Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 01.05.2006, Qupperneq 12
Á þingi evrópskra verkalýðs-félaga í París árið 1889 var samþykkt tillaga um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frí- dagur verkafólks. Frakkar, sem lögðu tillöguna fram, vildu að verkafólk notaði daginn til fjölda- funda til að fylgja eftir kröfum um átta stunda vinnudag og öðrum umbótum á kjörum sínum. Það varð hins vegar hálfgert hernaðarástand í mörgum evrópskum borgum þennan dag og töldu ýmsir að það tiltæki að halda sérstakan baráttu- dag væri upphaf byltingar. Í Frakk- landi voru kröfugöngur bannaðar og á nokkrum stöðum í Austurríki brutust út átök. Þúsundir manna í Bretlandi tóku þátt í kröfugöngum þann 1. maí og á Ítalíu og Spáni urðu róstur og margir verkalýðs- sinnar voru hnepptir í varðhald. Aðdragandinn að stofnun frídags verkamanna, 1. maí, var þó enn lengri því allt frá árinu 1860 höfðu samtök verkamanna í Banda- ríkjunum barist fyrir átta stunda vinnudegi og þegar bandarísku verkalýðssamtökin voru stofnuð árið 1886 settu þau einnig kröfu um átta stunda vinnudag á oddinn. Sambandið ákvað árið 1889 að efna til allsherjar vinnustöðvunar 1. maí árið eftir til að knýja fram viðurkenningu á þessari kröfu. Það voru því kröfur amerískra verka- manna sem gerðu það að verkum að áðurnefnd ákvörðun var tekin í París. Valið á þessum degi styðst við rótgróna hefð, en menn tóku sér oft frí þennan dag. Í heiðnum sið var hann táknrænn fyrir endalok vetrarins og upphaf sumars. Á Norðurlöndunum var 1. maí fyrsti dagur sumars. Þann 1. maí gengur fólk undir rauðum fána og leikinn er alþjóða- söngur verkalýðsins. Mörgum verður þá hugsað til Sovétríkj- anna sálugu og alræðisvalds kommúnistastjórna. Upprunaleg merking þessara tákna er þó fyrst og fremst krafa um breytingar og réttlátara þjóðfélag. Rauði liturinn á fána verkalýðshreyfingarinnar táknar uppreisn gegn ranglæti. Fyrsta kröfugangan á frídegi verkamanna á Íslandi var árið 1923 í Reykjavík, en um nokkurra ára skeið fram að því höfðu verið haldnar innisamkomur 1. maí. Þennan dag fylkti reykvískt verka- fólk liði en hafa ber hugfast að Alþýðusamband Íslands var stofnað árið 1916 og sameining verkafólks í heildarsamtökum hefur örugglega stuðlað að því að fólk tók að hittast á þessum degi. Ekki voru fyrstu göngurnar fjöl- mennar og þær vöktu ekki mikla athygli nema kannski andstæðinga samtaka launafólks. Í fyrstu göng- unni árið 1923, og í mörg ár eftir það, hópuðust þeir saman og jusu yfir göngumenn háðsglósum og skítkasti. Göngumenn létu þetta ekki á sig fá og göngur á 1. maí urðu árlegur viðburður. Göngu- mönnum fjölgaði og kröfugöngur voru farnar víða um land. Tuttugu árum síðar hafði margt breyst. Á stuttum tíma hafði íslenskt samfélag tekið verulegum breytingum og styrkur verkalýðs- hreyfingarinnar á almenna markaðnum var allur annar. ASÍ var orðin máttug fjöldahreyfing og naut vaxandi virðingar. Stríðið var í algleymingi og félög eins og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja höfðu gengið í lið með Alþýðuhreyfingunni um að halda 1. maí hátíðlegan sem frídag alls launafólks. Í ávarpi sínu árið 1943 leit Guðgeir Jónsson, forseti ASÍ, um öxl og rifjaði upp að sambandið hafði verið stofnað árið 1916 á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Það var stofnað af sex félögum með sex hundruð starfsmenn innan vébanda sinna. Tuttugu og þremur árum seinna hafði félagatalan þrí- tugfaldast, félögin voru orðin 116 og voru félagsmenn nítján þúsund alls. Þetta sást á kröfugöngunni 1. maí árið 1943 sem að sögn blaða- manns Alþýðublaðsins var sú stærsta sem sést hafði. Fyrst var gengið um vestur- bæinn og síðan lá leiðin austur á bóginn. Lúðrasveitir léku og fólkið skipaði sér undir fána félaga sinna. En íslenski fáninn var líka á lofti, rauðir fánar voru margir og mismunandi stórir, áletraðir borðar og spjöld með kröfum dagsins. Um kvöldið voru skemmt- anir í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu og í Iðnó. Bæði húsin voru full út úr dyrum og dagskráin fjöl- breytt: stutt ávörp, skáld létu ljós sitt skína og sungið var og dansað. Þeir sem heima sátu hlustuðu á dagskrá útvarpsins sem var helguð 1. maí að hluta. Þessi hátíðarstemning er lýsandi fyrir 1. maí kröfugöngur og hátíðarhöld næstu áratuga. Um litríkar og glæsilegar fjöldagöngur var að ræða og hátíð í hugum verkafólks og kannski þjóðarinnar allrar. Það sem breyttist milli ára voru kröfur dagsins, málaðar og skrifaðar á spjöld og borða, þó þær hafi ávallt verið keimlíkar. Svo er enn í dag. Árið 2006 er merkilegt í sögu verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi vegna þess að níutíu ár eru síðan Alþýðusamband Íslands var stofnað. Það telst einnig mikilvægt í sögulegu ljósi vegna þess að síðar á þessu ári verða stofnuð ný samtök verkalýðshreyfinga á heimsvísu með rúmlega 200 milljónum félaga. En þótt samtökin séu ný þá er boðskapurinn sá hinn sami eftir áratuga baráttu. Sam- tökunum er ætlað að berjast fyrir réttindum og bættum hag verka- manna, gegn valdníðslu og arðráni og skapa vettvang verkalýðsfélaga um allan heim til þess að halda hug- sjóninni um jöfnuð á lofti. Heimildir: Alþýðusamband Íslands, Þorleifur Óskarsson, visindavefur.hi.is 1. maí 2006 MÁNUDAGUR12 1. maí er hátíðlegur dagur í augum flestra Íslend- inga en þessum degi er fagnað á mismunandi forsendum. Í hugum yngra fólks er hann ekkert annað en venjulegur frídagur, en í huga manns sem man tímana tvenna stendur hann fyrir ára- tuga baráttu fyrir jöfnuði og það sem flestir telja sjálfsögð mannréttindi. Fyrsti dagur maímánaðar hefur í rúma öld verið sérstakur og kemur þar margt til, en fyrst skal það telja að hann er dagur verkalýðsins. Svavar Hávarðsson leit um öxl og kynnti sér sögu þessa dags hér og erlendis. Grípum geirinn í hönd 1. MAÍ 1964 Séð yfir Lækjartorg og Bernhöftstorfuna í Reykjavík. Árið 1943 var vélbyssu- hreiður setuliðsins staðsett á torfunni og notað sem ræðupallur. 1. MAÍ 1978 Séð upp Laugaveginn í Reykjavík. Kröfugöngur á þessum degi hafa lengi verið farnar niður verslunargötuna. 1. útdráttur 9. maí Ágóði af Happdrætti DAS rennur til uppbyggingar dvalarheimila fyrir aldraða ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 30 94 4 04 /2 00 6 Bílainnflytjandi Hringdu núna 561 7757 Kíktu á neti› www.das.is 773 skattfrjálsar milljónir á árinu Alþjóðasöngur verkalýðsins Fram, þjáðir menn í þúsund löndum sem þekkið skortsins glímutök! Nú bárur frelsis brotna á ströndum, boða kúgun ragnarök. Fúnar stoðir burtu við brjótum! Bræður! Fylkjum liði í dag - Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. Þó að framtíð sé falin, grípum geirinn í hönd, því Internationalinn mun tengja strönd við strönd. (Eugén Pottier; þýð. Sveinbjörn Sigurjónsson.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.