Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.05.2006, Blaðsíða 2
2 1. maí 2006 MÁNUDAGUR SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Sjálf- stæðisflokkur fengi hreinan meirihluta í borgarstjórn miðað við niðurstöður könnunar Gallup á fylgi flokkanna í borginni sem Ríkisútvarpið greindi frá í gær. Könnunin var gerð á tímabilinu 30. mars til 25. apríl. Sjálfstæðismenn bæta tveimur prósentum við fylgi sitt frá síðustu könnun fyrir mánuði síðan og eru með 49 prósent. Samfylkingin missir fjögur prósent og mælist nú með 32 prósent. Vinstri grænir eru með þrjú prósent eins og fyrir mánuði síðan og Framsóknar- flokkurinn mælist áfram með þrjú prósent. Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig tveimur prósentum og er með fimm prósent nú. Miðað við þessar tölur fengi Sjálfstæðisflokkurinn átta borgar- fulltrúa af fimmtán og þar með hreinan meirihluta. Samfylkingin fengi fimm eða sex borgarfulltrúa og Vinstri grænir einn eða tvo. Hvorki Framsóknarflokkur og Frjálslyndir myndu ná inn manni. Í könnuninni voru niðurstöður greindar niður eftir kyni og kom í ljós að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur njóta meira fylgis hjá körlum en konum. Þessu er öfugt farið hjá Samfylk- ingu og Vinstri grænum en svipað kynjahlutfall er hjá Frjálslynda flokknum. - sdg KOSNINGAKAFFI F-LISTANS 1. MAÍ kl. 14-17 í Aðalstræti 9. Þórir Baldursson leikur ljúf lög. LÖGREGLA Karlmaður var handtek- inn á laugardag með talsvert magn af fíkniefnum í fórum sínum. Bæði kannabisefni og amfetamín fundust á manninum. Lögreglan í Kópavogi segir líklegt að efnið hafi verið ætlað til sölu. Maðurinn er góðkunningi lög- reglunnar og var honum sleppt að lokinni skýrslutöku. Málið telst upplýst. Einnig fannst lítilræði af fíkni- efnum í tveimur bílum við venju- bundið eftirlit aðfaranótt sunnu- dags. - sdg Fíkniefnamál í Kópavogi: Þrír teknir með fíkniefni Bílvelta við Borgarfjarðarbrú Ökumaður velti bíl sínum rétt sunnan við Borgarfjarðarbrú á föstudag. Þrír farþegar voru í bílnum og fóru þeir í læknisskoðun á Heilsugæslunni í Borg- arnesi. Bíllinn er mikið skemmdur. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLA Konan sem ók á ofsahraða í gegnum borgina á laugardags- kvöld reyndist ökuréttindalaus og hafði stolið pallbílnum sem hún ók. Konan sinnti ekki ábendingum lögreglu um að staðnæmast og var henni veitt eftirför sem endaði á hringtorginu við Ánanaust. Lögreglan þurfti að brjóta rúðu til að komast að konunni, sem veitti mótþróa við handöku og var leidd burt í handjárnum. Tveir gangandi vegfarendur urðu næstum fyrir pallbílnum og skemmdust tveir lögreglubílar sem konan ók á. Einn lögreglumaður fór á spítala með hálshnykk eftir áreksturinn. - sdg Glæfraakstur í Reykjavík: Próflaus á stolnum bíl SKEMMDUR LÖGREGLUBÍLL Konan ók á tvo lögreglubíla áður en hún var stöðvuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR Missti allt þegar hús brann til kaldra kola Íbúðarhúsið Bergholt við Langanesveg 17a á Þórshöfn brann til kaldra kola aðfaranótt sunnudags. Eigandi hússins, Skúli Jakobsson, missti allt sitt í brun- anum. Hann á bara fötin sem hann stendur í en sér mest eftir ljósmyndunum. EUROVISION Heimsóknir á vefsíðu listaháskólanemans og ljósmynd- arans Davids Terrazas hafa marg- faldast eftir að tilkynnt var að Silvía Nótt keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppn- inni. Fjölmargir heimsækja síðuna utan úr heimi, en á henni er fjöldi mynda af súperstjörnunni sem fólk sækir í. „Þessi síða átti fyrst og fremst að snúast um mig og verk mín en hún hefur heldur betur tekið á sig aðra mynd eftir að Silvía varð svona vinsæl,“ segir David og hlær: „Hátt í fimmtíu nýir utan úr heimi koma inn á síðuna hvern dag.“ Þeir bætist við hundruð heimsókna Íslendinga á síðuna: „Flestir koma í gegnum erlendar spjallsíður um Eurovision-keppnina.“ David starfar með Silvíu og hefur tekið myndir af henni frá upphafi. Hann fylgdi henni eftir í fyrstu þáttaröðinni á Skjá einum, tók ljósmyndir sem meðal annars eru notaðar í auglýsingar en einnig myndir sem prýða nýútkomna ljóðabók hennar. „Silvía hefur breyst ótrúlega. Ég hef elskað hana frá upphafi og er ekki hissa á því hversu langt hún er komin.“ Spurður hvort breytingin sé til hins betra segir David: „Það er svo ótrúlega margt heillandi við hið upphaflega útlit hennar en dívu-lúkkið er líka flott. Hún er hin íslenska Madonna núna.“ - gag DAVID VIÐ TÖLVUNA Fjölmargir heimsækja heimasíðuna hans Davids, á slóðinni: www. davidterrazas.net, vegna mynda af Silvíu Nótt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Heimasíða listaháskólanemans Davids Terrazas trekkir að: Sóst eftir Silvíu Nótt á netinu BRUNI „Ég á bara fötin sem ég stend í,“ segir Skúli Jakobsson eigandi íbúðarhússins Bergholts við Langanesveg 17a á Þórshöfn sem brann til kaldra kola aðfara- nótt sunnudags. Tilkynnt var um eldinn rúmlega tólf og var slökkvilið Þórshafnar fljótt á staðinn en illa gekk að slökkva eldinn þar sem húsið er gamalt og klætt að utan. Komst eldurinn milli þils og veggja og var því erfiður viðfangs. Það var ekki fyrr en þak hússins var rofið með stórri vinnuvél að slökkvi- starfið fór að bera árangur. Slökkviliðsmenn voru á vakt fram undir morgun þar sem neistar tóku sig upp aftur og aftur. Varla þarf að orðlengja að húsið er gjör- ónýtt. Skúli var að heiman þegar eldurinn uppgötvaðist. Hann kom að húsinu stuttu síðar og var það mikið áfall. „Maður er bara í sjokki,“ segir Skúli, sem keypti húsið fyrir rúmu hálfu ári. Það er gamalt, upphaflega byggt á þriðja áratug tuttugustu aldar en var mikið endurgert fyrir fáeinum árum síðan. „Þetta er svipað og að fá andlátsfrétt,“ segir Skúli og dæsir. Eins og vill verða með fólk í hans stöðu eru það ekki verald- legu og dýru hlutirnir sem honum er sárast um. „Ég sé mest eftir myndum og minningum,“ segir Skúli, sem er sjálfstætt starfandi múrari, en bruninn kemur sér einnig mjög illa vinnu hans vegna enda eyðilagðist mikið af bók- halds- og tölvugögnum. Skúli á þó góða að og segist hafa fengið mikinn og góðan stuðning frá vinum og fjölskyldu. Hann býr sem stendur hjá vinum sínum en stanslaus straumur hefur verið af fólki til hans og síminn hefur ekki stoppað að hans sögn. Um framhaldið hefur Skúli lítið að segja. Hann telur sig vel tryggðan þó þau mál eigi eftir að skýrast betur. Hann getur ekki ímyndað sér hvað hafi orsakað eldinn og er málið til rannsóknar hjá lögreglu. solveig@frettabladid.is BERGHOLT Íbúðarhúsið við Langanesveg 17a á Þórshöfn er gjörónýtt. Húsið var byggt á þriðja áratug síðustu aldar en var mikið endurgert fyrir fáeinum árum. MYND/GUÐJÓN GAMALÍELSSON Ný Gallup-könnun á fylgi flokka í Reykjavík: Hreinn meirihluti D-lista TRÚMÁL Ásatrúarfélagið hefur höfðað mál gegn dómsmálaráð- herra og fjármálaráðherra og vill fá viðurkenndan rétt sinn til sömu fjárveitinga úr ríkissjóði og þjóð- kirkjan fær. Ríkið greiðir öllum trúfélögum ákveðna upphæð af tekjuskatti en þjóðkirkjan fær því til viðbótar framlag í kirkjumálasjóð upp á rúmar 180 milljónir á þessu ári og tæpar 300 milljónir í jöfnunarsjóð sókna. Ásatrúarfélagið telur þessa mismunun á milli trúfélaga brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinn- ar. - sdg Ásatrúarfélagið í mál við ríkið: Vill jafnmikið og þjóðkirkjan ÞJÓÐARPÚLS GALLUP Apríl Mars49 % 47% 32% 36% 11%11% 3%3% Sjá lfst æð is- flok kur Sam fylk ing Vin stri græ nir Fra ms ókn ar- flok kur 3%5% Frjá lsly ndi flok kur SPURNING DAGSINS Sigurður, eruð þið ekki komn- ir á dálítið hálan ís? „Jú, enda erum við bestir þar.“ Íslenska landsliðið í íshokkíi varð heims- meistari í þriðju deild heimsmeistaramótsins um helgina og keppir því í annarri deild að ári. Sigurður Sveinn Sigurðsson er ritari íshokkísambandsins. LÖGREGLA Maður rotaðist þegar hann var sleginn í höfuðið á Hverfisgötunni á sjötta tímanum á sunnudagsmorgunn. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og var meðvitundarlaus í nokkurn tíma. Fjöldi vitna var að árásinni en tildrög árásarinnar liggja ekki fyrir. Lögregla veit hver árásar- maðurinn er og hans er nú leitað. Sá sem fyrir árásinni varð er ekki alvarlega slasaður að sögn lögreglunnar í Reykjavík. - sdg Árás á Hverfisgötu: Maður rotaður í miðbænum NEPAL, AP Girija Prasad Koirala sór í gær embættiseið sem nýr forsætisráðherra Nepal. Af því til- efni hélt Koirala ræðu þar sem hann hvatti uppreisnarher maó- ista í landinu til að ganga að sátta- borðinu. Maóistar stjórna stórum hluta landsins en þeir lýstu nýlega yfir þriggja mánaða vopnahléi eftir að konungur landsins, Gyanendra, endurreisti þingið í kjölfar gífur- legra mótmæla almennings í land- inu. Þau mótmæli kostuðu alls sex- tán óbreytta borgara lífið en hinn nýi forsætisráðherra vill nú líta fram á veginn og berjast fyrir frekari friði og lýðræði í landinu. - sha Nýr forsætisráðherra Nepal: Vill semja við maóista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.