Fréttablaðið - 05.04.2006, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 05.04.2006, Qupperneq 36
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristinn Ármannsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 5. APRÍL 2006 MIÐVIKUDAGUR16 S K O Ð U N Samkvæmt kenningum fjármála- fræðinnar er verð sérhverrar eignar jafnt væntu tekjustreymi hennar núvirtu með ávöxtunar- kröfu jafn áhættusamrar fjár- festingar. Það að verðmeta eign eins og hlutabréf er því fræði- lega séð ákaflega einfalt. Í „prax- is“ vandast málið hins vegar þar sem hvorki sjóðstreymið né ávöxtunarkrafan eru þekkt! Þessi eðlislæga óvissa skýr- ir hvers vegna eignamarkaðir sveiflast jafn mikið og raun ber vitni. Reyndar hafa rannsókn- ir bandaríska hagfræðingsins Roberts Shillers sýnt fram á að verð hlutabréfa hefur sveiflast miklu meira á hverjum tíma en breytingar á arðgreiðslum næstu árin á eftir eða vaxtastig gáfu tilefni til. Líkön hagfræðinnar, þótt þau kunni að gefa ágæta vísbendingu um jafnvægisverð eigna yfir löng söguleg tímabil, veita litla innsýn í sveiflur mark- aðarins til skamms tíma. DÝRSLEGAR HVATIR Þekking okkar á skammtíma- sveiflum á markaði er það sem mætti kalla forvísindaleg, því í dag höfum við enga haldbæra þekkingu á hvað veldur þess- um miklu skammtímasveiflum. Okkur er tamt að segja að sál- fræðin stjórni markaðnum og markaðurinn sé jákvæður eða neikvæður. Jafnvel sú fullyrð- ing er „mystísk“ í þeim skiln- ingi að hún virðist gera ráð fyrir að markaðurinn hafi sál, nema auðvitað að átt sé við að mark- aðurinn spegli einhvers konar meðalstemningu þátttakenda á honum. Ef svo er, er hins vegar ljóst að spurningin hefur einung- is verið endurorðuð þar sem því hefur ekki verið svarað hvers vegna þátttakendur á markaði eru skyndilega orðnir bjartsýnni eða svartsýnni en áður. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes líkti ákvörð- unartöku fjárfesta við dýrslegar hvatir eða „animal spirits“. Þrátt fyrir að okkur skorti þekkingu á skammtímasveiflum á markaði hindrar það okkur ekki í setja fram skýringar. Algengasta skýringaraðferð mannsins á fyr- irbærum sem hann ekki þekkir er að ætla viðkomandi fyrirbæri mannlega eða dýrslega eigin- leika, eins og Keynes var ef til vill að ýja að. Fyrr á tímum fól þetta í sér að maðurinn gæddi hvers kyns náttúruleg fyrirbæri eiginleikum dýra eða manna eins og sjá má til dæmis í ýmsum fornum trúarbrögðum. Á verð- bréfamarkaði velta menn hins vegar sjaldan fyrir sér hvað reiti sjóinn eða skóginn til reiði, en verja þeim mun meiri tíma í að skeggræða hvað „markaðurinn“ ætli sér og rugla þannig saman líkingamáli og veruleika. ÞEIR Önnur skýring sem stundum heyrist á markaðinum eru hinir alkunnu „þeir“ sem ýmist eiga að vera að hækka eða lækka mark- aðinn, yfirleitt í þeim tilgangi að hafa fé af þeim sem ekki fara að ráðum sögumanns. „Þeir“ taka reyndar stundum á sig vinalegri mynd og verða að „stóru fjárfest- unum“ eða jafnvel „fagfjárfest- unum“. Nánari lýsingar á hverjir tilheyra „þeim“ er hins vegar erfiðara að verða sér úti um, eða þá hvernig „þeir“ komu sér saman um að standa að þessum hrekkjum. Það læðist jafnvel að manni sá grunur að þetta séu hinir sömu „þeir“ og hljómsveit- in Þeyr söng um í laginu Þeir í upphafi 9. áratugarins. Lagið hófst á eftirfarandi erindi: Þeir stjórna New York jafnt sem Hveragerði Þeir stjórna bjórneyslu og bensínverði Þeir stjórna sídd á pilsum og hæð á skóm Þeir stjórna klerkum í Íran og páfum í Róm Ein leið til að kanna tilvist „þeirra“ og óskeikulleika eru rannsóknir á hvernig almenn- ingi tekst til við fjárfestingar sínar. Fræðimenn hafa rannsak- að þetta efni um nokkuð langt skeið í Bandaríkjunum. Helstu niðurstöður hin síðari ár hafa reyndar verið þær að árangur í fjárfestingum sé í öfugu hlutfalli við hversu virkir fjárfestar eru. Það er, því oftar sem fjárfestar kaupa og selja, þeim mun verri ávöxtun ná þeir að teknu tilliti til viðskiptakostnaðar. Önnur rannsókn sem varpar kannski frekara ljósi á tilvist „þeirra“ og hrekkvísi, eru rann- sóknir á svokölluðum „odd lots“ sem eru viðskipti með færri en 100 hluti í einu. Það eru að öllum líkindum í flestum tilfellum við- skipti einstaklinga þar sem ætla má að „þeir“ versli yfirleitt með lotustærðir þar sem það er hag- kvæmara. Árið 1975 rannsakaði Michael S. Rozeff gögn yfir „odd lot“-viðskipti frá tímabilinu 1904- 1972 í Bandaríkjunum og kannaði hvort hægt hefði verið búa til viðskiptaáætlanir til að hagnast á hegðun „litlu fjárfestanna“. Niðurstaða hans var að svo væri ekki. Næst þegar við heyrum hreyf- ingar á markaði skýrðar með því að nú séu það „litlu fjárfestarn- ir“ sem séu að kaupa eða selja á meðan „þeir“ bíði átekta, þá ættum við að staldra við. Er ekki nefnilega að minnsta kosti jafn líklegt að „þeir“ séu að spá í bjórneyslu og bensínverð og að „þeir“ eyði tíma sínum í að glepja okkur? Vegna mistaka í síðasta blaði vantaði niðurlag greinarinnar og er hún því endurbirt nú í réttri lengd. Eru „þeir“ að kaupa eða selja? Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka O R Ð Í B E L G Það kannast margir við þá stöðu að hafa ekki sinnt innkaupum til heimilisins og þegar hungrið sverfur að er gripið til skyndibita sem hvorki hefur bragðgæði né hollustu í samanburði við góða heimilismáltíð. Að sumu leyti hefur íslenskt hagkerfi verið eins og einstakl- ingur sem sífellt gleymir að kaupa inn. Hann verður að borða, en efast má um að hann lifi sérlega hollu lífi. Núverandi ríkisstjórn hefur lagt mikið kapp á nýtingu auð- linda og stóriðjufjárfestingar. Á ársfundi Seðlabankans hvatti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greiningardeildir banka til að reikna út hagvöxt komandi ára, án fjárfestinga í stóriðju. Í þessari hvatningu er sýn á framtíðina sem byggir á því að ef ríkið stuðli ekki að erlendri fjárfestingu, þá muni ríkja kreppa. Þessari sýn hefur verið svar- að og það af greiningardeild banka. Greiningardeild KB banka sýndi fram á með rökum að þessi sýn á hagvöxtinn er villandi. Villan felst í því að forsæt- isráðherra gefur sér að enginn sköpun- armáttur sé í samfélaginu. Það er, að þjóðin nýti ekki svigrúmið í hagkerfinu til þess að skapa ný verðmæti. Slakinn í hagkerfinu býr til tækifæri og svigrúm fyrir sprotafyrirtæki. Að undanförnu hafa slík fyrirtæki liðið fyrir sterka krónu og ruðningsáhrif af stóriðjufjárfestingum. Leiða má rök að því að uppbygging í greinum sem gefa meira af sér líði einmitt fyrir núverandi atvinnustefnu. Stóriðjan er ekki nauðsynleg til hagvaxtar og almennt séð er fjárfest- ing með stuðningi ríkisins líklegri til að gefa minna af sér en fjárfestingar einkaaðila. Ákvarðanir um uppbyggingu stór- iðju á landsbyggðinni eru því tæpast hagstjórnarmál. Þær eru tilfærsla hagvaxtar frá einu svæði til annars. Ákvarðanirnar eru byggðapólitískar en grundvallast ekki á því að byggja upp hagvöxt. Hættan er sú að ákvarðanir sem teknar eru á slíkum forsendum geri ekki sömu kröfur um arðsemi og ákvarðanir einkafyrirtækja myndu gera. Andri Snær Magnason rithöfundur hefur nýverið sent frá sér bókina Draumalandið, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Sú bók er athyglisvert innlegg í orðræðu um sköpun og virkjun krafta sem búa í mannauðnum, fyrir utan að vera vel skrifuð og vel unnin. Hlutverk stjórnmálamanna er að búa svo um hnúta að við nýtum þann sköpunarmátt sem býr í samfélaginu. Það er best gert með öflugu menntakerfi, almennt hagstæðu rekstrarum- hverfi og hvetjandi aðstæðum fyrir frumkvöðla. Þá væri verið að kaupa hollt og gott í matinn í stað þess að skjótast dag eftir dag og fá sér pylsu með öllu. Vafasamt er að ríkisdrifinn hagvöxtur sé sá æskilegasti: Skyndibitahagvöxtur af stóriðjuframkvæmdum Hafliði Helgason Andri Snær Magnason rit- höfundur hefur nýverið sent frá sér bókina Draumalandið, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Sú bók er athyglisvert inn- legg í orðræðu um sköpun og virkjun krafta sem búa í mann- auðnum, fyrir utan að vera vel skrifuð og vel unnin. Hvíta ógnin í Kína Economist | Breska viðskiptatímaritið The Economist gerir ótta Kínverja við erlenda fjárfesta að umfjöll- unarefni í nýjasta tölublaði sínu. Í blaðinu segir að ríkis- blaðið China Industry hafi síðastliðna fjóra mánuði fjallað ítarlega um yfirtöku erlendra fyrirtækja á kínverskum fyrirtækjum en það hefur eftir sér- fræðingum að með yfirtökunni missi Kínverjar hluta af mikilvægum kjarnafyrirtækjum sem fyrri kynslóðir hafi byggt upp í landinu. Munu fjár- festingar erlendra aðila hafa orðið umtalsefni á kínverska þinginu fyrr á árinu en þingmenn voru sammála um að takmarka verði fjárfestingarnar með einhverjum hætti. Kínverjar hafa síðastliðinn áratug reynt að laða erlend fyrirtæki og fjárfesta til landsins, t.d. með ýmiskonar ívilnunum. Greiða erlendir fjárfestar t.d. 15 prósenta tekjuskatt en kínverskir 33 prósent. Búist er við að þingið geri breytingar á skattalöggjöfinni á næstunni sem kveði á um flatan 25 prósenta skatt sem gildi jafnt fyrir erlenda fjárfesta og innlenda í Kína. Hagnaður í hundana Forbes | Bandaríska fjármálatímaritið Forbes fjall- ar um gengi fyrirtækja í Bandaríkjunum sem sérhæfa sig í vörum fyrir gæludýr í nýjasta tölu- blaði sínu. Hefur tímarit- ið eftir samtökum framleiðenda í gæludýrageiran- um að Bandaríkjamenn hafi eytt 35,9 milljörðum dala í dýrin á síðasta ári. Stærstu fyrirtækin hafi hins vegar orðið fyrir skakkaföllum á síðasta ári, ekki síst vegna hækkana á eldsneytisverði. Hafi hækkanirnar orðið til þess að neytendur hafi í auknum mæli leitað eftir ódýrum mat fyrir dýr sín og farið til lágvöruverslana í innkaupaleiðangur í stað þess að kaupa dýrari gæðafæði. Hafi hagn- aður stærstu fyrirtækja í gæludýrageiranum því dregist saman um allt að 44 prósent á síðasta ári. Hagnaður fyrirtækjanna hefur hins vegar batnað nokkuð á þessu ári, að sögn tímaritsins. Bendir það til þess að neytendur hafi jafnað sig á eldsneytis- hækkunum og séu farnir að opna veski sín á gátt líkt og áður. U M V Í Ð A V E R Ö L D AR G U S 06 -0 05 2 Við leggjum áherslu á langtímasamband og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar. SPH – fyrir þig og fyrirtækið! Vildarþjónusta fyrirtækja Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið Hærri innlánsvextir SPH innkaupakort þér að kostnaðarlausu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.