Fréttablaðið - 01.05.2006, Síða 35

Fréttablaðið - 01.05.2006, Síða 35
MÁNUDAGUR 1. maí 2006 15 HVAÐ ER... VERIÐ AÐ BYGGJA? Þessa dagana standa yfir miklar framkvæmdir við Glæsibæ þar sem rísa mun mikið stórhýsi. Margir ökumenn á Suðurlands- brautinni hafa rekið upp stór augu þegar þeir hafa séð gríðar- stóran skurð sem nú hefur verið grafinn vestan meginn við versl- unarmiðstöðina Glæsibæ. Svæð- ið var áður bílastæði fyrir versl- unarmiðstöðina en nú á þar að rísa heljarinnar mannvirki á vegum Íslenskra aðalverktaka. Húsnæðið verður alls tæplega tíu þúsund fermetrar að stærð og verða hæðir hússins átta talsins auk þess sem kjallari verður á tveimur hæðum. Samtímis verð- ur byggt bílastæðahús á þremur hæðum með tæplega fjögur hundruð bílastæðum. Fram- kvæmdir á húsinu hófust í mars og gert er ráð fyrir að þeim ljúki veturinn 2007. Arkitekt að bygg- ingunni er Helgi Hjálmarsson á teiknistofunni Óðinstorgi. Nú þegar hefur verið ákveðið að líkamsræktarstöðin Hreyfing verði á neðstu hæðum hússins en gert er ráð fyrir að skrifstofur verði í húsinu að öðru leiti. Húsið verður leigt út og í eigu ÍAV. Eins og sjá má mun nýja skrifstofubyggingin breyta ímynd gamla Glæsibæjar töluvert. Dalhús 95 - Endaraðhús Eignaumboðið kynnir: 190 fm endaraðhús í Dalhúsum. Á efri hæð eru 3 rúmgóð svefnherbergi og útgengt á svalir frá hjónaher- bergi, rúmgott baðherb. Á neðri hæð er eldhús, borðstofa, gesta- salerni, sjónvarpshol og svalir út frá því og þvottahús. Innbyggður bílskúr. Sjón er sögu ríkari. Upplýsingar í síma 580-4600 Verð 45,9 millj. Byggingalóðir - Stórikriki í Mosfellsbæ. Eignaumboðið kynnir: Höfum fengið til sölumeðferðar einbýlis- húsalóð við Stórakrika í Mosfells- bæ. Lóðin er í suðurjaðri hverfis- ins. Stendur því nokkuð hátt og er lega bakgarðsins í suður og suðaustur. Frábært tækifæri. Verð 12 millj. án gatnagerða- gjalda. Grænatún 24 - Einbýli Eignaumboðið kynnir: Lítið ein- býlishús í Grænatúni í Kópavogi. Húsið er alls 108,9 fm og stendur á lóð sem er 781 fm. Að innan þarfnast húsið einhverrar endur- nýjunar s.s. gólfefni og fl. Komið er inn í hol og innaf því er eld- húsið. Stofa og herbergi eru það- an innaf og svo annað herbergi og lítið inn af því. Niðri er eitt her- bergi og þv.hús. Verð 29 millj. Gvendargeisli 144 - Raðhús Eignaumboðið kynnir: Raðhús á einni hæð sem skiptist í íbúð 140 fm og bílskúr 28 fm . Húsin eru velstaðsett og er stutt í grunnsk., leikskóla og aðra þjónustu. Hús- ið afhendist fullbúið án gólfefna. Timburverönd. Verð 38,7 millj. Miðleiti 6 - 4 herbergja Eignaumboðið kynnir: 131 fm íbúð á 2 hæð. Rúmgóð stofa og borðstofa með útgengi út á sval- ir. Tvö svefnherbergi með skáp- um. Flísalagt baðherb. með sér- hannaðri innréttingu, baðkar og sturta. Eldhúsið er með fallegri innréttingum, borðkrókur og góð tæki. Rúmgott sjónvarpshol. Sérþv.hús er í íbúðiinni. Gólfefni er eikarparket, á baði og þvottahúsi er flísalagt. Sameign með þvottahúsi og sérgeymsla í kjallara. Innangengt úr stigagangi í bílskýli. Verð 35 millj. Naustabryggja 20 - 4 herbergja Eignaumboðið kynnir: 128 fm 4ra herbergja íbúð á 1. hæð (jarð- hæð). Íbúðin er með sérgarði með timburverönd og fylgir íbúð- inni rúmgott bílastæði í bíla- geymslu. 3 rúmgóð svefnher- bergi með skápum. Gólfefni er eikarparket, á baði og þvottahúsi er flísalagt. Lóðin er öll fullfrá- gengin og í kjallara er sér- geymsla Innangegnt er úr bílageymslu í sameign. Verð 28,9 milljónir. Krókháls 5 - Atvinnuhúsnæði Eignaumboðið kynnir: Frábært tækifæri fyrir fjárfesta. Um er að ræða vel innréttað og snyrtilegt skrifstofuhúsnæði á 3 hæð (efstu) í vesturenda. Vel staðsett hús, stórt malbikað bílastæði er fyrir utan með fjölda bílastæða. Húsnæðið er allt í útleigu (nema milliloftið) til traustra að- ila til 5 og 10 ára. Á hæðinni sem er 508 fm auk 110 fm milli- lofts er góð móttaka og fjöldi skrifstofa ásamt glæsilegri móttöku, bið- stofu, fundarherbergi, tvö WC og eldhúsi. Flott útsýni er yfir Sundin og til Esjunnar. Verð 79,5 millj. Rósarimi 1 - 3 herbergja Eignaumboðið kynnir: Falleg 88,5 fm íbúð á jarðhæð í Perma- form húsi. Forstofa með flísum á gólfi og fatahengi. Gangur, stofa og eldhús eru parketlögð en her- bergi með parketdúk. Í geymslu hefur verið búið til auka herbergi. Baðherbergi hefur verið flísalagt og með nýrri innréttingu. Verið er að vinna að flísalögn milli skápa í eldhúsi. Útgengt er út í garð úr eld- húsi/stofu og snýr hann í vestur. Verð 21,3 milljónir. Hvaleyrarbraut 2 - Atvinnuhúsnæði Eignaumboðið kynnir: 459 fm at- vinnuhúsnæði / 187 fm atvinnu- húsnæði og 138 fm avinnuhús- næði, alls 784 fm, öll með ca. 4,5 metra lofthæð. Húsnæðið er staðsett miðsvæðis í Hafnarfirði . 459 fm húsnæðið er að mestu einn opin salur með gluggum á einni hlið (þar er mögulegt er að setja milliloft), með ca. 4 metra hárri innkeyrsludyr. 187 fm hús- næðið er einnig með sömu lofthæð og að mestu einn salur auk stórrar inn- keyrsluhurðar. Húsnæðið sem er 138 fm er úbúið kæli og frysti ásamt wc og lítilli skrifstofu. Stór innkeyrsluhurð. Upplýsingar í síma 5804600 Tilboð Skúlagata 32-34, Reykjavík. eignir@eignir.is Bjargslundur Mosfellsbæ Eignaumboðið kynnir: Fallegt 207,4 m2 einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr á 882 m2 eignarlóð í útjaðri byggð- ar við Bjargslund í Mosfellsbæ. Húsið er í byggingu og afhendist tilbúið til innréttinga. Glæsilegt hús á frábærum grónum stað. Verð 45,9 millj. Skólabraut 21 - Akranesi Eignaumboðið kynnir: Sex út- leiguíbúðir allt frá 54-106 fm við Skólabraut á Akranesi. Íbúðirnar eru í eigu einkahlutafélags. Húsið var tekið í gegn að miklu leyti en norður og vestur hlið þarf að klæða. Íbúðirnar eru allar í útleigu. Allar uppl. hjá Eignaumboðinu í síma 580 4600 eða 898 9979 Sig- fús og 898 4125 Kristinn. www.eignir.is Fr u m Ný skrifstofubygging við Glæsibæ Nú þegar hefur verið grafinn góður skurð- ur við Glæsiæl sem enn á eftir að stækka. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.