Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 18
18. maí 2006 FIMMTUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
Í fyrradag, um hálfri öld eftir að
Wilson mælti hin fleygu orð, komu
fulltrúar þessa sama fyrirtækis
til Íslands með nýjan vetnisbíl,
sem ásamt öðrum svipuðum til-
raunabílum getur markað upphaf-
ið að yfirbót allsnægtasamfélag-
anna vegna skefjalausrar
loftmengunar bílaflota heimsins
undanfarin 100 ár. Það sem er gott
fyrir General Motors gæti að
þessu sinni orðið gott fyrir heims-
byggðina alla.
Háborin alvara
Trúir yfirstjórn General Motors
því að framtíðin felist í vetni sem
orkugjafa samgöngutækjanna?
„Já, hiklaust,“ segir Britta
Gross, yfirmaður markaðsþróun-
arsviðs fyrir vetnisbíla General
Motors, í samtali við Fréttablaðið.
„Fyrir okkur eru vetnisknúnir
bílar háborin alvara. Við trúum á
framtíð þeirra enda hefur General
Motors varið um sjötíu milljörðum
króna til þróunar vetnisbíla á und-
anförnum tíu árum. Við erum harð-
ákveðin í að fara fremst í flokki í
þessari þróun.“ Einn helsti vandi
vetnistækninnar hefur falist í
geymslu þessa rokgjarna elds-
neytis og dreifingu þess. Ekki er
heldur vitað enn hvort eða hvenær
verð á vetni verður samkeppnis-
hæft við dísilolíu og bensín. „Ég er
að vísu ekki sammála því að þetta
sé svo mikil hindrun lengur,“ segir
Britta. Enn eru ögrandi verkefni
fyrir hendi við þróun ökutækisins.
Við höfum þróað eldsneytistank
sem nægir fyrir allt að 450 kíló-
metra akstur, en það er samkeppn-
ishæft við núverandi olíu- og bens-
ínbíla. Vetni er auk þess notað í
gríðarlegu magni í margvíslegum
iðnaði og okkar verkefni er að gera
það aðgengilegt almennum neyt-
endum með smásöludreifingu.
Þetta er ákveðið þróunarstarf sem
snertir tækni áfyllingarstöðva og
kostnað við dreifingu eldsneytis-
ins,“ segir Britta.
Tilraunastofan Ísland
Vart þarf að taka fram að útblástur
þeirra vetnisknúnu strætisvagna,
sem nú þegar aka um götur Reykja-
víkurborgar, er einungis vatnsgufa
og skaðlaus með öllu. NýOrka hefur
í samstarfi við aðra aðila unnið að
rannsókn og kynningu á nýtingu
vetnis sem eldsneytis. Félagið
hefur sett sig í samband við helstu
bifreiðaframleiðendur heims.
Þeirra á meðal er General Motors
sem sett hefur sér það markmið að
framleiða vetnisbíla eftir fimm til
sjö ár í samkeppni við hefðbundna
bíla að því er varðar drægni, kostn-
að og endingartíma.
„Stefna stjórnvalda varðandi
vistvæna orkugjafa með nýtingu
jarðvarma og vatnsafls og síðan
notkun þeirrar orku til að fram-
leiða vetni vekur athygli. Þessi
skilyrði er hvergi að finna nema
hér á landi ennþá,“ segir Jón Björn
Skúlason, framkvæmdastjóri
NýOrku. „General Motors sér
fyrir sér að hér á landi og á öðrum
lykilsvæðum í heiminum verði
hægt að framleiða vetni fyrir
þessa bíla með mjög skömmum
fyrirvara. Margir halda fram að
dreifing vetnis og þjónusta við
vetnisbílaeigendur verði ekki til-
búin þegar vetnisbíll GM fer á
markað. En GM einskorðar sig
ekki við vetnið heldur framleiðslu
einnig á öðru eldsneyti. Þeir horfa
til náttúrulegra orkulinda hér og
vetnisframleiðslu með stuttum
fyrirvara. Þetta eru þeir að kynna
fjölmiðlum frá mörgum þjóðum
og kjósa að gera það hér á landi.“
Skattaívilnun í fyrstu
Jón Björn segir að til skoðunar séu
áfyllingarstöðvar sem geti þjónað
allt að 2.500 bílum, en það er svip-
að og hefðbundnar bensínstöðvar
afkasta. „Við gætum verið nálægt
því að vera samkeppnishæf við
bensín innan tveggja til þriggja
ára miðað við núverandi forsend-
ur. Ef olíuverð heldur áfram að
hækka verður þetta enn fýsilegra.
Þess ber að geta að við tökum ekki
vegaskatt og önnur opinber gjöld
inn í vetnsiverðið. Við teljum mjög
mikilvægt að stjórnvöld leggi ekki
slíkan skatt á vetniseldsneyti strax
frá upphafi. Þess í stað leggist
hann á hægt og rólega þegar efna-
hagsforsendur vetnistækninnar
verða betri. Svo má ekki gleyma
menguninni. þar liggur sparnaður.
Við spörum gjaldeyri og aukum
öryggi þjóðarinnar ef okkur tekst
að skipta út olíu og bensíni fyrir
vetni. Í þessu liggja ómetanaleg
verðmæti,“ segir Jón Björn.
Íslensk söfn
í mikilli sókn
Þjóðminjasafn Íslands fékk á dögun-
um viðurkenningu fyrir framúrskar-
andi árangur frá Evrópuráði safna.
Viðurkenningin skiptir miklu máli fyrir
safnalíf á Íslandi og þá sem starfa
við menningarlíf hér á landi. Þessi
viðurkenning kemur á sama tíma og
safnamál hafa verið mikið til umræðu
og sitt sýnist hverjum um þróun þeirra
mála og þær hugmyndir sem settar
hafa verið fram. Margrét Hallgríms-
dóttir er þjóðminjavörður.
Hver er staða íslenskra safnamála?
Íslensk söfn eru í mikilli sókn. Afar
fjölbreytt og vandað safnstarf er víða,
en huga þarf markvisst að því að byggt
sé á faglegum grunni og raunveruleg-
um gildum.
Er mögulegt að gera Þjóðminja-
safnið enn betra?
Já, að sjálfsögðu. Þjóðminjasafnið er
í stöðugri uppbyggingu og endalaust
verður hægt að bæta það eins og
annað.
Er raunhæft að íslenskir safna-
menn horfi til ykkar við uppbygg-
ingu sinna safna?
Já, það gera söfn á landinu, enda
Þjóðminjasafnið höfuðsafn á sviði
þjóðminjavörslu. Það er því faglegur
leiðtogi allra minjasafna í landinu og
ætti að vera uppbyggingu annarra
safna fyrirmynd og viðmið.
SPURT & SVARAÐ
SAFNAMÁL
MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR
Þjóðminjavörður
„Það sem er gott fyrir General Motors er gott fyrir Banda-
ríkin öll.“ Þannig tók Charlie Wilson, stjórnarformaður
GM, til orða þegar hann var kallaður fyrir nefnd á vegum
bandaríska þingsins fyrir réttri hálfri öld þar sem fjallað
var um stærð fyrirtækja og einokunarhneigðir.
JÓN BJÖRN SKÚLASON FRAMKVÆMDA-
STJÓRI ÍSLENSKRAR NÝORKU Mikilvægt er
að álögur verði sem minnstar á vetniselds-
neytið fyrstu árin að mati Jóns Björns.
BRITTA GROSS HJÁ GENERAL MOTORS
Þegar markaður er orðinn fyrir að minnsta
kosti 500 þúsund GM vetnisbíla á ári
verður hagkvæmt að framleiða þá.
Hægfara bylting
til bóta
FRÉTTASKÝRING
JÓHANN HAUKSSON
jóhannh@frettabladid.is
Svona erum við
> Íslenskir stúdentar við nám í Danmörku:
2000 2002 2003
Fj
öl
di
2001 2004
10
02
55
5
59
8
70
7
90
6
Heimild: Hagstofa Íslands
Hin árlega álfasala SÁÁ er hafin. Þetta árið er hlutskipti fjölskyldu og
aðstandenda þeirra sem þjást af áfengis- og vímuefnafíkn í fyrirrúmi en
fjölskyldu- og forvarnarhús SÁÁ verður opnað á haustdögum.
Hvað er SÁÁ?
SÁÁ stendur fyrir samtök áhugafólks um áfeng-
is- og vímuefnavanda. Samtökin hafa starfað
í tæpa þrjá áratugi en þau voru
stofnuð 1977 af um fimmtíu
áfengissjúklingum sem vildu
búa til landssamtök til þess að
vinna að hagsmunum þeirra
sem eiga við áfengisvanda að
stríða. Nýleg viðhorfskönnun
sýnir að samtökin njóta mikils
trausts hjá almenningi og flestir
þátttakendur treystu SÁÁ best í
meðferðarúrræðum.
Markmið?
Markmið samtakanna er að áfengissjúklingar sem og aðrir fíklar og
aðstandendur þeirra eigi völ á sjúkrameðferð og endurhæfingu en boðið
er uppá afvötnunar- og endurhæfingarstöðvar. Göngudeild er starfrækt
innan samtakanna og boðið er uppá fræðslu fyrir sjúklinga og aðstand-
endur. Fræðslustarf fyrir almenning um skaðsemi áfengis og vímuefna er
einnig starfrækt.
Kostnaður?
Um tveir þriðju af framlögum samtak-
anna eru frá hinu opinbera en afgangur-
inn kemur frá fjármögnun samtakanna.
Samtökin treysta á fjárframlög ein-
staklinga og fyrirtækja og er álfasalan
mikilvægur þáttur fjármögnunarinnar.
Starfsemin er viðamikil og fleiri þús-
undir leita til samtakanna á hverju ári.
FBL GREINING: SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS UM ÁFENGIS- OG VÍMUEFNAVANDA
Aðstandendur verða í fyrirrúmi