Fréttablaðið - 18.05.2006, Qupperneq 66
18. maí 2006 FIMMTUDAGUR34
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli,
andlát og jarðarfarir í
smáletursdálkinn hér að
ofan má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
AFMÆLI
Þórunn Guðmunds-
dóttir sópransöng-
kona er 46 ára.
Ingibjörg Hjartar-
dóttir rithöfundur er
54 ára.
Ólafur R. Dýrmunds-
son ráðunautur er
62 ára.
MERKISATBURÐIR
1860 Abraham Lincoln var á
þessum degi útnefndur
forsetaefni repúblikana á
fundi flokksins í Chicago.
1926 Aimee Sample McPher-
son, þekktur bandarískur
predikari, hverfur sporlaust
í Kaliforníu.
1974 Indverjar koma sér upp
sínu fyrsta kjarnorkuvopni.
1980 Eldfjallið St. Helena í
Washington-ríki byrjar að
gjósa snemma morguns og
veldur gríðarlegu tjóni.
1985 Dagur ljóðsins er haldinn
hátíðlegur í fyrsta sinn, að
frumkvæði Rithöfundasam-
bands Íslands.
1989 Rúmlega sex vikna verkfalli
Bandalags háskólamanna á
Íslandi lýkur. Verkfallið olli
mikilli röskun á skólastarfi í
landinu.
GUSTAV MAHLER (1860-1911)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Allt sem er ekki
fullkomið niður í minnsta
smáatriði er dæmt til að
deyja.“
Sögur herma að austurríska
tónskáldið Gustav Mahler hafi
verið mikill nákvæmnismaður.
ANDLÁT
Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir,
fyrrum bóndi og húsfreyja, Ketils-
eyri, Dýrafirði, lést fimmtudaginn
11. maí.
Hrefna Margrét Guðmundsdótt-
ir, Sléttahrauni 28, Hafnarfirði, lést
sunnudaginn 14. maí.
Jóhanna Kristjánsdóttir, áður
Stigahlíð 32, Reykjavík, lést á
líknardeild Landakotsspítala
mánudaginn 15. maí.
Jón Hermann Pálsson, frá
Hjallanesi, Landsveit, lést á
hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu
laugardaginn 13. maí.
María Ólafsdóttir, frá Vindhæli,
Hléskógum 5, Reykjavík, lést á
Droplaugarstöðum laugardaginn
13. maí.
Ólína Sigríður Júlíusdóttir,
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést
mánudaginn 15. maí.
Vigfús Guðbrandsson, Dimmu-
hvarfi 7, Kópavogi, lést á Landspít-
ala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi
þriðjudaginn 16. maí.
JARÐARFARIR
13.00 Guðmundur Ágúst Kristj-
ánsson bifreiðasmiður,
Blásölum 5, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá
Digraneskirkju.
15.00 Erla Cortes, Æsufelli 6,
Reykjavík, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju.
15.00 Gunnar Sigurðsson,
Kleppsvegi 94, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju.
Þennan dag árið 1989
fóru af stað mikil
mótmæli hátt í milljón
manna í Peking, höfuð-
borg Kína. Mótmælend-
urnir kröfðust lýðræðis og
bættra mannréttinda og
fór spennan í kínversku
þjóðfélagi vaxandi dag
frá degi. Stúdentar
fjölmenntu sérstaklega í
þessi mótmæli og reyndu
að koma skilaboðum
sínum til yfirvalda áleiðis
með friðsamlegum hætti.
Mótmæli höfðu verið að ágerast í Kína frá því um
1980 og virtist sem stjórnvöld væru endanlega búin
að glata sambandinu við almenning í landinu.
Nokkrum vikum seinna létu stjórnvöld til skarar
skríða gegn gríðarlegum
fjölda fólks sem safnast hafði
saman á ýmsum opnum
svæðum, sérstaklega í
Peking. Þann 3. júní sama
ár réðust síðan hermenn
gegn fjölda fólks á Torgi hins
himneska friðar. Fjöldi fólks
lét lífið í árásinni og enn fleiri
voru hnepptir í varðhald fyrir
andbyltingarlegan áróður.
Þessi viðbrögð stjórnvalda
vöktu gríðarlega reiði um
heim allan og létu þjóðar-
leiðtogar í ljós vanþóknun sína og fordæmingu á
voðaverkunum.
Nú, sautján árum síðar, er enn víða pottur brot-
inn í mannréttindamálum í Kína og óska margir eftir
lýðræðislegri vinnubrögðum stjórnvalda.
ÞETTA GERÐIST: 18. MAÍ 1989
Mótmælendur í Kína krefjast lýðræðis
KÍNVERJAR MÓTMÆLA Í PEKING
Blátindur VE 21 er nú kominn á flot við Naust-
hamarsbryggju í Vestmannaeyjum en nú
stendur til að gera hann siglingafæran í sumar.
Báturinn, sem er 47 tonna, var smíðaður í
Vestmannaeyjum árið 1947 og er eini báturinn
sem varðveist hefur af þeim 76 þilfarsvélbát-
um sem þar voru smíðaðir.
Það eru fjórmenningar úr áhugamannafé-
lagi um endurbyggingu bátsins sem vinna að
því hörðum höndum en verkin eru ærin. „Það
þarf að taka upp vélina og endurbæta hana,
öxuldraga hann, koma fyrir ljósavél og raf-
lögnum, siglingaljósum, svo að mála hann og
öllu þessu á að ljúka í júlí,“ segir Sigtryggur
Helgason, einn úr svokallaðri fjórmenninga-
klíku félagsins en hinir eru Páll bróðir hans,
Árni Johnsen fyrrverandi þingmaður og
Tryggvi Sigurðsson vélstjóri.
„Hann fer vel í sjó og lak nánast ekki neitt
þegar hann var settur á flot enda miklir snill-
ingar búnir að dytta að honum áður,“ segir
Árni. „Við leyfum honum nú að þétta sig en
svo tökum við hann upp og sköfum og
málum.“
Blátindur kom aftur til Vestmannaeyja árið
1992 frá Ólafsfirði þaðan sem hann var gerður
út síðast en lengst af var hann gerður út frá
Eyjum. Eftir komuna þangað stóð hann í slipp
og var hann því farinn að grotna niður. Þá var
timburverkið endurnýjað í honum árið 2001
en það var farið að sjá á honum aftur svo hann
hefur nú verið settur á flot til þess að þétta
hann. Tryggvi Sigurðsson er afar ósáttur við
að þessi merki bátur skyldi ekki hafa fengið
betri meðferð eftir komuna til Eyja. „Það er
algjör skömm að þessu hvernig bærinn tók
bátinn í sína vörslu en gerði svo ekki neitt,“
segir hann.
Báturinn var lengst af gerður út til fisk-
veiða en þó bar svo við um 1950 að hann var
notaður sem varðskip á Faxaflóa. Þá var fall-
byssa um borð en ekki er vitað hvað af henni
varð. „Það hefur ýmislegt verið rætt um það
hvaða hlutverki hann eigi að gegna eftir að
hægt verður að koma honum á stímið,“ segir
Sigtryggur. „Þó er líklegast að Sigmundur Ein-
arsson fari með fólk í skoðunarferðir á honum
en það á eftir að koma betur í ljós.“
Félaginu hefur borist aðstoð víða að, bæði
frá hinu opinbera og fyrirtækjum, en ekki er
ljóst hvað það kostar að koma gamla fleyinu á
stímið aftur. ■
BLÁTINDUR: KEMST AFTUR Á STÍMIÐ
Síðasta Eyjafleyið á flot
BLÁTINDUR Í SLIPPNUM Í VESTMANNAEYJUM Hann hefur munað sinn fífil fegri en nú á að vinna bót þar á og í júlí
verður hann líkt og á sínu besta skeiði ef áætlun félagsmanna um varðveislu Blátinds gengur eftir.FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
Ásta G. Pjetursdóttir
Háaleitisbraut 43, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn
19. maí kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda
Gunnþórunn Jónasdóttir Einar S. Ingólfsson
Pétur J. Jónasson
Örn Jónasson
Gunnar Jónasson Guðbjörg Eggertsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
Bjarnþór Karlsson
Einimel 19, Reykjavík,
sem varð bráðkvaddur laugardaginn 13. maí 2006,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn
19. maí kl. 15.00. Að ósk hins látna eru blóm og kransar
afþakkaðar, en þeim sem vilja minnast hans er bent á
líknarstofnanir.
Guðrún Á. Bjarnþórsdóttir Guðmundur Hermannsson
Karl Þórir Bjarnþórsson
Harald P. Hermanns Þórunn Símonardóttir
Þóroddur F. Þóroddsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
elskulega föður, tengdaföður, afa og langafa,
Hannesar Helgasonar
Asparfelli 8.
Guðlaug Maggý Hannesdóttir Jón Pétur Jónsson
Hafdís Hannesdóttir Stefán Gunnar Stefánsson
Helgi Hannesson Guðmunda Eyjólfsdóttir
Lára Hannesdóttir Schram
Sigmundur Hannesson Sigrún Arnardóttir
barnabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, dóttir og systir,
Hrefna Margrét
Guðmundsdóttir
Sléttahraun 28, Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 14. maí. Útförin fer fram frá Víðistaða-
kirkju, Hafnarfirði, mánudaginn 22. maí kl. 11.00.
Hrefna Freyja Friðgeirsdóttir
Ásthildur Friðgeirsdóttir
Oddrún Lára Friðgeirsdóttir
Hrefna Árnadóttir
Ásdís Elín Guðmundsdóttir Claus H. Magnússon
Anna Guðmundsdóttir Árni S. Unnsteinsson
aðrir aðstandendur og vinir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hrefna Bergmann Einarsdóttir
Bústaðavegi 83,
lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 12. maí
2006. Jarðarförin fer fram frá Grensáskirkju föstudag-
inn 19. maí kl. 13.00.
Magnús Ásmundsson
Ásmundur Magnússon
Auður Magnúsdóttir Halldór Kristiansen
Stefanía Júlíusdóttir
Sigurður Jónsson
Magnús Ásmundsson
Einar Halldórsson
Davíð Einarsson
Gabríel Aron og Mikael Máni Sigurðarsynir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
bróðir og afi,
Vigfús Guðbrandsson
Dimmuhvarfi 7, Kópavogi,
lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi
þriðjudaginn 16. maí. Jarðarförin auglýst síðar.
Jóhanna Eydís Vigfúsdóttir Þorbjörn Bjartmar Björnsson
Ásgerður Fríða Vigfúsdóttir Fjölnir Ernis Sigvaldason
Aðalbjörg Sigurrós Vigfúsdóttir Guðmundur Magnús Elíasson
Jófríður Guðbrandsdóttir
Andri Már Halldórsson
Hulda María Þorbjörnsdóttir
Róbert Högni Þorbjörnsson
Úlfur Benedikt Fjölnisson
Anton Vigfús Guðmundsson
Ísól Hanna Guðmundsdóttir
Jónatan Magnús Guðmundsson
LEGSTEINAR
OG FYLGIHLUTIR
Í MIKLU ÚRVALI