Fréttablaðið - 01.05.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 01.05.2006, Síða 24
 1. maí 2006 MÁNUDAGUR4 Frábært verð á girðingaefni: 200cm og 120cm hæð. Pappi.is Þakpappi, gúmmídúkar, PVC og sundlaugadúkar Nýlagnir og viðgerðir. Gerum verðtilboð Pappi.is Flugumýri 14 270 Mosfellsbær Sími 557 8030 og 892 8131 www.pappi.is pappi@pappi.is Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a Eignaskiptay rlýsingar atvinnu- og íbúðahúsnæði fyrir Hvernig bera menn sig að við að búa til garða frá grunni? Pétur Reynisson og Bragi Ár- dal í fyrirtækinu Skrúðgörðum ehf. kunna lagið á því. „Það er gefandi að hanna lóð frá grunni, framkvæma svo verkið og fylgja hugmyndunum eftir. Við ein- beitum okkur að hellulögn og gróðri en fáum oft smiði í tréverk ef mikið er af því,“ segir Pétur, sem er menntaður skrúðgarðyrkjufræð- ingur. Hann segir algengast að þeir félagar geri einfaldar teikningar af lóðunum í samvinnu við garðeig- endur en sumir séu búnir að láta hanna lóðina þegar þeir komi að. „Stundum höfum við alveg frjálsar hendur og njótum þess, gerum til- boð í verkið og vinnum það og fólk biður okkur oft að koma árlega og snyrta runna og tré.“ Þótt fyrirtæki þeirra félaga sé ungt hafa þeir báðir langa reynslu af öllu sem lýtur að garðyrkju og lóðafrágangi. Mikið er byggt og það hlýtur að kalla á stöðugan frá- gang lóða. Er ekki brjálað að gera? „Yfir veturinn er eins og allt sofni í þessum geira og þá sofum við líka en um leið og fer að vora verður allt vitlaust. Þá á allt að ger- ast í gær. Við reynum líka að nýta birtuna þannig að hvíldartíminn er oft stuttur,“ segir Bragi. En hverjar eru áherslurnar hjá garðeigendum árið 2006? „Það er misjafnt en flestir vilja hafa garðana einfalda. Trépallarnir eru aðeins að minnka því það er vinna að bera viðarvörn á þá árlega. Margir eru allt of hræddir við gróð- ur og halda að hann þurfi svo mikið viðhald. Vilja helst grasið burt og hafa bara möl en það er misskiln- ingur því það þarf að hirða möl vel ef hún á að haldast hrein. Það fer að gróa upp úr henni eftir nokkur ár. Grasið þarf bara að slá og þá er allt fínt,“ segir Pétur og kveðst mæla með blöndu af grasi, öðrum gróðri, hellum og timbri í einhverjum hlut- föllum sem henta. „Það þarf að hugsa langt fram í tímann í þessu fagi. Við þurfum til dæmis að finna út hvar skuggi muni falla eftir tíu ár af tré sem er gróðursett nú. Garðurinn er hugsaður sem fram- lenging á heimilinu og hann er til að njóta hans.“ gun@frettabladid.is Blanda af hellum, timbri, grasi og öðrum gróðri Blanda af mörgum tegundum er falleg allt árið. Hellurnar eru vinsælar og Pétur og Bragi segja suma aðhyllast það að láta mosann vaxa á milli þeirra. Það gefi þeim gamaldags blæ. Nýfrágengin lóð eftir þá félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Bragi og Pétur sofa á veturna og vaka á sumrin. Hreinsun steinteppa Síðustu ár hefur steinteppum fjölgað verulega hér á landi. Steinteppi hafa marga góða kosti sem sameina kosti hefðbundina teppa og harðra gólfefni s.s. flísa. Þau eru í senn bæði mjúk að ganga á en hafa styrkinn frá flísunum. Skúfur hefur yfir 20 ára reynslu í að hreinsa hefðbundin teppi sem kemur sér vel í steinteppum SKÚFUR TEPPAHREINSUN Kleppsvegi 150. • 104 Rvk Sími 568-8813 • GSM 663-0553 www.teppahreinsun.com Evíta Hárgreiðsla og gjafavörur Starmýri 2, 108 Rvík, s. 553-1900 www.evita.is Stærri búð, full af fallegum vörum á betra verði Hárþjónusta á frábæru verði, gerið svo vel að panta tíma.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.