Fréttablaðið - 01.05.2006, Síða 78

Fréttablaðið - 01.05.2006, Síða 78
 1. maí 2006 MÁNUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu á föstudaginn skrifuðu Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, og bæjar- yfirvöld á Ísafirði undir viljayfir- lýsingu þess efnis að tónlistar- manninum yrði úthlutuð lóð á Suðurtanga undir einbýlishús og hljóðver. Sjálfur hefur Mugison margoft lýst því yfir í heyranda hljóði að hann langi að flytjast vestur og búa þar og ætti þessi viljayfirlýs- ing að hvetja hann enn frekar til dáða. Hann var reyndar á leiðinni út úr bænum þegar Fréttablaðið náði í skottið á honum. Ætlaði í Borgarfjörðinn með tveimur félögum til að taka upp fyrir næstu plötu. Hann vildi engu lofa hvenær hún kæmi út, sagði að hann einn vissi hvenær platan yrði tilbúin en vonaðist til að það yrði á þessu ári. Aðspurður um lóðina fyrir vestan sagði Mugison að þetta væri á svæðinu þar sem gamla safnasvæðið og slippurinn hefðu verið. „Í fyrsta skipulaginu var gert ráð fyrir að þarna yrði iðnað- arhúsnæði en nú vilja bæjaryfir- völd hafa íbúðarbyggð þarna,“ útskýrir Mugison. „Mig langaði í hús þarna enda eru margir vinir mínir og ættingjar fyrir vestan og ég skrifaði því bæjaryfirvöldum bréf,“ heldur hann áfram. „Ég fékk mjög jákvæð viðbrögð og þegar tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður stóð sem hæst hitti ég Halldór Halldórsson bæjarstjóra, við fengum okkur ís og ræddum málin,“ bætir hann við. „Við skrif- uðum síðan undir yfirlýsingu sem gefur mér móralskan rétt á að bjóða í lóð þarna,“ segir Mugison, sem hefur tröllatrú á Ísafirði. „Þarna er mikið að gerast og fullt af góðum hugmyndum í farvatn- inu. Ég vona að þarna verði blóm- legt háskólasamfélag og næsti Einstein komi frá Ísafirði.“ - fgg Byggir Mugison á eyrinni? MUGISON Hefur fengið vilyrði fyrir lóð á Ísafirði undir einbýlishús og hljóðver. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í dag hefst leitin að sextán einstakl- ingum til að taka þátt í nýjustu raunveruleikaseríunni í íslensku sjónvarpi en það er íþróttastöðin Sýn sem hefur veg og vanda af henni. Hér eru þó hvorki verið að leita að lauslátum partídýrum, ástsjúkum piparsveinum eða söng- fuglum með poppstjörnudrauma heldur viðvaningum í knattspyrnu til að skipa liðið FC Nörd. „Við vilj- um fá stráka á aldrinum 18-29 ára sem hafa litla sem enga reynslu af íþróttaiðkun heldur eru vel gefnir einstaklingar,“ útskýrir Hilmar Björnsson, sjónvarpsstjóri Sýnar, en áhugasamir geta farið inn á heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar og skráð sig. „Þessir dreng- ir þurfa að vera tilbúnir til að sjá sig sem nörda og hafa húmor fyrir sjálfum sér,“ bætir Hilmar við og áréttar að æskilegt sé að þátttakendur búi á höfuð- borgarsvæðinu og hafi tök á því að geta æft og mætt í sjónvarpsupptökur. „Á Norðurlöndunum hefur það verið þannig að einstakl- ingarnir hafa haft mikla þekkingu á einu sérstöku sviði, til dæmis frímerkj- um, sjávardýrum eða húð- flúrum, ” segir Hilmar. Hinir fræknu sextán verða sendir í klösun og látnir þjálfa undir stjórn reynds knattspyrnuþjálfara. Hápunkturinn verður síðan í haust þegar FC Nörd keppir við besta knatt- spyrnulið landsins á Laug- ardalsvelli. Í millitíðinni fá sjónvarpsáhorfendur að fylgjast með þeim takast á við þessa vinsælustu íþrótt heims. Hinir sænsku nörd- ar, sem sýndir eru á Sýn, hafa hafa slegið í gegn hjá áskrifendum stöðvarinnar enda er oft grátbroslegt að fylgjast með þeim hlaupa á eftir leðurtuðrunni. „Menn eru að ræða um þáttinn á kaffistof- um enda eru þeir drepfyndnir,“ segir Hilmar og tekur fram að þættirnir hafi jákvæð formerki, enginn sé sendur heim og fólk hlæi ekki að nördunum heldur með þeim. „Þátttakendurnir eru líka að slá tvær flugur í einu höggi; kom- ast í betra form og verða að sjón- varpsstjörnum,“ segir Hilmar. Þættirnir um nördaliðin hafa átt góðu gengi að fagna á hinum Norð- urlöndunum. „Þessir einstaklingar eru frægir í sínu heimalandi og áhorfendur eiga sinn eftirlætis leikmann,“ segir Hilmar en FC Nörd hefur göngu sína fimmtudag- inn 31. ágúst. HILMAR BJÖRNSSON: VIÐVANINGAR HERTAKA KNATTSPYRNUNA Sýn leitar að vel gefnum strákum fyrir raunveruleikaþátt SÆNSKU NÖRDARNIR Hafa slegið í gegn hjá áskrifendum Sýnar enda þykja þeir bráðfyndnir og verður spennandi að fylgjast með hinni íslensku útgáfu. HILMAR BJÖRNS- SON Sýn leitar nú að sextán strákum á aldrinum 18-29 ára til að taka þátt í nýjum raunveru- leikaþætti um FC Nörd. Frídagur verkamanna, 1. maí, er í dag og er mikil hefð fyrir hátíðarhöldum um allt land. Verkalýðsfélög hafa yfirleitt haft mikið fyrir því að skipuleggja kröfugöng- ur þar sem málefnum verkafólks eru gerð góð skil. Eftirminnilegasti verkalýðsdagurinn að mati Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar, var haldinn á Hólmavík fyrir um það bil tíu árum. „Ég var ræðumaður á 1. maí á Hólmavík og renndi alveg blint í sjóinn hvernig aðstæður yrðu og fyrirkomu- lag varðandi ræðuhöld og húsakynni. Þegar ég kom kom í ljós að það átti að halda daginn hátíðlegan í bragga sem er á staðnum,“ segir Sigurður. „Kröfu- gangan lagði af stað frá kaupfélaginu og þar var Lapplander fremstur og spilaði Internationalinn. Nokkrar konur voru þarna með barnavagna en það sást lítið til karla. Síðan nálguðumst við staðinn og þá bættust karlarnir við gönguna og þetta var orðin þokkaleg ganga. Þegar við vorum mætt í salinn til að halda skemmtunina röðuðu sér börn á fyrstu þremur bekkjunum með kók og popp. Fyrir þeim var þetta eins og stór skemmtun að fá einhvern í plássið. Húsið troðfylltist og þetta var eftirminnilegur og góður 1. maí dagur,“ segir hann. „Umhverfið var með töluvert ólíkum hætti en þegar menn ganga niður Laugaveginn. Þarna sýndi sig að það skiptir ekki alltaf máli á hvaða stað 1. maí er haldinn heldur verður baráttu- andinn að vera til staðar á þessum degi þegar við metum bæði nútíð og framtíð.“ Hvað varðar mikilvægustu kjara- samningana sem Sigurður hefur tekið þátt í nefnir hann þjóðarsáttarsamning- ana árið 1990 þar sem takmarkið var að berja verðbólguna niður og kjarasamn- ingana árið 2000 þegar fræðslusjóður fyrir verkalýðshreyfinguna var festur í sessi. SÉRFRÆÐINGURINN SIGURÐUR BESSASON OG EFTIRMINNILEGASTI VERKALÝÐSDAGURINN SIGURÐUR BESSASON Formaður Eflingar man vel eftir verkalýðsdegin- um á Hólmavík fyrir um það bil áratug. HRÓSIÐ ...fær Auðunn Blöndal fyrir að færa Íslendingum viðtöl við frægar stjörnur á Cannes- hátíðinni. �������� �� �� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ��� ������ �� ��� �� �� �� �� �� � �� �� �� �� � ��������� ����������������������� ������������� ������������������������������ �� ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������� LÁRÉTT 2 höfuð 6 skammstöfun 8 herma 9 hrós 11 fyrir hönd 12 rusl 14 viðburð- ur 16 smáorð 17 skammstöfun 18 æðri vera 20 skyldir 21 ögn. LÓÐRÉTT 1 tel 3 samtök 4 reyna 5 planta 7 mjög magur 10 flík 13 því næst 15 gróft orð 16 siða 19 tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2 haus, 6 eh, 8 apa, 9 lof, 11 pr, 12 drasl, 14 atvik, 16 að, 17 ofl, 18 guð, 20 aá, 21 arða. LÓÐRÉTT: 1 held, 3 aa, 4 upplifa, 5 sar, 7 horaður, 10 fat, 13 svo, 15 klám, 16 aga, 19 ðð. 1 Darfur. 2 Fram. 3 541 metri. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.