Fréttablaðið - 18.05.2006, Side 13
FIMMTUDAGUR 18. maí 2006
Er í boði
Nú getur þú
fengið ATLAS
kreditkort hjá
öllum bönkum
5.000 kr. MasterCard ferðaávísun við stofnun korts. SMS með upplýsingum um stöðu og notkun kortsins. ATLAS fríðindahópur á
atlaskort.is. Víðtækar ferðatryggingar og neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis. Nánari upplýsingar á atlaskort.is og í síma 550 1500.
Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000
Seltjarnarnesi
KT verslun Akureyri
Njarðarnesi S. 466 2111
Bestu dekkin í USA
8 ár í röð Tire Review Magazine
Low profile fyrir
lúxusjeppa og
sportbíla.
Frábært veggrip.
Mikil mýkt.
Hágæða hönnun.
Veldu TOYO PROXES
og skildu hina eftir.
Mikið úrval frábært verð.
ELDSNEYTISVERÐ Runólfur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri FÍB, telur
að nokkuð sé til í því að eldsneyti
sé einsleit vara
og því leiti olíu-
félögin í það að
elta hvert annað
í verðmyndun
eldsneytis.
Gengi krónunn-
ar hafi verið að
styrkjast og
heimsmarkaðs-
verð að lækka.
Olíufélögin hafi
lækkað verð
fyrir tæpum tveimur vikum fyrst
Atlantsolía hækkaði ekki verðið.
Runólfur segir að í kjölfar
samkeppnisúrskurðarins fyrir
tæpum tveimur árum og eigna-
breytinga á gömlum félögum hafi
mátt greina lægri álagningu á
fyrri hluta síðasta árs. Það hafi
hins vegar breyst. „Þar kemur
þessi gamla tilfinning okkar að
verðhækkanir skili sér ekki jafn
hratt til baka,“ segir hann. - ghs
Framkvæmdastjóri FÍB:
Verð gengur
ekki til baka
SINUELDUR Slökkvilið brunavarna
Suðurnesja barðist í fyrradag
ásamt lögreglu við sinueld á skóg-
ræktarsvæði við Rósaselstjarnir
ofan við byggðina í Keflavík.
Varðeldur hafði verið kveikt-
ur og ummerki bentu til að reynt
hefði verið að poppa poppkorn.
Eldurinn barst síðan í skógrækt-
ina og varð nokkuð af trjám eld-
inum að bráð.
Slökkviliðið flutti vatn á svæð-
ið í tankbíl og dældi einnig vatni
úr tjörn á staðnum. Ekki er vitað
hverjir voru að verki en ljóst
þykir að börn eða ungmenni voru
á ferðinni. - sh
Ungmenni í Keflavík:
Hugðust poppa
en kveiktu sinu
FRÍMERKI Íslandspóstur gefur út
tvær frímerkjaraðir í dag. Annars
vegar eru fimm merki þar sem
myndefnin eru
fossar á Íslandi og
hins vegar Evr-
ópufrímerkin
2006 þar sem
myndefnið er
„aðlögun innflytj-
enda að nýjum
heimkynnum séð
með augum unga
fólksins“. Merk-
in eru sjálflím-
andi og er það í
fyrsta sinn sem Íslandspóstur
gefur út slík frímerki.
Íslensku Evrópufrímerkin 2006
urðu til í teiknisamkeppni nem-
enda í grafískri hönnun við Lista-
háskóla Íslands og bar norski
skiptineminn Ole Kristian Öye
sigur úr býtum. - sh
Ný frímerki gefin út í dag:
Fossar á nýju
frímerkjunum
ÖXARÁRFOSS
RÍKISREKSTUR Umferðarstofu var í
gær veitt viðurkenning sem ríkis-
stofnun til fyrirmyndar árið 2006.
Karl Ragnars forstjóri veitti
verðlaununum viðtöku fyrir hönd
stofnunarinnar frá fjármálaráð-
herra, Árna M. Mathiesen.
Fjármálaráðherra skipaði
nefnd í janúar til þess að velja
ríkisstofnun sem skarar fram úr.
Óskað var eftir tilnefningum frá
ráðuneytum og stofnunum. Tólf
greinargerðir bárust og voru þær
metnar eftir stefnumótun, fram-
tíðarsýn og markmiðasetningu.
Verðlaunagripinn í ár hannaði
Jón Snorri Sigurðsson gullsmið-
ur. - shá
Fjármálaráðuneytið:
Umferðarstofa
til fyrirmyndar
FRÁ AFHENDINGU Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, tekur við viðurkenningu frá Árna
M. Mathiesen fjármálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
RUNÓLFUR
ÓLAFSSON