Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 33
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006
Ú T T E K T
Seðlabankinn boðar að tímabundið hægi á hagvexti
Í Peningamálum Seðlabanka Íslands er sagt að tímabundinn samdráttur kunni að verða fylgifiskur
aðgerða til að ná tökum á verðbólgu. Krónan hefur ekki styrkst líkt og búist var við eftir 75 punkta
stýrivaxtahækkun bankans fyrir helgi. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér umræðu um horfur í
efnahagsmálum þjóðarinnar.
HLAUPINN ÞÚSUNDKALL Fólk hefur minna á milli handanna gangi eftir spár um aukna verðbólgu um leið og vextir í landinu hækka. Markaðurinn/Teitur
lífinu. „Verkefni bankans er naumast að kalla
fram samdrátt í efnahagslífinu. Verkefnið er
að hægja á og að helstu þættir hagstjórnar
styðji heildstætt við verðbólgumarkmiðið.
Bankinn hlýtur að vera að senda ríkisvaldinu
skilaboð um að rifa seglin áður en stýri-
vextir fara upp úr öllu valdi meira en orðið
er,“ segir hann og telur þörf á að staldra
við og meta hér heildstætt samhengið í hag-
stjórninni. „Allt þarf þetta skoða í ljósi þess
að stýrivextir hér eru komnir algjörlega úr
samhengi við stýrivexti í heiminum, en þeir
eru 4,5 prósent í Bandaríkjunum og 2,5 pró-
sent á evrusvæðinu.“ Hann segir ýmsa hafa
bent á að hér ríki misvægi í hagstjórn sem
birtist í að Seðlabankinn berjist nánast einn
gegn verðbólgu meðan aðrir opinberir aðilar
virðist láta sér fátt um finnast. „Það hlýtur
að verða að íhuga stöðu opinberra útgjalda
og framkvæmda. Eins þarf að íhuga ábyrgð
gagnvart því að kynda undir væntingum
sem gegna mikilvægu hlutverki í efnahags-
lífinu,“ segir hann. Ólafur bendir á að vegna
komandi sveitarstjórnarkosninga standi nú
sveitarstjórnarmenn frammi fyrir miklum
freistingum og verði að gæta sín sérstaklega.
„Þarflegt væri að hafa hugfast að engin þjón-
usta sem sveitarfélögin veita er í eðli sínu
gjaldfrjáls, heldur kallar hún á samdrátt á
öðrum sviðum eða hærri skatta.“
Ólafur segir að gæta þurfi að samheng-
inu í opinberum ákvörðunum. „Á sama tíma
og ríkið stofnar til mikilla framkvæmda og
útgjalda hafa ítrekaðar stýrivaxtahækkanir
Seðlabankans leitt af sér verulegan vaxtamun
gagnvart útlöndum, hækkandi gengi lengst
af og þungar byrðar á útflutningsatvinnuvegi
og sprotagreinar. En um leið hefur þetta háa
gengi og miklar framkvæmdir leitt af sér
viðskiptahalla sem víðast myndi teljast óvið-
unandi og sem kann að rýra traust á íslensku
efnahagslífi.“ Þessa stöðu segir hann virðast
hafa verið, ásamt ríkjandi stefnuviðhorfi í
ríkisfjármálum, mikilvæga ástæðu þess að
matsfyrirtækið Fitch setti spurningarmerki
við lánshæfismat ríkisins í febrúar síðast-
liðnum.
ÞJÓÐ Á NEYSLU- OG FJÁRFESTINGARFLUGI
Þrátt fyrir að blikur kunni að vera á lofti taldi
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ræðu
sem hann hélt á ársfundi Seðlabankans stöðu
efnahagsmála vera trausta, eins og hún blasti
við um þessar mundir. „Afkoma fyrirtækja í
flestum helstu atvinnugreinum er góð og fer
batnandi og staða útflutnings-, samkeppnis-
og hátæknigreina hefur styrkst verulega með
þeirri gengisaðlögun sem orðið hefur að und-
anförnu,“ segir hann og telur um leið ástæðu
til að gleðjast yfir efnahagslegri velferð und-
angenginna ára. Þar benti hann meðal annars
á að frá árinu 1995 hafi hagvöxtur verið yfir
60 prósent sem jafngildi um 4,5 prósenta
hagvexti á ári hverju allt tímabilið. „Slíkur
hagvöxtur er nær einsdæmi í okkar sam-
keppnislöndum,“ segir hann og bendir á að
um leið hafi kaupmáttur heimilanna aukist
um meira en 60 prósent, sem þekkist hvergi
í nágrannaríkjum okkar. „Skuldir ríkissjóðs
hafa enn fremur minnkað verulega og eru nú
óvíða minni en hér á landi, eða sem nemur um
7,5 prósentum af landsframleiðslu í árslok
2005. Sambærileg tala árið 1995 var 35 pró-
sent af landsframleiðslu.“
Halldór segir lengi hafa legið fyrir að
aukinn hagvöxtur sem rekja megi til mikillar
uppbyggingar skapaði spennu í efnahags-
lífinu og kallaði á aðhaldssamar aðgerðir í
peninga- og ríkisfjármálum. „Til þeirra hefur
líka verið gripið með myndarlegum hætti.
Engu að síður sýndu spár stjórnvalda að
búast mætti við aukinni verðbólgu og miklum
viðskiptahalla, sérstaklega á árunum 2005
og 2006. Það hefur þess vegna ekki komið á
óvart að verðbólgan hafi aukist og viðskipta-
hallinn sömuleiðis.“ Hann
segir þó hafa komið á óvart
hversu mikið viðskipta-
halli hafi aukist en rekur
þá hækkun til aukinnar
einkaneyslu heimilanna.
Hana rekur hann til breyt-
inga á lánamarkaði og end-
urfjármögnunar húsnæðis-
lána heimilanna sem leitt
hafi til þess að þjóðin hafi
farið á mikið neyslu- og
fjárfestingarflug. „Þetta á
reyndar ekki bara við um
heimilin í landinu því að
bæði fyrirtæki og sveit-
arfélög hafa ráðist í mikl-
ar framkvæmdir og fjár-
festingar á undanförnum
tveimur árum. Mér finnst
mikilvægt að halda því til
haga að á sama tíma og
þessi þróun átti sér stað
hefur ríkið haldið að sér
höndum og fjárfesting-
ar ríkisins dregist mikið
saman. Þetta var meðvit-
uð ákvörðun ríkisstjórnar-
innar til að halda aftur af
innlendri eftirspurn eftir
fremsta megni án þess að
þurfa að snerta við mik-
ilvæga þætti velferðar-
þjónustunnar,“ segir hann
en kveður vissulega hafa
reynt á þolrif íslenskrar
hagstjórnar. „Um það er
ekki deilt. Það sem mestu
skiptir er að allar spár,
ekki einungis frá íslensk-
um stjórnvöldum heldur
ekki síður frá OECD og
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum auk matsfyrir-
tækjanna, eru samhljóða um að viðskiptahall-
inn minnki verulega þegar stórframkvæmd-
unum lýkur.“
Greiningardeild Kaupþings banka
hefur endurskoðað og hækkað
verðbólguspá sína fyrir aprílmán-
uð. Spáin hljóðar nú upp á 0,85
prósenta hækkun vísitölu neyslu-
verðs sem er um 0,1 prósentustigs
hækkun frá fyrri spá. „Ef spáin
gengur eftir fer 12 mánaða verð-
bólga úr 4,5 prósentum upp í 5,1
prósent í næsta mánuði,“ segir
bankinn og kveður ástæðu hækk-
unarinnar fyrst og fremst liggja
í meiri hækkun eldsneytisverðs,
en það hefur hækkað um 9 krón-
ur eða 8 prósent frá því í byrjun
mars. Í fyrri spá var gert ráð
fyrir 5 prósenta hækkun. Þá gerir
greiningardeildin ráð fyrir heldur
meiri hækkun á matvöru en áður.
„En gengi krónunnar hefur veikst
um 5 prósent síðan fyrri spá var
gefin út sem hefur ýtt upp elds-
neytis- og matvælaverði.“
Verðbólga
upp fyrir
fimm prósent
DAVÍÐ ODDSSON Davíð, sem er formaður bankastjórnar
Seðlabankans, fór yfir horfur í efnahagsmálum í ræðu á
ársfundi bankans fyrir helgi. MARKAÐURINN/STEFÁN
„Afkoma fyrir-
tækja í flestum
helstu atvinnu-
greinum er góð og
fer batnandi og
staða útflutnings-,
samkeppnis- og
hátæknigreina
hefur styrkst veru-
lega með þeirri
gengisaðlögun
sem orðið hefur
að undanförnu,“
segir forsætisráð-
herra ... „Skuldir
ríkissjóðs hafa enn
fremur minnkað
verulega og eru
nú óvíða minni en
hér á landi, eða
sem nemur um
7,5 prósentum af
landsframleiðslu
í árslok 2005.
Sambærileg tala
árið 1995 var 35
prósent af lands-
framleiðslu.“