Fréttablaðið - 01.05.2006, Side 19

Fréttablaðið - 01.05.2006, Side 19
Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar um íslenskt atvinnulíf og ESB í Fréttablaðinu 28. apríl. Dregur Hannes nokkrar óvarleg- ar ályktanir sem ástæða er til að gera athugasemdir við. Hannes heldur því t.a.m. fram, að aðild að ESB hefði neikvæð áhrif á íslenskan vinnumarkað. Hins vegar er það svo, að „reglu- gerðafargan“ á evrópskum vinnu- markaði er fyrst og fremst ákvörðun hvers ríkis fyrir sig, og á ekki rætur sínar að rekja til „stjórnarherranna“ í Brussel eða félagslegs sáttmála ESB. Er þar verulegur munur eftir ríkjum, allt frá verulegum höftum á vinnumarkaði á Ítalíu og í Frakk- landi til mjög frjálslegra reglna í Danmörku, Bretlandi og á Spáni. Raunar benda rannsóknir til þess að reglur sem takmarka frelsi atvinnurekenda til að segja upp starfsfólki hafi tiltölulega lítil áhrif á atvinnuleysi. Orsakanna er fremur að leita í rausnarleg- um og ótímabundnum atvinnu- leysisbótum og háum launaskött- um. Hvorugt á rætur sínar að rekja til ESB, sem fer hvorki með skattlagningarvald né ákvarðar fyrirkomulag almannatrygginga. Aðild að ESB mundi því ekki hafa í för með sér þau íþyngjandi áhrif á íslenskum vinnumarkaði sem Hannes gefur í skyn. Staða Íslands gagnvart ESB nú minnir um margt á stöðu Pólverja, Tékka og Ungverja á 10. áratugnum, sem sóttust eftir inngöngu í sam- bandið vegna þess að þeir töldu stöðu sína utan þess óviðunandi. Þessi ríki, eins og Ísland, voru og eru mjög háð innri markaði ESB, en lítil hagkerfi þeirra skiptu sambandið að sama skapi litlu máli. Þessi ójafna staða gerði ýmsum sérhagsmunum innan sambandsins kleift í tíma og ótíma að krefjast verndarað- gerða gegn útflutningsvörum þeirra - sem sambandið varð oftar en einu sinni við - sem ógn- aði efnahagslegu öryggi í þessum ríkjum. Þá stóð óviss staða þeirra utan sambandsins í vegi fyrir erlendri fjárfestingu. Eina var- anlega lausnin var að ganga í sambandið. Samsetning íslensks útflutnings er að vísu ólík, en rökin að baki eiga samt sem áður við. Vissulega er líklegt að Íslend- ingar greiddu meira í sjóði ESB en þeir fengju til baka í beinum framlögum. Hvaðan Hannes hefur ágiskun sína um tugmillj- arða kostnað fram yfir ávinning á ári er óljóst, en hún hljómar þó ákaflega ósennilega. Því er að vísu ekki að neita, að umtalsverð óvissa ríkir hvað varðar þjóð- hagslegan ávinning af aðild, en þegar tekið er tillit til áhrifa auk- innar utanríkisverslunar, meiri erlendra fjárfestinga og virkari samkeppni á vörumarkaði er það líklegra en ekki, að heildaráhrif- in yrðu jákvæð. Séu það ákjósanleg markmið að hér ríki „há laun, lágir skattar og eðlilegt matvælaverð“ er það jafnframt svo, að aðild að ESB væri einmitt rétta skrefið í þá átt að gera þau að veruleika. Í öllu falli kemur aðild þeirra að ESB ekki í veg fyrir að Eistlendingar hafi engan skatt á hagnað fyrir- tækja. Að sama skapi átti inn- ganga Svía og Finna í sambandið drjúgan þátt í því að matvæla- verð þar lækkaði. Aðild er því líklega einmitt mikilvæg for- senda þess að markmið Hannes- ar hvað Ísland varðar náist. Höfundur er nemi í evrópskum fræðum við Johns Hopkins. Ísland og ESB UMRÆÐAN KJARTAN FJELDSTED NEMI SKRIFAR UM EVRÓPUSAMBANDIÐ MÁNUDAGUR 1. maí 2006 19 1. maí í Reykjavík Launafólk Kröfuganga dagsins fer frá Hlemmi Safnast verður saman við Hlemm og gengið niður Laugaveg kl. 13.00 Gangan leggur af stað kl. 13.30 Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu Útifundurinn hefst á Ingólfstorgi kl. 14.10 Ávarp Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna. Tónlist Ragnheiður Gröndal og hljómsveit. Ávarp Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Gamanmál Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson, leikarar. Ávarp Guðni Rúnar Jónasson, formaður Iðnnemasambands Íslands. Fundarstjóri Ágúst Þorláksson, Efling - stéttarfélag. Verkalýðsfélögin í Reykjavík BSRB Bandalag háskólamanna Kennarasamband Íslands Iðnnemasamband Íslands 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.