Fréttablaðið - 05.04.2006, Síða 39

Fréttablaðið - 05.04.2006, Síða 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2006 „Við getum núna sagt nemendum með góðri samvisku að við séum að kenna þeim eins vel og ef þeir færu í bestu skóla erlendis vegna þess að við erum með kennara frá þessum skólum,“ segir Jón Ormur en bætir við að ef Íslendingur er valinn í kennarahópinn þá er það ekki vegna þess að er ekki fáist útlendur kennari heldur út af því að hann er meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Finnur bend- ir á að um helmingur kennara í MBA-náminu séu útlendingar og stór hluti Íslendingar sem búa erlendis. Þeim til viðbótar kenna í náminu sérfræðingar frá HR auk leiðbeinenda úr atvinnulíf- inu, sem sérstaklega eru fengnir til kennslu vegna reynslu og sér- fræðiþekkingar. Nefnir Finnur Jónas Fr. Jónasson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, sem kennir viðskiptalögfræði í náminu. Sjálfur býr Jón Ormur í Berlín í Þýskalandi en hann kemur reglulega hingað til lands gagn- gert til að kenna alþjóðaviðskipti við skólann. ÓDÝR KOSTUR Tveggja ára MBA-nám við HR kostar 2,5 milljónir króna. Finnur bendir á að námið sé ekki dýrt, miðað við þann kost að fara í sam- bærilega skóla í öðrum löndum. Nemendur sem fara utan verða án tekna í eitt til tvö ár. Auk skólagjalda, sem séu mishá, þurfi viðkomandi svo að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Í HR geti sá hinn sami verið í vinnu með námi og því sé kostnaðaraukinn langt í frá jafnhár og ef hann yrði færi nemandinn utan. Þá er MBA-námið lánshæft og lánar Lánasjóður íslenskra námsmanna fyrir skólagjöldum nemenda við HR. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.