Fréttablaðið - 05.04.2006, Blaðsíða 53
Paris Hilton tjáir sig á mjög opin-
skáan hátt um samband sitt við
Nicole Richie í nýjasta hefti Elle.
Slúðurblöð beggja vegna Atlants-
hafsins voru fyrir nokkru uppfull
af fréttum um ósætti þeirra á milli
en þær stöllur höfðu slegið í gegn
með þættinum Simple Life. Sam-
kvæmt viðtalinu ætlar Paris aldrei
að tala við fyrrum vinkonu sína
aftur. „Nicole þolir ekki að vera í
kringum mig vegna þess að ég fæ
alla athyglina,“ útskýrir Hilton.
„Þetta er vissulega sárt því Richie
var mér sem systir,“ bætti Hilton
við og sagði hana vera yndislega
manneskju. „Frægðin hefur hins
vegar stigið henni til höfuðs.“
Hilton segir að hún vonist til
þess að framleiðendur þáttanna
um hið einfalda líf láti af því að
ráða Nicole enda telur hún sig
hafa öruggar heimildir fyrir því
að þeir vilji gera þáttinn eingöngu
með sér. „Þættirnir eru það eina
sem hún á að þannig að það nánast
ógjörningur,“ bætti Hilton við.
Fyrir þá sem vilja kynna sér enn
frekar hvað Hilton hafði að segja
um þessa æskuvinkonu sína ættu
að geta séð það á morgun en þá
kemur Elle-blaðið út.
Hilton ósátt
við Richie
PARIS HILTON Segist aldrei ætla að tala við
vinkonu sína Nicole Richie aftur.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Köntrísveit Baggalúts heldur til
Rússlands nú í apríl og verður
athyglisvert að sjá hvernig íslenskt
köntrí leggst í Rússana. „Við í
Hjálmum fórum til Rússlands í
fyrra og þetta er skemmtilegur
staður að heimsækja. Við héldum
sambandi við kontaktaðila og
höfum verið að senda þeim íslenska
tónlist. Ákváðum að lokum að fara
með Köntrísveit Baggalúts þangað
út og halda tvenna tónleika. Við
ætlum svo að gera heimildarmynd
um ferðalagið.“ - bg
Baggalútur
til Rússlands
KÖNTRÍSVEIT BAGGALÚTS Hljómsveitin
heldur til Rússlands á næstunni og spilar
þar af sinni alkunnu snilld.
MIÐVIKUDAGUR 5. apríl 2006 53
Söngkonan unga Katie Melua tróð
upp fyrir fullri Laugardalshöll á
föstudaginn og er óhætt að segja
að hún hafi heillað mannskapinn
upp úr skónum. Stúlkan nýtur
mikilla vinsælda á Íslandi og selur
tónlist sína eins og heitar lummur.
Þeir Höskuldur Höskuldsson,
útgáfustjóri Katie Melua á Íslandi,
og Björn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Senu, notuði því
tækifærið í Höllinni og afhentu
henni gullplötu fyrir árangurinn.
Katie lék á als oddi þegar Björn
og Höskuldur færðu henni gull-
plötuna enda hafði hún ekki
ástæðu til annars en kætast þar
sem húsfyllirinn og sölutölurnar
tóku af öll tvímæli um að hún
hefur með söng sínum lagt fjöl-
marga Íslendinga að fótum sér. ■
Gull fyrir Katie Melua
KATIE MELUA Var í sjöunda himni þegar hún tók við gullplötunni sinni á föstudaginn.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6