Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.05.2006, Blaðsíða 36
 18. maí 2006 FIMMTUDAGUR Bjarni Þór Pálsson mælir með því að menn klæðist jakka- fötum og séu með bindi við útskriftina. Fataverslunin Next í Kringlunni hefur starfað á Íslandi í þrjú ár, en hún er hluti af samnefndri breskri verslanakeðju, sem teygir anga sína víða um heim. Í búðinni er boðið upp fatnað á alla fjölskyld- una, auk þess sem nýlega hefur verið bætt við hana skemmtilegri heimilisvörudeild þar sem kennir ýmissa grasa. Bjarni Þór Pálsson, deildarstjóri herradeildar Next, segir að í búðinni séu seld góð föt sem henta við alls kyns tækifæri, ekki síst fyrir herra sem eru að útskrif- ast. Fyrir herrana mælir Bjarni helst með jakkafötum og bindi. „Ég mæli þó ekkert sérstaklega með svörtum jakka- fötum,“ segir hann. „Mér finnst að menn hafi í gegnum tíðina verið allt- of fastir í því að kaupa sér svört jakkaföt, til að geta notað þau við sem flest tækifæri,“ útskýrir hann. „Að mínu mati er betra að eiga svört jakkaföt þegar þess er krafist, en eiga síðan jakkaföt í skemmtilegum litum til til- breytingar,“ segir Bjarni. „Menn mega vera ófeimnari við að velja sér jakkaföt í litum en þeir hafa verið hingað til og blanda ólíkum litum saman. Við eigum gott úrval fallegra jakkafata, til dæmis í brúnu og bláu, bæði með og án köflna eða teina, sem eru að koma sterkt inn. Hér eru falleg jakkaföt annaðhvort með brúnum eða gylltum teinum,“ bætir hann við. „Nú er líka tíminn til að kaupa sér skyrtuna sem mann hefur allt- af langað í en ekki þorað að klæð- ast, þar sem töluvert frelsi ríkir í þeim efnum,“ segir Bjarni. „Auð- vitað eiga menn þó ekki að kaupa sér skyrtu nema þeim líði sjálfum vel í henni. Svo er alltaf flott að sjá menn með falleg bindi við jakka- fötin, en þau eigum við í miklu úrvali ásamt öðrum fylgihlutum, svo sem skóm, beltum, úrum og ermahnöppum. Aðalreglan er að velja sér eitthvað fyrir útskriftina sem maður er sjálfur ánægður með, því þá eru meiri líkur á því að maður beri sig vel,“ segir hann loks. Maðurinn skapar fötin Bjarni Þór Pálsson, deildarstjóri hjá Next, vill að menn hugsi út fyrir ramm- ann þegar útskriftarfötin eru valin. Brún jakkaföt frá Next á 29.280 kr. Skyrtan kostar 3.490 kr., bind- ið 2.690 kr. og skórnir 10.790 kr. Blá, teinótt jakkaföt á 33.170 kr., skyrta á 3.390 kr., bindi á 2.690 kr. og skórnir kosta 9.990 kr. Svört, teinótt jakka- föt á 17.380 kr., skyrta á 4.290 kr., bindi 3.390 kr. og skór 10.190 kr. Hágæða húð- og hárvörur fyrir börn Stelpur við gefum boltann til ykkar! Stelpudeildin á SKJÁEINUM hefst 5. júní Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Digital Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.