Fréttablaðið - 18.05.2006, Page 22
18. maí 2006 FIMMTUDAGUR22
hagur heimilanna
Afborganir íbúðalána hafa
hækkað í takt við verð-
bólguna síðustu mánuði.
Hæstu bankalánin hafa
hækkað um allt að 5.000
krónur á hálfu ári. Afborgun
af 15 milljóna króna láni hjá
Íbúðalánasjóði hefur hækkað
um 2.700 krónur.
Afborganir lána hjá Íbúðalánasjóði
og bönkunum hafa hækkað í takt
við verðbólguna síðustu mánuði.
Afborgun af 15 milljóna
króna láni, sem tekið var
til 40 ára hjá Íbúða-
lánasjóði í júní í
fyrra, hefur
hækkað um tæpar
2.700 krónur á
þessu ári.
Afborgun af 20
milljóna króna fast-
eignaláni til 25 ára hjá
Kaupþingi banka hækkaði um
rúmar 4.400 krónur. Hjá sama
banka hefur afborgunin af 20 millj-
óna króna láni til 40 ára hækkað um
rúmar 3.500 krónur. Sigurður
Geirsson, sviðsstjóri Innra eftirlits
hjá Íbúðalánasjóði, hefur tekið
saman nokkur dæmi um þróun
greiðslubyrði fyrir Fréttablaðið.
Samkvæmt útreikningum hans
hefur greiðslubyrðin hækkað mest
á hámarkslánunum.
Greiðslubyrði af íbúðaláni að
fjárhæð 15 milljónir þegar það var
tekið í júní í fyrra hefur hækkað
um tæpar 2.700 krónur
frá því í janúar. Í
janúarbyrjun var
greiðslubyrðin
66.281 króna á
mánuði. Í júní
verður hún
68.944 krónur.
Greiðslu-
byrðin af 10 millj-
óna króna láni
hefur hækkað um tæpar 1.800 krón-
ur á hálfu ári og greiðslubyrðin af
fimm milljóna króna láni hefur
hækkað um tæpar 900 krónur. Á
þessu ári hefur greiðslubyrði íbúða-
lánanna aðeins lækkað einu sinni
og þá aðeins um nokkra tugi króna
þegar vísitala neysluverðs lækk-
aði. Þetta var milli mánaða í febrú-
ar og mars og hækkaði vísitalan
svo strax aftur. Sigurður segir að
greiðslubyrðin hreyfist með vísi-
tölunni. „Vísitalan hefur bara áhrif
á þann hluta greiðslunnar sem til
greiðslu kemur hverju sinni. Af
þessu 15 milljóna króna láni er
greiðslubyrðin sjálf án vísitölunn-
ar 64.098 krónur. Það er afborgunin
og vextir. Það sem er umfram þetta
er það sem viðkomandi er að greiða
vegna breytingar á vísitölunni.“
Hjá Kaupþingi banka sýna
útreikningarnir að afborgun af 20
milljóna króna láni til 25 ára hefur
hækkað langmest, farið úr 110.300
krónum á mánuði 1. janúar 2006 í
tæpar 115 þúsund krónur nú í júní.
Afborgunin af 20 milljóna króna
láni til 40 ára hefur hækkað aðeins-
minna, eða um 3.500 krónur.
Afborgunin af lægstu lánunum,
til dæmis 5 milljóna króna láni,
hefur hækkað mun minna eða um
rúmar 800 til 1.100 krónur á þess-
um sex mánuðum eftir því hvort
lánið er til 25 eða 40 ára.
ghs@frettabladid.is
Annual General Meeting of
Mosaic Fashions hf.
The Annual General Meeting of Mosaic Fashions hf. for the
financial year ending January 28 2006 will be held at Nordica
Hotel, Sudurlandsbraut 2 at 9.00am on Friday 26th May 2006.
Agenda:
1. The report of the Board of Directors on the activities of
the Company in the preceding operating year
2. Submission of the Annual Accounts for 2005 and the
auditor’s report
3. Elections to the Board of Directors
4. Election of an Auditor
5. Determination of the remuneration of the Board of
Directors
6. Proposal on payment of dividends and the disposal of
the Company’s profit during the preceding accounting
year
7. Any other business
The Annual Report will be available for inspection for
shareholders on the Mosaic website from Monday 22nd May and
in hard copy from Kaupthing Bank’s offices, Borgartun 19 from
Tuesday 23rd May.
For further information please contact the company’s Investor Relations
Manager, Jessica Wilks on +44 207 452 1122
Information on Mosaic Fashions hf. Is available on:
www.mosaic-fashions.is or www.mosaic-fashons.co.uk
Afborganir hækka
um mörg þúsund
■ Hreinsað bensín er til margra hluta
nýtilegt, einkum þegar þarf að ná
blettum.
„Ég veit um gott ráð til að ná límfari af,
til dæmis fari eftir límmiða á krukku
eða á vegg,“ segir Björk Vilhelmsdóttir
borgarfulltrúi. „Það er langbest að nota
hreinsað bensín. Þá er maður enga
stund að ná þessu af. Reyndar er hreint
bensín gott við svona aðstæður. Til
dæmis þegar þarf að ná
tússi af veggjum. Svo hef
ég líka notað þetta til
þess að ná burtu fari
eftir plástur. Reyndar
er það svo að margar
vinkonur mínar gantast
með það að ég skuli sífellt
nota hreinsað bensín
við hinar ýmsu
aðstæður sem
koma upp.“
GÓÐ HÚSRÁÐ
LÍMIÐ HREINSAÐ
> Vodkaneysla Íslendinga í lítrum talin
Lýsisnotkun Íslendinga hefur verið
þekkt frá örófi alda. Lýsi var notað sem
ljósmeti (þaðan er nafnið komið), til að
súta skinn, og sjómenn notuðu það til
að gera skinnklæði sín vatnsheld.
Menn hefur lengi grunað að lýsi væri
gott fyrir heilsuna. Læknar á Englandi
ráðlögðu fólki seint á átjándu öld að
fá sér þorskalýsi til þess að draga úr
liðverkjum, og einnig ef það var dapurt
eða þungt í sinni. Á nítjándu öld komu
fram sannanir fyrir því að þorskalýsi gæti
komið í veg fyrir beinkröm.
Á fyrri hluta tuttugustu
aldar voru fituleysanlegu
vítamínin uppgötvuð,
og þá kom í ljós að
þorskalýsi var einhver
albesta uppspretta
af D-vítamíni sem
menn þekktu.
Fjölómettaðar
fitusýrur fundust
á sjötta áratug
síðustu aldar
og stórmerkilegar
rannsóknir danskra
vísindamanna, á sam-
hengi milli fituneyslu
og heilsufars Græn-
lendinga, urðu síðan
til þess að rannsóknir
á lýsi breiddust út um
allan vísindaheiminn. Dönsku vísinda-
mennirnir sýndu fram á að svonefndar
omega-3 fitusýrur, draga úr líkum á
hjartasjúkdómum.
Fjölómettaðar omega-3 fitusýrur finnast
í nánast öllum fiskiolíum en í mjög
mismunandi mæli. Langþýðingarmestu
fitusýrurnar, svokallaðar DHA og EPA eru
um 12% og 10% af fitusýrum í þorska-
lýsi og um 12% og 18% í sardínulýsi.
Þessar fitusýrur eru okkur lífsnauðsyn-
legar því líkaminn getur ekki myndað
þær í nægilegu magni. Við verðum því
að fá þær úr matnum eða fæðubótar-
efnum á sama hátt og vítamín.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á
áhrifum DHA og EPA á mannslíkamann.
Rannsóknir á hjarta- og
æðasjúkdómum eru
ítarlegastar, en einnig er
verið að rannsaka áhrif
DHA og EPA á bólgur og
liðverki, á fósturþroska og
fæðingarþyngd, þroska
heila og miðtaugakerfis, á
framgang geðsjúkdóma, á athyglisbrest
og ofvirkni barna og ýmislegt annað.
DHA og EPA fáum við bara úr sjávar-
fangi. Æskilegt er að fiskneysla sjái fyrir
þörfum manna á þessum efnum, en
því er varla að heilsa lengur hér á landi.
Fiskneysla hefur dregist saman að und-
anförnu, sérstaklega meðal ungs fólks.
Það er afar brýnt að hvetja til aukinnar
notkunar á lýsi, til að mæta þörfum
líkamans fyrir fitusýrurnar og D-vít-
amín. Þótt líkaminn myndi D-vítamín
í sólskini, þá er sólarfar á Íslandi og
hitastig ekki þess eðlis að almenningur
stundi sólböð af kappi. Þess vegna er
nauðsynlegt að taka lýsi jafnt að sumri
sem vetri. www.mni.is
MATUR & NÆRING ANNA BIRNA BJÖRNSDÓTTIR MATVÆLAFRÆÐINGUR
Lýsi árið um kring
Harðfiskunnendur á höfuðborgarsvæðinu gera ágæt kaup í harðfiski í Kolaportinu
um helgar en algengt kílóverð á harðfiski þar er hvergi hærra en fjögur
þúsund krónur meðan almenn kílóverð í verslunum og söluturnum
er oft á tíðum allt að 4800 krónum. Milli fimm og sex seljend-
ur bjóða vöru sínar í Kolaportinu og eru þar tegundir sem
finna má í venjulegum verslunum. Nú þegar sumarið fer
í hönd og harðfiskurinn ómissandi í útileguna eða ferða-
lagið er hægt að spara sér allnokkra upphæð með því
að kaupa fiskinn hjá sölumönnum í Kolaportinu.
■ Verslun og þjónusta
Mikill verðmunur á harðfiski
„Mín verstu kaup eru örugglega án efa
þegar ég fór þrettán ára gamall í verslun-
ina 17 og þar var einhver góður drengur
sem aðstoðaði mig og taldi mér trú um
það að jakkafötin sem ég var að máta
pössuðu svona líka svaðalega vel. Svo fór
ég heim og þá sagði nú mamma að við
skyldum nú kannski fara bara aftur þangað
og reyna að skila þessu og mér tókst það
reyndar eða mömmu tókst að skila
þessu. Það eru örugglega ein
verstu kaup mín, en það fór allt
vel að lokum,“ segir Guðjón
Davíð, leikari hjá Leikfélagi
Akureyrar, sem er staddur
í Reykjavík núna að leika í
Fullkomnu brúðkaupi sem sýnt
er í Borgarleikhúsinu og Litlu
hryllingsbúðinni sem sýnd er í
Íslensku óperunni. Guðjón telur
að mistökin hafi fyrst og fremst falist í því að
taka mömmu ekki með í fataleiðangurinn
enda var hún vön að koma með.
Bestu kaup Guðjóns tengjast fötum hins
vegar ekki neitt heldur eldamennsku. „Mín
bestu kaup eru án efa steikarpanna sem
ég keypti í Kokku. Hún hefur aldrei klikkað
og ég held að það sé meira pannan en ég.“
Guðjón segir að hann steiki allt á pönnunni,
„alls kyns kjöt og skemmtilegheit og
allt sem kemst í snertingu við
þetta hágæðastál verður gott.
Það skemmtilegasta við þessa
pönnu er að hún hefur glatt
svo marga og sérstaklega mig
og mína nánustu,“ segir
Guðjón að lokum en hann
hefur í nógu að snúast
í leikhúsinu þessa
dagana.
NEYTANDINN: GUÐJÓN DAVÍÐ KARLSSON LEIKARI
Fermingarfötin án efa verstu kaupin
■ 5 millj. 25 ár
➦1. janúar 27.572
➦2. febrúar 27.661
➦1. mars 27.639
➦1. apríl 27.949
➦1. maí 28.270
➦1. júní 28.680
Hækkun samtals:
1.108,-
■ 5 millj. 40 ár
➦1. janúar 21.975
➦1. febrúar 22.046
➦1. mars 22.028
➦1. apríl 22.275
➦1. maí 22.531
➦1. júní 22.858
Hækkun samtals:
883,-
■ 10 millj. 25 ár
➦1. janúar 55.144
➦1. febrúar 55.321
➦1. mars 55.277
➦1. apríl 55.897
➦1. maí 56.539
➦1. júní 57.359
Hækkun samtals:
2.215,-
■ 10 millj. 40 ár
➦1. janúar 43.950
➦1. febrúar 44.092
➦1. mars 44.056
➦1. apríl 44.551
➦1. maí 45.063
➦1. júní 45.716
Hækkun samtals:
1.766,-
■ 20 millj. 25 ár
➦1. janúar 110.288
➦1. febrúar 110.643
➦1. mars 110.554
➦1. apríl 111.795
➦1. maí 113.080
➦1. júní 114.719
Hækkun samtals:
4.431,-
■ 20 millj. 40 ár
➦1. janúar 87.900
➦1. febrúar 88.182
➦1. mars 88.112
➦1. apríl 89.100
➦1. maí 90.125
➦1. júní 91.431
Hækkun samtals:
3.531,-
GREIÐSLUBYRÐI HJÁ KAUPÞINGI BANKA 2006 Lán tekið í júní 2005 til kaupa á 30 milljóna króna eign. Fastir vextir 4,15%
5 milljónir 10 milljónir 15 milljónir
■ Janúar 22.094 44.187 66.281
■ Febrúar 22.165 44.329 66.494
■ Mars 22.146 44.294 66.441
■ Apríl 22.395 44.791 67.186
■ Maí 22.653 43.306 67.959
■ Júní (væntanlegt) 22.981 5.963 68.944
■ Hækkun samtals Jan-Júní 887 1,776 2.663
GREIÐSLUBYRÐI HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI 2006
39
8.
31
1
33
1.
32
3
31
3.
85
1
1999
Lí
tr
ar
39
9.
64
7
2001 2003 2005
Framundan er forkeppni og aðalkeppni stærstu söngva-
keppni álfunnar, Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva, og hugsa margir sér gott
til glóðarinnar. Sem fyrr gefst áhorfendum
í öllum löndum færi á að kjósa símleiðis og
ætti fáum að koma á óvart að það er dýrara fyrir
Íslendinga en flesta aðra. Hafa Neytendasamtökin
tekið saman kostnaðinn við slíkt hvort sem greitt er
atkvæði símleiðis eða með SMS-skeyti og er kostnaður á
hvort hundrað krónur. Er það til að mynda 97 krónum dýr-
ara að hringja inn atkvæði hér en í Danmörku þar sem það
kostar minnst. Sé sent skeyti er það ódýrast fyrir íbúa Andorra
en þar kostar hver sending aðeins tíu krónur. Dýrast er þó fyrir
íbúa Grikklands, Rúmeníu og Spánar að kjósa.
■ Hvað kostar... að kjósa í Eurovision?
Hundrað krónur fyrir atkvæðið
Ferðalangar á vegum Icelandair munu hér eftir geta stytt sér bið við innritun í
Leifsstöð en fyrirtækið hefur látið setja upp sex sjálfsafgreiðsluvélar í Leifsstöð.
Margir kannast eflaust við slíkar vélar sem þekktar eru á flugvöllum erlendis og er
þarna kjörin leið til að sneiða hjá löngum röðum við innritun. Víðast hvar gildir slík
sjálfsafgreiðsla aðeins fyrir þá sem bera handfarangur en á stöku stað er boðið upp
á slíka þjónustu einnig fyrir þá sem bera meiri farangur. Svo er einnig hér og setja
ferðalangar farangur sinn á færiband við viðkomandi vélar. Víst er að raðir
við innritunarborðin í Leifsstöð minnka í
kjölfar þessa og ekki seinna vænna enda
myndast þar á stundum raðir sem ná vel
út að anddyri.
■ Verslun og þjónusta
Sjálfsafgreiðsla Icelandair