Fréttablaðið - 01.05.2006, Síða 68

Fréttablaðið - 01.05.2006, Síða 68
 1. maí 2006 MÁNUDAGUR28 SMS LEIKUR 9. HVER VINNUR! Vinningar verða afhendir hjá BT Sm áralind. Kópavogi. M eð því að taka þátt ertu kom inn í SM S klúbb. 99 kr/skeytið. FRUMSÝND 28. APRÍL MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SENDU SMS SKEYTIÐ JA HOF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR TVO • DVD MYNDIR • TÖLVULEIKIR • VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA MUNIÐ MANCHESTERTÓNLEIKANA 2.600 KR. Í STÆÐI 3.700 KR. Í STÚKU Í LAUGARDALSHÖLL 6. MAÍ FRÁ KL. 17:30–00:00 Miðasala á midi.is, í BT og í verslunum Skífunnar. ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 2 4 5 2 0 4 /2 0 0 6 Nú stendur yfir skráning í Vinnu- skóla Reykjavíkur fyrir sumarið 2006. Allir krakkar á aldrinum 14- 16 ára geta sótt um starf fyrir 12. maí en nánari upplýsingar um kaup og kjör má fá inn á heimasíð- unni www.vinnuskoli.is. Þeir sem hafa einhvern tímann unnið í Vinnuskólanum vita að sú vinna er engri lík en Vinnuskólinn hefur það fram yfir aðra vinnu að engar sérstakar kröfur eru gerðar til umsækjanda því að allir þeir sem sækja um vinnu verða ráðnir. Svo virðist sem ekki verði hörgull á verkefnum fyrir starfsmenn Vinnuskólans í ár því nóg er ruslið í borginni eins og sést á meðfylgj- andi myndum. Um 300 manns verða ráðnir sem verkstjórar og leiðbeinendur til að halda stjórn á krökkunum og er verið að ganga frá umsóknum í þær stöður um þessar mundir. Borgarbúar verða þó að þola ruslið aðeins lengur því Vinnuskólinn tekur ekki til starfa fyrr en 12. júní. - snæ Næg verkefni fyrir Vinnuskólann Finnsku ríkissjónvarpið, YLE, hefur hótað að draga þungarokks- skrímslin Lordi úr Eurovision vegna kosnaðar við eldtækni á sviðinu. Lordi ætlaði að standa á brennandi sviðinu og þarf sjón- varpsstöðin finnska að greiða sér- staklega fyrir það. „Finnland tekur ekki þátt ef verðið verður ekki lækk- að. Við erum ekki að reyna að vera dóna- legir, en slík hótun er nauð- synleg á þessu stigi,“ segir finnski dagskrárgeraðarstjórinn hjá YLE, Ilkka Talasranta: „Þrátt fyrir að eldhafið sé gríðarlega mikilvægt í lagi Lordi Hard Rock Halleluja er YLE ekki tilbúið að borga tugþúsundir evra fyrir slíkt.“ Greint er frá málinu í finnska afþreyingarmiðlinum Illtalehti.fi og einnig að þýskt fyrirtæki hafi verið fengið til þess að sjá um eld- hafið á sviðinu og setji það fram svimandi háa reikninga. Finnska Eurovision-lagið í ár er með mjög óhefðbundnu sniði. Hljómsveitin klæðist búningum og leikur lag sem er blanda af lögum Rammstein, Alice Cooper- laginu Poison og KISS. Aldrei áður hefur eins þungt rokk verið flutt í keppninni. Lagið ætti að falla okkur Íslendingum í geð. Ein- hverjir hafa líkt atriðinu við leik- hús. Hljómsveitin Lordi er ekki með öllu óþekkt en platan The Monster Show hefur verið gefin út í meira en tuttugu löndum. Lordi varð þekkt í Finnlandi fyrir fjór- um árum þegar hljómsveitin gaf út plötuna Get Heavy. Hljómsveitarmeðlimir vilja ítreka að þrátt fyrir skrímslaútlit sitt og aðdáun þeirra á dauðanum séu þeir alls ekki djöfladýrkendur. Meðal þekktra laga þeirra í Finn- landi er til að mynda The Devil Is A Loser eða djöfullinn er minni- pokamaður. Finnar hafa gefið Grikkjum nokkra daga til að miðla málunum svo þeir geti baðað sig í eldinum á sviðinu í Aþenu. EUROVISION 2006 GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM SILVÍU OG KEPPINAUTANA Finnar hóta að draga skrímslin úr keppni LJÓTUR HLJÓMSKÁLI Krakkarnir í Vinnu- skólanum ættu að fara létt með það að mála yfir þetta ljóta krot á Hljómskálanum en annars virðist Hljómskálagarðurinn sjálfur vera í nokkuð góðu standi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA RUSL EFTIR MENNTAMENN Notendur Þjóðarbókhlöðunnar hafa verið duglegir við að safna sígarettustubbum og öðru ógeði í vetur í tréin við Þjóðarbókhlöðuna. TYGGJÓKLESSUR Á LAUGAVEGI Það er nóg af ljótum hvítum klessum á Laugavegi en ekki er víst að Vinnuskólinn ráði nokkuð við þær. MINNGAR UM ÁRAMÓTIN Það er gaman að safna minningum um skemmtilega hluti en þó er algjör óþarfi að halda í allt. Í kringum Perluna má ekki bara finna gamlar rakettur heldur einnig alls konar annað rusl sem minnir á áramót og annan mannfagnað. UMHVERFISLIST? Það er virkilega mikið rusl að finna í Þverholtinu í kringum Kling og Bang galleríið. Spurning hvort Listaháskól- inn sem er til húsa í nágrenninu geti ekki gert sér mat úr þessu og unnið einhver umhverfisvæn listaverk úr óskapnaðinum? VERÐUGT VERKEFNI Má bjóða þér 273 kr. á tímann fyrir að tína rusl í sumar? Unglingum sem eru fæddir 1991 eða síðar standa þau laun til boða í Vinnuskólanum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.