Fréttablaðið - 05.04.2006, Side 30
MARKAÐURINN 5. APRÍL 2006 MIÐVIKUDAGUR10
F R É T T A S K Ý R I N G
Allt bendir til þess að yfir 31 milljarðs
króna arður streymi til hluthafa stærstu
félaganna í Kauphöllinni á fyrri hluta
ársins. Þrátt fyrir að nokkur stór félög
hafi verið skráð af markaði er umtals-
verð aukning á arðgreiðslum milli ára. Á
síðasta ári námu arðgreiðslur hjá sömu
félögum um fimmtán milljörðum króna.
Það eru einkum hluthafar í fjármálafyrir-
tækjum og fjárfestingafélögum sem njóta
góðs af hækkandi arðgreiðslum en flest
þessara félaga skiluðu methagnaði.
VÖXTUR Í ARÐGREIÐSLUM
Almennt eru sérfræðingar á markaði
þeirrar skoðunar að arðgreiðslur hafi
verið lágar hjá íslenskum fyrirtækjum og
raunarður lítill í samanburði við erlenda
hlutabréfamarkaði. Hefðin fyrir að greiða
út arð hefur verið tiltölulega lítil hér á
Íslandi því menn hafa litið svo á að arður
væri betur geymdur inni hjá fyrirtækjum
með tilliti til frekar fjárfestinga.
“Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar
að félög eigi að borga myndarlegan arð
og tel að 20-40 prósent af hagnaði ætti að
vera greiddur til eigenda. Jafnvel þó að
stjórnendur félaga þurfi að sækja nýtt
fé á komandi ári. Það væri þá ákvörðun
hluthafans hvort hann ætti að leggja inn
meira fé,” segir Jafet Ólafsson, forstjóri
VBS Fjárfestingarbanka.
Jafet telur að raunarður sé í lægri
kantinum á Íslandi. Erlendis tíðkist það
að fyrirtæki greiði út aukaarð þegar mjög
vel hefur árað, til dæmis við sölu á fyr-
irtækjum. “Ég man bara eftir einu svona
tilviki á Íslandi þegar Baugur, sem þá
var á markaði, greiddi út aukaarð fyrir
Arcadia.”
Þórður Pálsson, forstöðumaður grein-
ingardeildar KB banka, telur að eftirspurn
eftir arði sé að aukast. Stór hópur, eins og
langtímafjárfestar, vilji hafa einhverjar
tekjur af hlutabréfum sínum. “Þá hafa
menn verið að ráðast í mörg, spennandi
verkefni annars staðar og vilja þar af leið-
andi fá tekjur af þessum fjárfestingum,
sem þeir eiga nú þegar, til að geta ráðist
í frekari fjárfestingar. Svo geta þeir sem
eru skuldsettir vegna hlutabréfakaupa
notað arð til að létta á þeim skuldum.”
Það kann að skýra lágar arðgreiðslur
að stórir fjárfestar hafa ekki gert miklar
kröfur í þeim efnum. Tryggvi Tryggvason,
forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi
lífeyrissjóði, segir að það breyti í sjálfu
sér ekki miklu fyrir greiðsluflæði Gildis
hvort fyrirtæki, sem sjóðurinn fjárfesti
í, greiði arð. Lífeyrissjóðirnir eru tiltölu-
lega ungir og eru með töluvert innstreymi
umfram útstreymi. “Við lítum á fjárfest-
ingu í hlutabréfum sem langtímafjárfest-
ingu sem skila mun arði til lengri tíma.
Litið. Arðgreiðslurnar ber hinsvegar
að hafa í huga við verðmat fyrirtækja.
Varðandi greiðsluflæði þá breytir þetta
ekki miklu því við höfum yfir að ráða
miklum fjármunum, iðgjöldum og afborg-
unum af lánum.” Ef lífeyrisgreiðslurnar
væru íþyngjandi þá myndu arðgreiðslur
kannski skipta máli að sögn Tryggva.
BAKKAVÖR BREYTIR ÚT AF VANANUM
Almennt bera auknu arðgreiðslur merki
um heilbrigði og jákvæða þróun að mati
Þórðar Pálssonar. “Það er ánægjulegt að
sjá að fyrirtækin geta greitt út þennan
arð. Ég held að það þurfi ekkert nauðsyn-
lega að koma niður á vaxtarmöguleikum
þessara fyrirtækja.”
Bakkavör er gott dæmi um íslenskt
fyrirtæki sem hefur nýtt hagnað til
áframhaldandi uppbyggingar í stað þess
að greiða hann út til hluthafa. Þó varð
breyting á þessu ári þegar hluthafar sam-
þykktu tillögu stjórnar um greiðslu 25 pró-
senta arðs af nafnvirði hlutafjár. Þórður
telur það afar jákvætt að fyrirtæki sem
Bakkavör skuli bæði geta skapað mikinn
vöxt í fyrirtækinu og greitt hluthöfum
sínum arð. “Satt best að segja kom það
mér á óvart að fyrirtæki, sem er nýbúið að
taka jafnstór lán, skuli geta greitt út svona
myndarlegan arð. Ég held að það sýni
mikinn styrk þessa fyrirtækis og sé skýrt
merki um að það ráði vel við að greiða af
þeim lánum.”
Síminn er hins vegar öfugt dæmi
við Bakkavör. Á meðan félagið var að
mestu leyti í eigu ríkissjóðs var hár arður
greiddur út úr því og fengu hluthafar til
dæmis 5,7 milljarða arð fyrir árið 2004.
Á aðalfundi Símans á dögunum var hins
vegar lagt til að ekki yrði greiddur arður
fyrir árið 2005 sem sýnir hvernig áhersl-
ur nýrra eigenda, um hvernig beri að
hámarka arðsemi félagsins, hafa breyst.
Hafa eigendur Símans boðað útrás og
vöxt.
Jafet segir að arðgreiðsla hafi ekki allt-
af áhrif á verðmæti félaga eins og raunin
ætti að vera. Sá sem kaupir hlutabréf eftir
ákvörðun arðs á aðalfundi ætti að kaupa
bréfin á lægra gengi en oft breytist það
ekkert. Við 20-40 prósenta arðgreiðslu
ætti gengi félaganna að lækka um 20-40
punkta.
“Við þekkjum fjölmörg dæmi um það
hversu markaðurinn getur verið óskil-
virkur en þetta hefur þó skánað mikið á
seinni árum.” Þótt Jafet nefni ekkert félag
í þessum efnum var það alþekkt aðferð
fjárfesta á sínum tíma að kaupa bréf í
Íslandsbanka fyrir aðalfund, taka til sín
arð og selja bréfin svo eftir aðalfund, án
þess að gengið lækkaði.
INNFLYTJANDUM SKEMMT
Viðmælendur Markaðarins eru sammála
að flest fyrirtæki hafi skýra arðgreiðslu-
stefnu og hún liggi nokkuð ljóst fyrir. “Það
hefur mátt marka það þannig að hluthafar
séu sæmilega ánægðir með þá stefnu með
þeim hætti að þessir hlutir eru ekki mikið
ræddir á hluthafafundum,” segir Þórður.
Jafet bendir á að mörg félög hafi sett sér
mjög markvissa arðgreiðslustefnu um að
greiða allt að 40 prósent af hagnaðinum út.
“Ég held að það sé mjög gott fyrir hluthafa
að ganga að því vísu hvað þeir fá mikið
greitt út. Við hjá VBS Fjárfestingarbanka
höfum alltaf lagt á það áherslu að greiða
út arð og gerum það meira að segja sam-
dægurs.”
Arðgreiðslustefna KB banka hljóðar
upp á að 10-30 prósent hagnaðar skuli
greiddur út til hluthafa en hlutfalllið er
30-40 prósent í tilviki FL Group og Glitnis.
Stefna Straums í þessum efnum hljóðar
svo að tekið sé mið af hagnaði ársins
sem og fjármagnsþörf bankans á hverjum
tíma.
Mörg fyrirtæki greiða ekki út arð í ár,
annaðhvort telja þau sig þurfa á öllum
sínum peningum að halda við frekari vöxt
eða þá að þau skiluðu tapi og geta því ekki
umbunað hluthöfum sínum.
Stærstu arðgreiðslurnar til einstakra
fjárfesta í ár renna til Exista, stærsta
hluthafans í KB banka, annars vegar og
hins vegar til Samsonar, stærsta hluthaf-
ans í Landsbankanum, sem fengu hvort
um sig 1,2 milljarða króna í arð. Glitnir
bauð sínum hluthöfum upp á að þiggja
helming arðsins í formi hlutabréfa og
gengu 85 prósent þeirra bréfa, sem í boði
voru, út. Straumur greiddi fimm milljarða
út í formi hlutabréfa í Avion Group, 1.329
milljónir í peningum og 350 milljónir í
bréfum Icelandic Group sem vakti furðu
margra. “Eina klúðrið með arðgreiðslur í
ár var að senda mönnum þetta lítilræði af
hlutabréfum í Icelandic. Mér finnst þetta
hálfgerður brandari að senda mönnum
einhverja þúsundkalla. Þetta er bara gert
til að skemmta pappírsinnflytjandanum,”
segir Jafet Ólafsson að lokum.
HLUTHAFAFUNDUR Fyrirtæki hafa fremur kosið að nýta hagnað til frekari fjárfestinga og vaxtar en að greiða hann út til hluthafa. Með auknum hagnaði stærstu fyrirtækjanna
hafa arðgreiðslur farið mjög hækkandi og námu yfir 31 milljarði á síðasta ári. MARKAÐURINN/VALLI
Græddur er fenginn arður
Hluthafar í stærstu fyrirtækjunum í Kauphöllinni fá yfir 31 milljarð króna í arð fyrir síðasta ár.
Sérfræðingar eru sammála um að arðgreiðslur hafi verið lágar á Íslandi, enda hafi hagnaður runnið
til frekari fjárfestinga, en þær fari nú ört vaxandi. Auk þess hefur arðgreiðslustefna fyrirtækja orðið
skýrari eins og Eggert Þór Aðalsteinsson komst að raun um.
A R Ð G R E I Ð S L U R
Ú R V A L S V Í S I T Ö L U F É L A G A
O G S T Æ R S T U F É L A G A
( Í M I L L J Ó N U M K R Ó N A )
Félag Arður Hlutfall Arður
2005 af hagnaði 2004
Straumur 6.679 25% 1.887
KB banki 6.646 14% 3.298
FL Group 6.034 35% 1.466
Glitnir 5.371 28% 4.525
Landsbanki 3.306 13% 1.577
TM 1.809 25% 906
Atorka Group 1.012 79% 819
Bakkavör 404 11% 0
HB Grandi 204 * 37% 256
Kögun 77 12% 58
Marel 48 9% 48
Actavis 0 0% 284
Avion Group 0 0% 0
Alfesca 0 0% 0
Dagsbrún 0 0% 0%
Össur 0 0% 0
Icelandic Group 0 0% 144
Össur 0 0% 0
Mosaic Fashions Liggur ekki fyrir 0
Alls 31.590 15.268
* Tillaga fyrir aðalfund