skilyrði erfið á erlendum mörkuðum.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,5
prósent á fyrsta fjórðungi þrátt
fyrir nokkrar lækkanir síðustu
vikur. Í samhengi við lengra
tímabil sést að hækkunin er
nokkuð yfir meðaltalsársfjórð-
ungshækkun.
Í hálf fimm fréttum KB banka
segir að samanborið við níu af
síðustu 11 ársfjórðungum sé
ávöxtun á fyrsta ársfjórðungi
góð. Gengi margra félaga hafi
hækkaði verulega frá áramótum
en sjö félög í Úrvalsvísitölunni
hækkuðu um meira en 10 prósent.
Kögun hækkaði mest allra félaga
á fjórðungnum en hækkunin
nemur 22,7 prósentum, leiðrétt
fyrir arðgreiðslum. Þar á eftir
kemur Actavis, en gengi bréfa
þeirra hækkaði um 19,7 prósent.
Þá hækkuðu bréf FL Group um
18 prósent. Gengi bréfa í Flögu
lækkaði mest á sama tímabili eða
um 33,2 prósent. - jab
Hækkun yfir meðaltali
ÚR KAUPHÖLLINNI Gengi bréfa í Kögun
hækkaði mest á fyrsta ársfjórðungi en gengi
bréfa í Flögu lækkuðu mest.
Greiningardeild KB banka telur í
endurskoðaðri verðbólguspá sinni
fyrir apríl að vísitala neysluverðs
hækki um 0,85 prósent, sem er
0,1 prósentustigi hærra en fyrri
spá. Gangi spá greiningardeild-
arinnar eftir hækkar 12 mánaða
verðbólga úr 4,5 prósentum í 5,1
prósent í næsta mánuði.
Helsta ástæða hækkunarinnar
er verðhækkun á eldsneyti, sem
hefur hækkað um 9 krónur eða 8
prósent frá því í byrjun síðasta
mánaðar. Í fyrri spá bankans var
gert ráð fyrir 5 prósenta hækk-
un. - jab
Hærri verðbólguspá
KRÓNA Hækkun eldsneytisverðs hafði
töluverð áhrif á neysluvísitöluna.
UPPSKIPUN Á AKUREYRI Brim hf. varð til
árið 2004 með sameiningu Útgerðarfélags
Akureyringa og Útgerðarfélagsins Tjalds.
MARKAÐURINN/GVA
Sumarafleysingar
með minna móti
ÚA gerir hlé á vinnslu í fjórar vikur í sumar.
Síminn braut ekki samkeppnis-
lög í kynningu á farsímaþjónustu
á Akranesi, samkvæmt nýrri
ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.
Í ákvörðuninni kemur fram að
samkeppnisyfirvöldum hafi
borist erindi frá Og Vodafone,
þar sem því var haldið fram að
Síminn hefði misnotað markaðs-
ráðandi stöðu sína í tengslum
við farsímaþjónustu. „Í málinu
lá fyrir að Og Vodafone hafði
boðið íbúum Akraness sérstakt
kynningartilboð á farsímaþjón-
ustu. Skömmu síðar kynnti
Landssíminn íbúum Akraness til-
boð á farsímaþjónustu.“
Samkeppniseftirlitið segir
meðal annars að tilboð fyrirtækj-
anna hafi verið að ýmsu leyti
ólík og að ekki sé unnt að líta
svo á að Síminn hafi með tilboði
sínu undirboðið Og Vodafone.
Samkeppniseftirlitið telur í
ákvörðun sinni ekkert benda
til þess að tilgangur tilboðs
Símans hefði verið að þröngva
Og Vodafone út af markaði fyrir
farsímaþjónustu við einstaklinga
heldur hefði umrætt tilboð verið
þáttur í viðbrögðum fyrirtækis-
ins við tilboði Og Vodafone. - óká
HÖFUÐSTÖÐVAR SÍMANS Í ÁRMÚLA
Í REYKJAVÍK
Síminn braut ekki
á Og Vodafone
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI