Fréttablaðið - 01.05.2006, Page 18

Fréttablaðið - 01.05.2006, Page 18
 1. maí 2006 MÁNUDAGUR18 BRÉF TIL BLAÐSINS Það er erfitt að ímynda sér Reykja- vík án útlendinga. Þeir hafa hresst eftirminnilega upp á veitingahúsa- flóru borgarinnar, kynnt borgarbúa fyrir alþjóðlegum og framandi straumum og stefnum í tónlist, dansi og myndlist. Þeir færðu okkur heiminn heim. Frambjóðend- ur Samfylkingarinnar í Reykjavík, með borgarstjóraefnið Dag B. Egg- ertsson í broddi fylkingar, stóð fyrir súpufundi í Alþjóðahúsinu fyrir nokkrum vikum þar sem fjöl- margir íbúar Reykjavíkur af erlendum uppruna mættu og létu í ljós skoðanir sínar. Að loknum frá- bærum fundi stóð eitt upp úr: Van- nýttir hæfileikar. Útlendingum í Reykjavík finnst sem þeirra mennt- un og bakgrunnur sé sorglega lítið nýttur samfélaginu til framdráttar. Þeim finnst sem kröfur um íslenskukunnáttu séu ósanngjarnar og hamli því að þeir komist í störf við þeirra hæfi. Á hverju ári vantar sérfræðinga af öllum toga til starfa og fyrirtæki mættu gjarnan leita hófanna í ört stækkandi hópi íbúa af erlendum uppruna. Í honum liggja verðmæti sem vont er að kasta á glæ. Íslenska, lykill að samfélaginu Íslenskan er lykill að samfélagi okkar og Reykjavíkurborg hefur niðurgreitt íslenskukennslu til útlendinga um árabil. Námskeiðin kosta peninga en Reykjavíkurborg hefur haft það að markmiði að gjaldið fæli ekki væntanlega nem- endur frá. Íslenskan er erfitt tungu- mál að læra fyrir flesta útlendinga en það er segin saga að tungumála- nám sækist illa ef fólk tekur ekki þátt í samfélaginu. Tungumálið lærist fyrr og betur ef „nemand- inn“ er í umhverfi sem hann blómstrar í og umkringdur fólki sem hefur svipaða menntun og áhugasvið. Sviðahausar og Sylvía Nótt En tungumálið er ekki eini lykillinn sem útlendingar þurfa að eiga í kippunni sinni, ætli þeir að aðlagast íslensku samfélagi. Ýmislegt kemur spánskt fyrir sjónir þegar sest er að í ókunnu landi; hefðir, siðir, menning og hátíðir heima- manna eru sem lokuð bók fyrir aðflutta einstaklinga. Hvernig eiga íbúar af erlendum uppruna að skilja íslensku jólasveinana og vestfirska stoltið? Sviðahausa og Sylvíu Nótt? Hvað eru Hafnarfjarðarbrandarar, leikjanámskeið og Menningarnótt? Allir sem hafa búið erlendis kann- ast við þá tilfinningu að þekkja ekki bakgrunninn, söguna og einkahúm- orinn. Þá væri gott að hafa aðgang að tilteknum heimamönnum til að geta spurt spurninga sem erfitt er að finna svör við í bæklingum útlendingaeftirlitsins. Áttu vin frá útlöndum? Við í Samfylkingunni viljum koma á stuðnings- eða vinafjölskylduneti í gegnum hinar vel heppnuðu þjón- ustumiðstöðvar hverfanna. Þannig gætu erlendar fjölskyldur og ein- staklingar tengst íslenskum fjöl- skyldum og einstaklingum vina- böndum með það í huga að vera hinum erlendu íbúum innan handar meðan þeir eru að átta sig á aðstæð- um, menningu og siðum landsins. Þetta væri ekki síður gott tækifæri fyrir Íslendinga að kynnast nýju fólki, jafnvel frá landi sem spenn- andi væri að læra meira um, eign- ast þar kunningja og jafnvel heim- sækja síðar meir. Oft er sagt að auga gestsins sé glöggt og víst er að margir útlendingar eru áhuga- samir um íslenska siði og menn- ingu. Fræg er sagan af rammís- lenskum vinkonum sem skelltu sér á námskeið hér í borg þar sem þátt- takendum var kennt að prjóna hina alíslensku lopapeysu. Það er skemmst frá því að segja að fullt var út úr dyrum á námskeiðinu en ungu konurnar tvær voru einu Íslendingarnir. Útlendingar sem vilja flytjast hingað hafa afar verðmæta þekk- ingu og sýn á samfélagið og koma auga á ný og öðruvísi tækifæri en við sem erum innfæddir Íslending- ar. Við eigum að nýta okkur mann- auðinn sem í þeim felst og taka á móti þeim með sannri íslenskri gestrisni og hlýhug. Smæð samfé- lagsins gerir Íslandi, með Reykja- vík í broddi fylkingar, einstakt tækifæri til að sinna gestgjafahlut- verki sínu þannig að sómi sé að. Við ættum ekki að láta óttann við hið framandi ráða för heldur fagna fjölbreytni sem auðgar og göfgar land og þjóð. Oddný er í 5. sæti og Dofri 7. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Heimurinn er hér UMRÆÐAN NÝIR ÍSLENDINGAR ODDNÝ STURLUDÓTTIR OG DOFRI HERMANNSSON Útlendingar sem vilja flytjast hing- að hafa afar verðmæta þekkingu og sýn á samfélagið og koma auga á ný og öðruvísi tækifæri en við sem erum innfæddir Íslendingar. Við eigum að nýta okkur mann- auðinn sem í þeim felst og taka á móti þeim með sannri íslenskri gestrisni og hlýhug. This article can be viewed as a whole in English on the website www.xsreykjavik.is. The article involves issues concerning foreigners in Reykjavik. Samfylkingin hefur birt stefnuskrá sína fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar. Þar er lögð rík áhersla á velferð og lífsgæði íbúanna sem m.a. er fengin með öflugri nærþjón- ustu. En hvaða þjónusta er þessi nærþjónusta og hvernig getum við skipulagt hana þannig að hún virki? Hugtakið nærþjónusta er almennt notað yfir þá þjónustu sem fólk fær utan stofnana. Það getur verið þjónusta í heimahús t.d. félagsleg heimaþjónusta, stuðn- ingsþjónusta vegna fatlaðra barna, heimahjúkrun og liðveisla. Nær- þjónusta er einnig velferðar- og heilbrigðisþjónusta sem fólk sækir frá heimilum sínum eins og heilsu- gæsla og ráðgjöf veitt í skóla og/ eða á þjónustumiðstöð. Í dag er mikið rætt um að flytja yfir til sveitarfélaga nærþjónustu sem ríkið er að veita fólki. Reykjavík- urborg hefur ítrekað óskað eftir auknum verkefnum en fengið þau svör að ekki verði um frekari til- færslu verkefna frá ríki að ræða fyrr en frekari sameining sveitar- félaga hafi átt sér stað. Engu hefur skipt að Reykjavík hyggst ekki sameinast öðrum sveitarfélögum. En ástæða þess að við viljum frekari verkefni er sú að þá gefst tækifæri til að samþætta þjónust- una við þá þjónustu sem sveitarfé- lagið er nú þegar að veita. Slík sam- þætting léttir undir með fólki sem þarf þá ekki að fara hús úr húsi í leit að aðstoð og þjónustan verður mark- vissari þegar þeir sem veita þjón- ustuna hafa heildarsýn á aðstæður þeirra sem njóta þjónustunnar. Það er skýr vilji Samfylkingar- innar að málefna aldraðra og mál- efni fatlaðra flytjist til sveitarfélag- anna og Samfylkingin í Reykjavík er reiðubúin að taka við þessum verkefnum ásamt heilsugæslu og annarri nærþjónustu sem ríkið veit- ir í dag. Raunar hefur Reykjavíkur- listinn búið okkur undir þennan flutning með því að samþætta okkar eigin nærþjónustu í Þjónustumið- stöðvar í hverfum borgarinnar. Þar er gert ráð fyrir fleiri verkefnum þannig að opinber þjónusta verði aðgengileg á einum stað eins nálægt íbúunum og hægt er. Nú þegar eigum við farsælt samstarf við Lög- regluna í Reykjavík og er það sér- staklega gott þar sem lögreglan er í húsnæði með þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Mikilvægt er að vera ekki einungis að bregðast við þegar á bjátar. Því vill Samfylkingin í Reykjavík taka forvarnir föstum tökum. Það hefur sýnt sig í þeim forvarnarmálum sem Reykjavíkur- listinn hefur staðið fyrir ásamt félagssamtökum í borginni að árang- ur er umtalsverður. Forvarnir frá frumbernsku margborga sig. Við sem erum í framboði fyrir Samfylkingu og óháða viljum veita öfluga nærþjónustu í hverfum borg- arinnar. Það skiptir miklu fyrir okkur öll, enda erum við öll þjón- ustuþegar opinberrar velferðar- og eða heilbrigðisþjónustu á hinum ýmsu æviskeiðum lífs okkar. Við viljum að nærsamfélagið sé eins og stórfjölskyldan sem tekur á málum þegar á þarf að halda - þjónustumið- stöðvar í hverfum eru okkar leið til að koma til móts við fólkið í borg- inni. Höfundur skipar 4. sæti lista Samfylkingarinnar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosning- ar. Öflug nærþjónusta - allir með! UMRÆÐAN NÆRÞJÓNUSTA BJÖRK VILHELMSDÓTTIR FÉLAGSRÁÐGJAFI OG BORGARFULLTRÚI Valgeir Sigurðsson, varaformaður Holl- vinasamtaka RÚV, skrifar: Er ykkur ekki sjálfrátt, sem viljið ólm gera íslenzka Ríkisútvarpið að hlutafélagi og opna þannig leiðina til þess að það verði einkavætt, það fari að ganga kaupum og sölum og verði þar með eyðilagt? Skiljið þið virkilega ekki hina algeru sér- stöðu íslenzku þjóðarinnar meðal þjóða heimsins? Vitið þið ekki, að mannfjöldi okkar er álíka og í miðlungsbæ á meg- inlandi Evrópu? Vitið þið ekki, að við erum örsmátt málsamfélag, sem verður að kosta öllu sínu til, ef það á að lifa af í umróti tímanna? Vitið þið ekki, að Ríkisútvarpið hefur verið ein styrkasta stoðin, sem held- ur uppi tungumáli okkar og andlegri menningu þjóðarinnar? Það hefur verið það, er það núna og mun halda áfram að vera það, ef það fær að vera í friði. Dettur ykkur virkilega í hug að útvarpið verði slík menningarstofnun, þegar búið verður að einkavæða það og því verður stjórnað af bröskurum, sem hugsa ekki um neitt nema stundargróða? Er ykkur ekki ljóst, hvaða áhættu þið eruð að taka með því að greiða fyrir því að slík ógæfa dynji yfir? Skiljið þið ekki, að þið eruð að bjóða hættunni heim? Eða er ykkur hreinlega ekki sjálfrátt? Er ykkur ekki sjálfrátt? ������������ �������������� �������������� ������� ���������� ����

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.